Frið þótt ófriður sé í boði?

Það hefur stundum verið sagt um harða málafylgjumenn í ólgusjó átaka að þeir tregðist við að velja frið ef ófriður er í boði. 

Þetta var stundum notað hér í gamla daga um hörðustu baráttumenn launþegasamtaka. Áberandi undantekning frá þessu voru kjarasamningarnir 1964 og 65, sem gengu undir heitinu júnísamkomulag 1964 og júnísamkomulagið 1965, og síðar þjóðarsáttarsamningarnir 1990.

Nú er svo að sjá að fyrir norðan sé verið að leita eftir friðsamlegri lausn á kjaradeilum, þótt ófriður sé í boði. 

Margt kallar á að slik viðleitni sé sýnd í hinu flókna og viðkvæma ástandi nú, sem til dæmis gæti ógnað gjöfulustu atvinnugreininni, sem er ferðaþjónustan. 

Ef friður er í boði, ber að velja hann þótt ófriður sé líka í boði. 


mbl.is Vilja semja við Framsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það merkilega sem kemur fram hjá Aðalsteini er að hann segir ,,að for­svars­menn fyr­ir­tækja sem hafa haft sam­band við hann taki und­ir þá meg­in­kröfu fé­lags­ins að lág­marks­laun hækki í 300 þúsund kr. inn­an þriggja ára."

Þetta er merkilegt.  Þeir fallast þá á meginuppleggið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.4.2015 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband