25.4.2015 | 14:36
"Hvað hefur þjóðin gert...?"
"Hvað hefur þjóðin gert til þess að verðskulda svo voðalega bankamenn?" spyr Páll Vilhjálmsson.
Hann svarar ekki spurningunni en bendir á að neyðarlög og neyðaráætlun vegna hugsanlegs hruns bankakerfisins hafi verið til reiðu þegar Hrunið kom og að það sé samsvarandi og viðbúnaður Íslendinga þegar Þjóðverjar tóku Danmörku 9. apríl 1939.
Þar með er svo að sjá við Íslendingar og ráðamenn okkar hefðum ekkert rangt gert, heldur einingis hinir "voðalegu bankamenn."
Málið er ekki alveg svona einfalt. Nefnum nokkur dæmi.
Þegar rödd Danske bank heyrðist 2006 trúði þjóðin eða að minnsta kosti yfirgnæfandi meirihluti hennar þeim sem sögðu að hér væru á ferð "danskir öfundarmenn" og látið að því liggja að þeir þyldu ekki að gamla nýlendan væri að kaupa upp eignir í Kaupmannahöfn.
Gaman að geta blásið í glæður þjóðrembunnar við svona tækifæri.
Þjóðin trúði Hannesi Hólmsteini sem sagði að Ísland gæti orðið jafnoki stærstu fjármálamiðstöðva heims og að nauðsynlegt væri varðandi "íslenska efnahagsundrið" að "bæta í" og auka hraðann í uppsveiflunni.
Þjóðin trúði kosningaloforðunum 2007 "traust efnahagsstjórn!" og "árangur áfram - ekkert stopp!"
Þjóðin trúði því að hlutabréfin í bankabólunni myndu hækka áfram endalaust og að gengi krónunnar gæti verið áfram 30-40% hærra en nokkru sinni fyrr.
Þjóðin trúði því að það væri skynsamlegast í góðæri að fjórfalda skuldir heimilanna og fjórfalda skuldir fyrirtækjanna á örfáum árum.
Þjóðin trúði fjármálaráðherranum sem sagði á þingi vorið 2008: "Sjáið þið ekki veisluna?"
Þjóðin trúði seðlabankastjóranum sem sagði um svipað leyti að íslensku bankarnir stæðust ströngustu álagspróf.
Þjóðin trúði þeirri stjórnvisku Seðlabankastjórans sem birtist í því að það sama vor hafnaði hann boði breska Seðlabankans um að hjálpa til við að vinda ofan af bankabólunni.
Þjóðin trúði þeim ráðherra sem sagði tveimur mánuðum fyrir Hrun, að erlendur efnahagssérfræðingur, sem gagnrýndi íslenska efnahagsundrið, þyrfti að fara í endurhæfingu.
Þjóðin trúði því að þeir, sem voru gagnrýnir á íslenska efnahagsundrið bæði hér og erlendis væru úrtölumenn og kverúlantar.
Þjóðin trúði Viðskiptaráði 2007 þegar það sagði, að til Norðurlandanna þyrftum við ekkert að sækja varðandi efnahagsmál.
Þjóðin trúði því að íslenskir bankamenn væru afburða snillingar sem hefðu gerbylt lögmálum í fjármálalífinu.
Þjóðin trúði forseta sínum sem trúði því sjálfur að íslensku útrásarvíkingarnir í bankakerfinu væru jafnokar landkönnuðanna íslensku sem fundu Ameríku fyrir rúmum þúsund árum.
Þjóðin trúði því þá að það væri svo stórkostlegt að Icesave væri í sömu stöðu og útibú Lansbankans hér á landi af því að þá "kæmu peningarnir strax inn."
Þjóðin trúði því og trúir því enn hvað það hefði verið dásamlegt að 40% af kostnaðinum við að reisa Hörpuna fengust frá Hollendingum og Bretum, oft á tíðum góðgerðarsjóðum og lífeyrisþegum, sem trúðu á íslenska bankakerfið og töpuðu inneignum sínum.
Þetta erlenda fólk var talið eiga það skilið að tapa fé sínu fyrir það hvað það hefði verið trúgjarnt og fúst til að trúa fagurgalanum og spila áhættuspil með fé sitt.
Það gilti um útlendinga en ekki um okkur sjálf.
Tengingin við Hreiðar og Sigurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð samantekt Ómar. Takk fyrir. En við þetta má bæta að þjóðin virðist trúa þessu enn. Enda sömu menn á sama stað; forsetinn, prófessorar, ritstjórar, bankamenn og stjórnsýslan í höndum skilgetinna afkvæma braskaranna. Gamla Ísland í fullu fjöri og fáninn við hún. Hinsvegar hefur skúringakonum fækkað, voru samfélaginu of dýrar á lúsalaun.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 15:20
"You can't con an honest man" segir kaninn og vísar þar í hve auðvelt er að blekkja fólk með lítið siðferðisþrek bjóðist því ríkidæmi fyrir smá óheiðarleika. Dæmi sjáum við í því til dæmis að allir eru tilbúnir til að stela af breskum sveitarfélögum, dönskum lífeyrissjóðum og hollenskum sparifjáreigendum ef þeir eru settir undir sama hatt og kallaðir hrægammasjóðir. Það er eitt vinsælasta umhugsunarefni þjóðarinnar hvernig best er að hafa fé af þessum hrægömmum. Hvernig við komum eigum þeirra í okkar vasa.
Sannleikurinn er sá að það kom ekkert það fyrir okkur sem við áttum ekki fyllilega skilið og það var aðeins fyrir velvilja þeirra vinaþjóða sem við bölvum mest að ekki fór verr.
Illa upplýst, þröngsýn og heimsk, óheiðarleg og innræktuð að springa úr sjálfsáliti og stórmennskudraumum. Það erum við og montum okkur af því að vera afkomendur þjófa og nauðgara, þrælahaldara og morðingja. Að við skulum ekki roðna þegar við segjumst vera Íslendingar er kraftaverk snilldar auglýsingamennsku.
Jós.T. (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 15:39
Einmitt. Þeir sem kusu framsjalla bera náttúrulega stóra ábyrgð. En þeir eru sjálfsagt ekki hluti af ,,þjóðinni" hans páls míns.
Málið er það, að það var nákvæmlega sama própagandavitleysan í kringum þetta fjármálabrask framsóknarmanna og sjalla og gegnum allt annað þeirra brask. Þjóðrembingsbölið.
Framsjallar lúbörðu þjóðina með þjóðrembingslurk. Og forsetinn sló taktinn, gólandi eins og hálfviti útum allan heim hve íslenski stofninn væri genatískt stórkostlegur. Fólkið klappaði, - og klappar enn.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2015 kl. 16:31
Flest sú gagnrýni sem nefnd er í pistlinum á fullan rétt á sér, en þó er rétt að benda á hvað endurgreiðslur vegna Icesave varðar, að Bretar greiddu einstaklingsinnlánin upp í topp og Hollendingar greiddu þau upp að hundrað þúsund evrum. Óverulegur hluti þeirra var með hærri innstæðu. Þess vegna er rangt að segja að lífeyrisþegar hafi tapað inneignum sínum, og höfum ennfremur í huga að útlit er fyrir að allar innstæður á Icesave-reikningum verði greiddar á endanum.
Betra seint en aldrei.
Erlingur Alfreð Jónsson, 25.4.2015 kl. 17:13
Merkilegt að Ómari Ragnarssyni er meira umhugað um útlenska fjárfesta, en íslenska sparifjáreigendur. Fyrir það fyrsta, þá voru stærstu eigendur krafna í íslensku bankana, erklendir bankar, með erlenda bankastjóra sem voru greinilega ekki mikið betri en þeir íslensku.
Í öðru lagi, þá voru stærstu innistæðueigendur á Icesave reikningum, ekki einstaklingar, heldur fyrirtæki, sveitarfélög o.sv.frv, sem voru að leita að sem bestu vaxtakjörunum. Bretar sjálfir segja að þessir aðilar geti sjálfum sér um kennt, enda eru tilboð sem eru of góð til að vera sönn, of góð til að vera sönn.
í þriðja lagi, þá held ég að íslenskur almenningur hafi ekki mikið verið að velta fyrir sér hvort innlán á Icesave reikningum "kæmi strax inn"
Í fjórða lagi, þá var íslenska bankakerfið í engu frábrugðið öðrum bankakerfum, nema að það var stærra sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Það var sumsé ekki hægt að velta byrðinni á skattgreiðendur, eins og gert var í nágrannalöndum okkar. Fjöldinn allur af bönkum féll, og þeir yfirteknir af ríkjum. Frá sjónarhóli skattgreiðenda, þá var íslenska leiðin lang farsælust. En af einhverjum ástæðum, þá er krötum meinilla við, að íslenska þjóðin sé ekki endanlega í duftinu, án vonar um viðreisn. Skringileg skoðun það.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 17:30
Ef ,,hilmar" væri raunverulegur, - þá væri hann typikal dæmi um ,,þjóðina" hans páls.
Einhver framsjalla vitleysingar sem segir aldrei neitt af viti og virðist fullkomlega óupplýstur um alla hluti.
Virðist aldrei hafa lesið neitt nema eftir hádegismóann og hhg og ófær um að kynna sér mál á eigin spýtur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2015 kl. 17:54
Ég fæddist árið 1939 (frábið mér aðrar afleiðingar þess ártals). Lauk námi í Kortagerð við Geodætisk Institut í Kaupmannahöfn veturinn ´60-61.
Sá þar að ALLT var stærra & þróaðra (frá mannvirkjum & gróðri niður í skordýr) & fylltist efasendum um gildi "þjóðrembu" okkar þá.
2006 tók steininn úr ! Allir hugsandi Íslendingar sáu að Apaspil aurafýklanna (í "EINKA"bönkunum) var fegðarflan - en - studdir af ríkisstjórninni, varð fátt til bjargar. "Guð blessi Ísland" -sagði Sendiherran í Vosingtoninni! Íslandið sjálft lifir - en hvað verður um þjóðina -er óljóst ?
Kristinn Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 18:07
Já. En það er í raun þettasem fellir alltaf Ísland og íslendinga. Þjóðremban.
Að því leiti sko, að hún er notuð af hægri-öflunum.
Framsóknarmenn eru sífellt að klifa á því og fullyrða, að td. Samfylking gæti ekki þjóðarhagsmuna og oft fylgja verri ummæli.
Þetta segja þeir bara blákalt, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Og sjallar sumir taka undir auk almennra þjóðrembinga.
Er auðvitað ekki í lagi.
Þegar pólitísk öfl komast upp með að tala svona og slíkt er bara tekið gilt af mörgum, - þá er eitthvað mikið að.
Þetta fellir alltaf íslendingana almennt. Hægri-öflin og auðugasta lag samfélags notar alltaf þennan lurk á fólk í áróðursskyni.
Þjóðrembingseffektinn eyðileggur alla almennilega pólitíska umræðu og nagar málefnarætur. Þar til allt fellur um koll.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2015 kl. 19:55
Enn er Ómar ekki búinn að fyrirgefa þjóðinni fyrir að rassskella hann í kosningunum um árið þegar hann og hans framboð fékk heil 1,5% atkvæða.
Sannleikurinn er sá að þjóðin var ekkert að velta sér uppúr stöðu bankanna fyrir hrun, ekki heldur Ómar sem núna þykist hafa séð þetta allt fyrir. Þjóðin trúði því ekki neinu um bankana af því hún hafði enga skoðun á bönkunum.
Ómari blessuðum er afar mikið í mun að kröfuhafar bankanna verði ekki fyrir tjóni, og að almenningur á Íslandi verði látin gjalda fyrir verk bankabófanna. Því íslenska þjóðin mátti vita betur, betur en alþjóðleg matsfuyrirtæki, betur en bankastjórar Deutche Bank, Lehmann Brothers og allra hinna lánveitenda íslensku bankanna. Hvernig íslenskur almenningur átti að vita betur á Omar eftir að skýra nánar, væntanlega er bloggfærsla um það á leiðinni hjá honum varðandi það.
En eitt er þó víst að íslenska þjóðin hafði vit á því að kjósa ekki Ómar í kosningum á sínum tíma, það er alla vega plús í kladdan.
Bjarni (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 20:16
Þetta er nú bara klár sögufölsun.
Innbyggjar margir voru mjög spenntir fyrir bönkunum og margir litu á Sigga Einars, Bjögga og þá gaura alla sem nokkurskonar guði.
Eg man þessa tíma vel.
