24.4.2015 | 16:42
Námsafrek hjá Gunnari Inga. Emil Jónsson varð stúdent 16 ára.
Það er að sjálfsögðu afrek að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum og ástæða til þess að dást að því afreki Gunnars Inga Lárussonar.
Það rifjar upp fyrir mér að fyrir 97 árum, árið 1918, útskrifaðist Emil Jónsson sem stúdent úr M.R. aðeins sextán ára gamall, eða ári yngri en Gunnar Ingi nú. Það þótti líka óvenjulegt, enda voru stúdentar þá aðeins innan við eitt hundrað á hverju ári en ekki þúsundir eins og nú.
En að mörgu leyti er ákaflega erfitt og jafnvel ómögulegt að bera þessi námsafrek saman. Sennilega er það miklu meiri lærdómur, sem Gunnar Ingi hefur þurft að tileinka sér og ná valdi á en Emil gerði á sínum tíma.
En aðstæðurnar voru líka ólíkar og virkuðu í báðar áttir.
Ýmsir hafa orðið til þess 1918 að leggja nafn Emils Jónssonar á minnið og íhuga, hver ferill hann yrði eftir það.
Hann varð verkfræðingur ef ég man rétt, en tók síðan snaran þátt í stjórnmálum, settist ungur á þing, varð forsætisráðherra 1958-59 og utanríkisráðherra í Viðreisnarstjórninni 1959.
Formaður Alþýðuflokksins frá 1956-68.
Í bókinni Þingvísum var ein vísa um Emil og greinilega ort sem gárungagrín í formi öfugmæalavísu í leik að skemmtilegum rímorðum. Vona að ég muni hana ennþá rétt 60 árum eftir að ég sá hana.
Leiðari ei leit ég meiri Mammonslappaskemil
eða meiri happahemil
heldur en þennan slappa Emil.
Lýkur stúdentsprófi á 2 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Alþingismannatal
Emil Jónsson - Alþingismannatal
Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 17:25
Gunnar Ingi Láruson, eins og fram kemur í fréttinni, en ekki Lárusson, sonur Láru Gunnarsdóttur og fæddur 11. nóvember 1997.
Þorsteinn Briem, 24.4.2015 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.