25.4.2015 | 08:53
"Í Yellowstone eru heilög vé."
Þessi orð sagði bandarískur fyrirlesari á tíu ára afmælisfundi Ísor í hitteðfyrra þegar hann var að sýna fundarmönnum kort af helstu jarðvarmasvæðum Bandaríkjanna og greina frá því að reynsla og þekking Íslendinga myndi geta nýst Bandaríkjamönnum vel.
Hin fjölmörgu svæði voru sýnd með mislitum og misstórum hringjum, og voru lághitasvæðin ljósgul en háhitasvæðin með roða.
Eftir að hafa farið snögga hringferð um landið á kortinu benti bandaríski sérfræðingurinn á stóran eldrauðan hnött vestarlega í landinu og sagði: "Þetta er Yellowstone. Þar verður aldrei hróflað við neinu, því þar eru heilög vé."
Samt er þetta lang, lang öflugasta háhitasvæði Norður-Ameríku, með tíu þúsundu hverum, þar á meðal hundrað goshverum.
Þar væri hægt að reisa tugi ígilda Hellisheiðarvirkjunar og gera blá, gul, græn og rauð lón að vild og njörva allt svæðið þvers og kruss í neti í háspennulínum, gufuleiðslum, stöðvarhúsum, skiljuhúsum og virkjanavegum, auk mikilfenglegrar stíflu í Yellowston-ánni þar sem samnefndur foss yrði tekinn í nefið fyrir öfluga vatnsaflsvirkjun í nafni hins íslenska slagorðs: Við verðum að lifa á landinu og nýta það.
Þar væri líka hægt að lita gosin úr Gamla trygg (Old Faithful) í öllum regnbogans litum.
Og hægt að leggja margfaldan "landstreng" fyrir sölu rafmagns til Salt Lake City og annarra stórborga í vesturátt frá hinu stórkostlega nýtingarsvæði í Klettafjöllunum.
Allt í nafni hinnar íslensku trúarsetningar um nýtinguna, sem á okkar landi er opinberlega stillt upp í rammaáætlun sem andstæða verndunar, sem ekki er metin til krónu virði.
Þessi eina setning bandaríska sérfræðingsins fannst mér vera frétt ráðstefnunnar, "news" á ensku.
En enginn fjölmiðill hafði áhuga á því heldur var að sjálfsögðu tekið einn einu sinni gamla góða viðtalið um það hvernig við Íslendingar værum í fararbroddi á heimsvísu í "nýtingu hreinnar og endurnýjanlegrar orku" eins og hún birtist okkur á Hellisheiði og dvínandi afli og eiturgufum.
Ekki list heldur sóðaskapur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst það nú heldur léttvægt að jafna saman Yellowstone og Hellisheiði. Það er eins og að jafna eplum og appelsínum. Yellowstone með öllu sínu dýralífi, skógum og hverum og svo mosavaxin hellisheiðin, þar sem ekkert þrífst nema auðvitað mosinn sem auðvitað hefur sinn sjarma líka.
Auðvitað eigum við að nýta orkuna sem hún veitir okkur. Svo er annað mál hvernig gengið er frá hlutunum. Það hefði mátt fela þessar pípur, þær eru líti á landinu.
Jarðvarmavirkjanir í Bandaríkjunum þar sem þú ert svo gjarn að miða okkur við, framleiddu 16.792 milljón megawattstundir árið 2012 samkvæmt Wikipedia og eru 4. stærstu orkuframleiðendur af vistvænni orku þar í landi.
http://en.wikipedia.org/wiki/Geothermal_energy_in_the_United_States
Geothermal energy in the United States generated a record 16.792 million megawatt-hours in 2012, narrowly beating the previous record of 16.789 set in 1993.[1] In 2012, the United States led the world in geothermal electricity production with 3,386 megawatts (MW) of installed capacity;[2][3] the largest group of geothermal power plants in the world is located at The Geysers, a geothermal field in California.[4] The United States generates an average of 15 billion kilowatt hours of geothermal power per year, comparable to burning some 25 million barrels (4,000,000 m3) of oil or 6 million short tons of coal per year.[5] In the twelve months through April 2013, geothermal energy generated 16.9 million megawatt-hours, 0.41% of total US electricity.[1]
Geothermal power plants are largely concentrated in the western states. They are the fourth largest source of renewable electricity, after hydroelectricity, biomass, and wind power. A geothermal resource assessment shows that nine western states together have the potential to provide over 20 percent of national electricity needs.[5][6]
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 09:50
Væri Hellisheiðinn meira heillandi með trjágróðri og dýralifi? Mér kemur í hug ljóð Jóns Helgasonar; Séð hef ég skrautleg suðræn blóm......
Merkilegt viðhorf Íslendings til náttúru landins. Verða það aðeins útlendingar sem sjá fegurðina í hrjúfri auðninni sem getur verið allt í senn falleg og hrífandi ljót?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 13:03
Og vegna þess að Bandaríkjamenn, sem nýta hverja lækjarsprænu, grafa og bora um allt eftir málmum, kolum, olíu, gasi og vatni, gátu sammælst um lítinn rauðan punkt á kortinu sem ekki má snerta þá eigum við að hætta öllum áformum um nýtingu auðlinda okkar.
Tækjum við okkur Bandaríkjamenn til fyrirmyndar þá væri "rauður punktur" á Gullfossi og Geysi, restin væri frjáls til hámarks nýtingar.
Espolin (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 14:09
"Nýting auðlinda".
Vinsælt hugtak hjá einfeldningum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 14:18
Talandi um landslag og svona, ósnortna náttúru o.s.frv., að þá áttaði ég mig almennilega á fegurðinni eftir samtal við erlenda menn. Þ.e.a.s, að við vorum að tala um bara mel, snöggan lágvaxin gróður, kletta, sand sjór. Svona dæmigerður fjörður, má segja.
Þetta er fallegt sögðu útlendingarnir. Listaverk. Alveg í skýjunum. Og það sem þeir gátu horft á þetta og velt vöngum.
Málið er sko, að íslendingar eða heimamenn átta sig stundum ekki á fegurðinni. Fyrir þá er þetta bara eitthvað venjulegt.
Eftir að hafa spjallað við útlendinga, þá er eg á því að menn ættu að fara varlega með að planta trjágróðri útum allt.
Það er ekki síst trjáleysið sem útlendingum finnt heillandi.
Og þegar þeir voru búnir að segja þetta og útskýra, - þá sá ég smá saman að þetta var rétt hjá þeim.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2015 kl. 14:35
Hefði mörgum til ánægju verið settur í "stólinn" einnig mér.
Hörður Einarsson, 25.4.2015 kl. 18:59
Ps. Punkturinn hjá mér í framhaldinu er, hvort ekki sé jafnvel hægt að gera mun meira úr ferðamannabissnes á Íslandi. Þ.e.a.s. með því að selja ,,ósnortna náttúru" o.s.frv.
Þetta yrði auðvitað langtímaverkefni, verkefni sem margir kæmu að til skipulagningar, erlendir sérfræðingar og sona. Eg er ekki að segja að ég sjé með töfralausnina komplett.
En út um allt Ísland er endalaust úrval af nokkurnvegin ,,ósnortinni náttúru" sem útlendingum, frá stórbogum, finnst hellandi.
Úti um bæji á Íslandi er oft bara nokkura mínútna gangur útí ósnortna náttúru. Eða bara náttúru, þögn, frið.
Eg held það sé hægt að gera meira úr þessu, ef menn vilja það.
Það mundi líka dreifa túristum.
En svo er önnur umræða um hvort menn vilja slíkt. Svo ferðamannabissnes megi vel fara, þá verður að vera menning fyrir slíku meðal innbyggja eða heimamanna. Þ.e. þeir verða að hafa menningu sem vill þjóna útlendingum. Það er viss tækni sem þarf sem er að mörgu leiti ólík meginmenningu Íslands fyrr en þá alveg nýlega.
Tekur sennilega talsverðan tíma fyrir ferðamannaþjónustu að festa sig í sessi menningarlega meðal innbyggja.
Ef ofansagt er sirka rétt hjá mér, þá geta verið gríðaleg framtíðarverðmæti í að halda landinu sem mest ósnortnu. Gríðarleg verðmæti. Sem hugsanlega eiga eftir að stóraukast í framtíðinni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2015 kl. 19:25
Edit: ,,frá stórbogum, finnst hellandi"
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2015 kl. 19:26
Stórborgum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2015 kl. 19:27
"Litli punkturinn" sem er talað um hér að ofan var nú reyndar stór eldrauður hnöttur á korti Bandaríkjamannsins en hinir punktarnir litlir og gulir eða í mesta lagi með örlítlum roða.
Í athugun erlendra sérfræðinga sem hafa tekið saman lista yfir 100 mestu undur veraldar, þar sem ríflega 40 eru náttúrugerð, er Yellowstone ekki á lista en hins vegar er hinn eldvirki hluti Íslands eitt af sjö helstu náttúruundrum Evrópu.
Ísland er eina náttúruundrið í bók um þetta sem fær umsögnina: "Ísland er land, engu öðru landi líkt."
Samt er Yellowstone "heilög vé í Bandaríkjunum en við Íslendingar erum á kafi í því að taka öll okkar náttúruundur í nefið.
Ómar Ragnarsson, 26.4.2015 kl. 13:09
Þeir eru margir listarnir sem við finnum okkur, Íslenska náttúru og byggingar á. Við erum víst með litla spillingu, mest jafnrétti, nálægt því að vera hamingjusömust og Hallgrímskirkja er víst ein undarlegasta bygging í heimi. Eins er ekki skortur á listum þar sem ekkert er á neitt Íslenskt minnst. Menntakerfið okkar nær ekki á lista 25 bestu, bókmenntaþjóðin á enga bók í topplista heimsbókmenntanna og á einum lista er ekkert af 100 mestu undrum veraldar á Íslandi. Og þetta eru náttúrulega allt listar sem settir eru saman af erlendum sérfræðingum og hljóta því að vera marktækir.
Espolin (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.