Tifandi tímasprengja?

Fyrr í vetur varð heilmikið uppistand í París vegna dróna sem ítrekað var flogið yfir miðri borg, án þess að vitað væri hverjir stæðu að baki því og án þess að málið yrði upplýst. 

Nú gerist svipað í Manchester. Ekki fylgir þó sögunni þar hvort um rangan vitnisburð, hugarburð eða hrekk hefði verið að ræða varðandi frásögninni af meintri ógn. 

En fjölgun þessara flygilda og það hve erfitt virðist að hafa hemil á flugi þeirra, stöðva það eða upplýsa, hverjir fljúga þeim, getur varla endað með öðru en slysi. 

Það er ekki uppörvandi hve lítill árangur næst við að upplýsa svona mál og hafa hemil á þessu flugi, hvað þá að vita af leysibyssum og drónum í höndunum á mannleysum, en það orð yfir illmenni eða rudda væri líka hið ágætasta heiti á mannlausum flygildum og flugvélum.  


mbl.is Dróni tafði Icelandair-vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar leikföngin eru orin svo stór og tæknivædd, og orðin svo fullkomin

að hægt sé að fljúga þeim á gsm síma..!!

Þá er orðið spurning hvenær leikfang er ekki lengur leikfang..??

Þetta á bara eftir að versna, því miður.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 20.4.2015 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband