Hið íslenska Jukkasjarvi.

Í hinum sænska hluta Lapplands er bærinn Jukkasjarvi. Þegar fyrir áratug voru ferðamenn til Lapplands orðnir jafn margir um vetrarmánuðina og allt árið hér á landi og virtust mótbárur hér á landi varðandi það að kuldi, myrkur, einsemd og löng fjarlægð frá fjölmennustu löndum Evrópu gerði það ómögulegt að fá ferðamenn til Íslands.

Hið skondna var 2005 að ferðamennirnir voru lokkaðir frá Mið- og Vestur-Evrópu til Lapplands um lengri veg en til Íslands og að þeim voru seld fjögur fyrirbæri: Kuldi, myrkur, þögn og ósnortin náttúra.  

Í Jukkasjarvi er frægt íshótel sem dregur að sér hundruð þúsunda ferðamanna á veturna. 

Langvarandi frost á veturna hefur tryggt það að hægt sé að viðhalda þessu magnaða og einstæða hóteli. Raunar mun annað og minna þekkt vera við bæinn Kemi fyrir Kirjálabotni. 

Nú er skammt þangað til ísgöngin og ís-völdunarhúsið inni í Langjökli verði tilbúið og þar verður því hægt að bjóða upp á hliðstæða upplifun við þá sem ferðamenn fá í íshótelimu í Jukkasjvarvi.

Ég kynntist notkun stórra 20 tonna trukka á jökli einum í Banffþjóðgarðinum í Klettafjöllunum Kanadamegin árið 1999 og sýndi í Sjónvarpinu. Síðan eru liðin 16 ár, en Arngrímur Hermannsson hefur verið forgöngumaður fyrir því að smíða miklu betri jöklatrukka hér og nota þá með góðum árangri.  


mbl.is Á þrjátíu metra dýpi í jöklinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Omar

Bærinn heitir Jukkasjärvi, ekki Jukasjarvi!

Jon (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 19:59

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á lyklaborði tölvunnar minnar er ekki til stafurinn a með tveimur punktum yfir. 

Ómar Ragnarsson, 23.4.2015 kl. 21:27

3 identicon

Á minni tölvu næst efst til vinstri er takki með ° og ¨ . Þú slærð fyrst inn ¨ og svo a og þá færðu ä.

Jon (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 22:03

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þessi framkvæmmd er mögnuð þarna í Lngjöklinum.

Sigurður Haraldsson, 24.4.2015 kl. 21:59

5 identicon

Ég fór upp á Langjökul sem leiðsögumaður í fyrrasumar á svaða trukki. Þetta voru upprunalega eldflaugaskotpalla-trukkar frá þýska hernum en búið að yfirbyggja þá.
Snarvitlaust veður, skyggni 10 m. og fólkið var alsælt.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband