20.4.2015 | 06:45
Flóknari klúðurstaða í vinnudeilum en dæmi eru áður um?
Efast má um að nokkurn tíma hafi stefnt í eins flóknar og erfiðar vinnudeilur og nú fara vaxandi með viku hverri.
Ófriðareldurinn læsist um vinnumarkaðinn á þann hátt að afar erfitt er að átta sig á umfangi hans og afleiðingum af einstökum athöfnum, því að þjóðfélagið og atvinnulífið eru svo margfalt flóknari og samanslungnari en áður var.
Hættan á að stórtjón hljótisst af deilunum er þó meiri en oftast hefur verið áður.
Í stað þess að reyna að byggja upp trúnað og traust við aðila vinnumarkaðarins og gefa ekki aðeins loforð, heldur standa við þau, er eins og ríkisstjórnin hafi verið svo ölvuð af völdunum, sem hún fékk í kosningunum að hún geti gengið fram í taumleysi á öllum sviðum valdabrölts sína og þjónkunar við græðgisöflin.
Margir áratugir eru síðan hér hefur verið ríkisstjórn, sem hefur ekki aðeins gengið eins fram af samtökum launafólks og almenningi, heldur einnig byggt upp vantraust hjá atvinnurekendum.
Fáir hafa séð þetta betur en Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, sem hefur undrast síendurtekið klúður á flestum sviðum, sem er ekkert fagnaðarefni né efni í Þórðargleði fyrir pólítíska andstæðinga stjórnarinnar, því að þetta snertir þjóðina alla.
Andrúmsloft trúnaðarbrests komst á þegar launþegasamtökunum fannst fyrri ríkisstjórn ekki standa við væntingar sem hún hafði gefið um samráð og samvinnu við að vinna þjóðina út úr hinum mikla vanda sem blasti við eftir Hrunið.
En í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur keyrt um þverbak og um hrein svik loforða að ræða með margvíslegri aðför að atriðum, sem voru forsenda vinnufriðar.
Síðan hafa innstu koppar í auðræðinu, sem ræður ferðinni jafnt hér á landi sem í fjármálakerfi heimsins, beinlínis storkað almenningi með heimskulegu framferði manna, sem virðast telja sig hina ósnertanlegu, sem eigi að komast upp með það að vera úr öllum tengslum við kjör alþýðu manna.
Segir oft glymja hæst í tómri tunnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig á ríkisstjórnin að byggja upp traust gagnvart "verkalýðsfélögum" Samfylkingar, og að einhverju leyti Vinstri grænna?
Á sama tíma og verkalýðsforingjarnir hækka laun fyrir sig og vini sína í stjórnum fyrirtækja, koma þeir vælandi og skælandi yfir ríkisstjórninni.Og þú vælir og sælir með Ómar, eins og flest allir ábyrðarlausir vinstrimenn.
Af hverju gera verkalýðsforkólfarnir ekki það sem þeir hafa gert undanfarin ár, að láta lífeyrissjóðina borga fyrir sukk og taprekstur hjá helstu fyrirtækjum þjóðarinnar?
Hilmar (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 07:53
Íslenskir "hægrimenn":
Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.
Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.
Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.
Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.
Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.
Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:04
"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.
Blái liturinn táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:06
"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."
Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:07
Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:09
6.1.2015:
Launagreiðslur hér á Íslandi nú skattlagðar meira en áður
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:09
HB Grandi gæti hækkað laun allra starfsmanna um áttatíu þúsund krónur en samt grætt 4,7 miljarða
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:12
Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.
Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.
Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.
Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:15
"Á sama tíma og verkalýðsforingjarnir hækka laun fyrir sig og vini sína í stjórnum fyrirtækja, koma þeir vælandi og skælandi yfir ríkisstjórninni." Hárrétt hjá Hilmari. Samkvæmt nýjustu fréttum eru þeir siðblindir hávaðabelgir sem benda á það augljósa. Kannski er best að sitja bara á fréttunum eins og Styrmir?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 08:16
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:17
Pítsan er komin - Myndband
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:18
Fylgi Framsóknarflokksins nú 11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.
Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.
Steini Briem, 3.1.2015
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:21
13.3.2015:
Flestir vilja síst hafa Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:22
21.3.2015:
Píratar fengju nítján þingmenn, Sjálfstæðisflokkurinn fimmtán, Samfylking tíu, Framsóknarflokkurinn sjö, Björt framtíð sex og Vinstri grænir sex
Þorsteinn Briem, 20.4.2015 kl. 08:25
Verkalýðsrekendurnir eru langt langt frá því að vera saklausir í þessu öllu saman. Þeir eru aðal leikstjórarnir í öllum þessum farsa.
Mér þætti tímabært að birta á einum stað:
1. Laun formanna, framkvæmdastjóra o.þ.h. aðila hjá verkalýðsfélugunum og samböndum og hvernig þau hafa breyst t.d. sl. fimm ár.
2. Í hvaða stjórnum (t.d. lífeyrisissjóða) þeir sitja á vegum sömu félaga og félögum á þeirra vegum).
3. Hvaða laun þeir þiggja fyrir það og hvernig þau hafa breyst t.d. sl. fimm ár.
4. Hverjir sátu fyrir hönd verkalýðsfélaganna á aðalfundum t.d. tryggingafélaganna og samþykktu stjórnarlaun þar.
Kannski kæmi þá í ljós hverjir þeirra eru raunverulegir verkalýðsforingjar og hverjir verkalýðsrekendur. Ómari finnst t.d. ekki ástæða til að hafa á orði 28% hækkun á stjórnarlaunum Björns um leið og hann gagnrýnir aðrar hækkanir.
Ómar hefur hins vegar ekki lesið Styrmi nógu og vel. Styrmir spyr einmitt hver þessu svik séu að hægt sé að setja landið á hliðina vegna þeirra, fyrst með verkföllum og svo með verðbólgu (jafnvel smá atvinnuleysi í leiðinni). Nema Ómar lesi bara Styrmi þegar hann skammar ríkisstjórnina?
ls (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 09:39
Ég er nú nýbúinn að skrifa pistil um þann lýðræðishalla, sem felst í yfirráðunum yfir "ríkinu í ríkinu" sem eru lífeyrissjóðirnir. Þar sitja menn að miklu leyti báðum megin borðsins í skaðlegri valdaflækju og eru ekkert síður "hinir ósnertanlegu en stjórnendur stórfyrirtækjanna.
Almenningi er alveg haldið frá beinum lýðræðislegum áhrifum á þetta hátimbraða valdakerfi, og slíkt er hvati til spillingar.
Ómar Ragnarsson, 20.4.2015 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.