Í aðdraganda Hrunsins vorum við með minnstu spillingu í heimi.

Mikil hamingjubylgja leið um íslensku þjóðina hér um árið, þegar alþjóðleg könnun leiddi í ljós að hér á Íslandi ríkti minnsta spilling í heimi, einmitt þegar við fórum með himinskautum í græðgis- og bankabólunni. 

Um síðustu aldamót vorum við í forystuhópi þjóða varðandi umhverfismál þegar Sameinuðu þjóðirnar gáfu út rannsóknarskýrslu um þau mál. Þegar kafað var ofan í skýrsluna sem við gáfum Sameinuðu þjóðunum, kom i ljós að í dálkinum "ástand gróðurs og jarðvegs" setti íslenski skýrslugafinn stafina N/A í þann dálk. 

Það þýddi að engar upplýsingar væri hægt að gefa um ástand gróðurs eða jarðvegs hér á landi og vorum við þara á sama báti og Ukraína, sem eftir Chernobyl-slysið hefur ekki treyst sér til að gefa upplýsingar um ástand jarðvegs og gróðurs þar. 

Var þó Ólafur Arnalds nýbúinn að verða eini Íslendingurinn sem hefur fengið Umhverfisverðlaun Norðulandaráðs, einmitt fyrir brautryðjandaverk varðandi nákvæmar og ítarlegar rannsóknir á ástandi jarðvegs og gróðurs, sem leiddu í ljós, að á okkar landi var versta ástandið sem þekkt var í Evrópu, ef ekki öllum heiminum! 

Að undanförnu hefur íslenska ríkisstjórnin aðeins notið stuðnings rúmlega þriðjungs kjósenda í skoðanakönnunum, en næstum tveir þriðju eru óánægðir með hana. 

Á sama tíma sér maður hér á blogginu miklar þakkir til stjórnarflokkanna fyrir það hve mikla hamingju þeir skapi svo að við erum þess vegna í öðru sæti hvað snertir hamingjusemi og er hagvöxtur í tíð núverandi stjórnar, þótt minni hafi verið en sýndist um tíma, nefndur sem sérstakt verk núverandi hamingjuskapandi stjórnar, sem svona mikil ánægja ríkir með.

Var hagvöxturinn þó byrjaður í tíð fyrri ríkisstjórnar, en auðvitað var hann núverandi stjórnarflokkuum að þakka, að ekki sé nú talað um þá sem réðu ferðinni í græðgis- og bankabólunni fyrir Hrun.  


mbl.is Ísland næstbest í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 00:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"24. October 2005.

Least corruption in Iceland
.

Iceland ranks #1 of 159 countries
included in the Transparency International Corruption Perceptions Index 2005. Iceland's CPI 2005 score of 9.7 and CPI 2004 score of 9.5 is the top score overall."

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 00:24

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.12.2009:

"Ég hef verið í þeim hópi sem hafði miklar áhyggjur af þróun mála hér á landi allt frá árinu 2003 og varaði við innan og utan Landsbankans," segir Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.

"Lækkun bindiskyldu Seðlabankans á því ári [2003] skapaði um 800 milljarða króna útlánagetu hjá innlendum lánastofnunum. Sú útlánageta fann sér framrás meðal annars í íbúðalánum.

Hækkun lána og lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs á árinu 2004 var olía á eldinn," segir Yngvi Örn í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV.

"Tvennar stóriðju- og virkjanaframkvæmdir á árunum 2004 til 2008, sem juku innlenda fjárfestingu um 40 prósent á ári, hlutu að leiða til ofþenslu.

Tilslakanir í ríkisfjármálum, meðal annars lækkun skatta frá 2005 og miklar opinberar framkvæmdir, hlutu einnig að magna vandann."

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur - Reyndi að vara þá við

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 00:29

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 00:32

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

Steini Breim að fara hér af límingunum sem oftar reyndar - Missir algerlega marks svona offors og síbilja !

Gunnlaugur I., 24.4.2015 kl. 00:36

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Er búinn að vera hér sallarólegur að flengja þig og þína líka sundur og saman, Gunnlaugur I.

Þið vesalingarnir hafið ekki haft rétt fyrir ykkur í einu einasta máli frá því að undirritaður byrjaði að skrifa hér athugasemdir fyrir átta árum.

Þar að auki ættir þú nú að vera búinn að ná því hvernig ættarnafnið Briem er skrifað.

Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 00:49

9 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Sem betur fer er hamingjan í höndum okkar sjálfra en ekki ríkisstjórna hvers tíma.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 24.4.2015 kl. 06:59

10 identicon

það er greinilegt hvear trúar ómar er í stjórnmálum. gott og vel. mælíng á spillíngu ef ég man rétt voru upplýsíngarnar frá stjórnvöldum sjálfum komin svo það má deila um hve áræðanlegar þær voru. hamíngja var víst trá sömu aðilum að mestu. skil ekki allan þennan svo kallaðan hagvöxt. ef maður brítur rúðu og skiptir um hana er það hagvöxtur. það hlítur að verða mikill hagvöxur í sýrlandi þegar borgarstríðið endar verður þessi mikli hagvöxtur alldra þessara hörmunga virði. held varla. en eflaust munu þeir til sem trúa á hagvöxtir leisi allan vanda ættu að kætast yfir ástandinu í sýrlandi

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 07:35

11 identicon

Góður punktur hjá Þorsteini.  Flokkshestar eiga mjög erfitt með að hugsa út fyrir kassann.  Hreinlega geta það ekki.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.4.2015 kl. 08:02

12 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Ég man vel eftir spillingarfréttinni. Hló mig alveg máttlausan yfir henni. Var þá spurður (af útlendingi) hvers vegna mér þætti þetta fyndið, - þetta hlytu nú að vera góð tíðindi.
Svarið:
Nei einmitt ekki, því að spillingin er þá svo pottþétt að hún mælist ekki!

Jón Logi Þorsteinsson, 25.4.2015 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband