23.4.2015 | 18:27
Sérstaða íslenskra hátíðisdaga.
Íslenskir hátíðisdagar eru um flest svipaðir hátíðisdögum annarra þjóða. Við höfum okkar stórhátíðir af svipuðum toga og aðrar kristnar þjóðir, sérstakan þjóðhátíðardag og baráttudag verkalýðsins 1. maí.
En nokkrir hátíðisdagar hafa sérstöðu og sá elsti þeirra og líklega sá þjóðlegasti sumardagurinn fyrsti, sem hefur alveg sérstaka þýðingu fyrir þjóð, sem býr á mörkum hins byggilega heims eins og stundum er sagt.
Okkur ber því að halda sérstakan vörð um þennan dag.
Nokkrir dagar eru ekki með aldagamla hefð eins og sumardagurinn fyrsti.
Sjómannadaginn fóru menn að halda um allt land um 1940 og á tímabili var hann mesti hátíðisdagur ársins í sjávarbyggðunum á landsbyggðinni.
Eftir lýðveldisstofnun 1944 fór helgi fullveldisdagsins 1. desember smám saman dvínandi, en á síðustu tveimur áratugum hafa tveir íslenskir merkisdagar haldið innreið sína í almanakið í samræmi við nafn og upphaf ljóðs Snorra Hjartarsonar, "Land, þjóð og tunga, - þrenning sönn og ein,..." en það eru Dagur íslenskrar tungu og Dagur íslenskrar náttúru.
Kvennadagurinnn 19. maí er líka dýrmætur og fær vonandi eins veglegan sess á 100 ára afmæli sínu í sumar og unnt er.
Skátar fagna sumri víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Áður en rómverska tímatalið barst hingað til Íslands með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali sem ekki virðist hafa verið til annars staðar."
"Rómverska tímatalið varð virkt eftir að föst skipan komst á kirkjuna með stofnun biskupsstóls eftir miðja 11. öld."
"Í stærstu dráttum var árinu skipt í tvö nær jafnlöng misseri: Vetur og sumar. Vetrarmisserið byrjaði alltaf á laugardegi og sumarmisserið á fimmtudegi."
"Það er hvergi sagt berum orðum í lögum en menn virðast hafa litið á fyrsta dag sumars sem upphaf ársins.
Það sést á því að aldur manna var áður jafnan talinn í vetrum og enn er svo um aldur húsdýra. Því var dagurinn haldinn hátíðlegur."
Af hverju er sumardagurinn fyrsti haldinn hátíðlegur? - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 23.4.2015 kl. 19:08
Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau? - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 23.4.2015 kl. 19:10
Sumardagurinn fyrsti er ekki séríslensk uppfinning!
Den gammalnordiska kalendern hade ett sommarhalvår från Tiburtiusdagen den 14 april och ett vinterhalvår från Calixtusdagen den 14 oktober.
Sjá hér, mánaðarnöfn und alles.http://sv.wikipedia.org/wiki/Gammelnordiska_kalendern
Jón (IP-tala skráð) 23.4.2015 kl. 20:05
Árni Björnsson útskýrir sumardaginn fyrsta nánar í Saga daganna, útg. 1993, bls. 31-47.
Þorsteinn Briem, 23.4.2015 kl. 21:40
19. maí ---> 19. júní
Álfur Skíðason (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.