Þegarsvo þeir danir bentu á ofur einfaldan sannleika, - þá trylltust flestir úr þjóðrembingsofsa og danahatri, sérstaklega framsjallar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.4.2015 kl. 20:33
Kratar eiga í einhverju sadó-masó sambandi við ESB.
Þeim finnst að við Íslendingar eigum skilið sömu hirtingu skilið og t.d. Grikkir.
Þeir biðja sjálfir um að þýska stórsambandið flengi þá með hrísvendi, þar til undan blæðir. Sama undirgefni og hjá þeim kristnu sem láta krossfesta sig á Föstudeginum langa.
Málið er bara að þjóðin hefur engan áhuga á þessu afbrigðilega sambandi, hefur engan áhuga á að vera saklaus fórnalömb í blæti krata.
Almenningur á Íslandi ber enga ábyrgð á framferði einkafyrirtækja, og ber enga ábyrgð á því, hvers konar viðskiptasamböndum þessi einkafyrirtæki eiga í við erlend fyrirtæki. Hvort sem það eru bankar eða eitthvað annað. Við ætlum ekki að verða nein fórnarlömb í afbrigðilegu sambandi krata við ESB, og ætlum ekki að láta hirta okkur með flengingum og algerri uppgjöf og undirgefni við þýskt spillingarbæli.
Hilmar (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 20:40
Heyr, heyr Hilmar !
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 21:24
Koma svo Ómar - hvar er bloggfærslan um hvernig íslenska þjóðin átti að vita betur en alþjóðleg matsfyrirtæki, bankastjórar stærstu banka evrópu og ameríku sem lánuðu íslenskum bönkum. Varla ertu að þvaðra einhverja vitleysu sem þú getur svo ekki staðið á bak við?
Svo getur þú í leiðinni upplýst hvaðan peningarnir komu til að byggja Hörpun - þú virðist vita það fullkomlega. Ekki voru það peningarnir sem fóru frá Íslandi til að borga fyrir gjaldþrot XL Air og setti Eimskipaféla Íslands á hausinn, óskabarn þjóðarinnar. Ekki peningarnir sem fóru til Kaupþings frá Seðlabanka Íslands sem voru notaðir til að kaupa verðlausa pappíra af áhættusæknum erlendum fjárfestingarsjóðum. Út með það Ómar!
Bjarni (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 22:23
Hann svarar ekki spurningunni en bendir á að neyðarlög og neyðaráætlun vegna hugsanlegs hruns bankakerfisins hafi verið til reiðu þegar Hrunið kom og að það sé samsvarandi og viðbúnaður Íslendinga þegar Þjóðverjar tóku Danmörku 9. apríl 1939.
Samkvæmt thví sem ég las að mig minnir í bókinni Hrunið var thað langt frá thví að neyðaráætlunin hafi verið tilbúin og Jón Steinson og fleiri hafi meira eða minna fyrir tilviljun klárað hana eftir að hafa rekist á ráðalausan og örvinglaðan forsætisráðherrann.
Kjartan Björgvinsson (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 23:58
Sæll Ómar, góð færsla á margan hátt.
Hef hugleitt mikið aðgerðaleysi almennings þegar mikið stendur til. Tel almenning ekki heimskan. Hann skortir tilfinnalega verkfæri til að hafa áhrif sem hann hefði fengið með nýju stjórnarskránni. Tel að margir hafi verið gagnrýnir fyrir hrun og talið að hættuástand væri í vændum. Ég og margir aðrir sem ég þekki töldum fullvíst í lok árs 2007 að allt færi til fjandans, við vissum bara ekki hvenær. Því miður er eins og kjosendur missi glóruna í aðdraganda kosninga. Spurningin er ef almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslna þá muni hann skynja vald sitt og verða aktífur. Hver veit?
Gunnar Skúli Ármannsson, 26.4.2015 kl. 10:34
Mig langar að vitna í Max Keiser í sambandi við Icesave. Það var nokk á þá leið að ef maður (segjum t.d. breskur sjóður) fer í spilavíti í Las Vegas (lesist Icesave) og tapar þar stórum, þá er ekki hægt að rukka íbúa borgarinnar fyrir það.
Einfaldlega framsett af karli.
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.4.2015 kl. 10:59
Ef menn endilega vilja fara með atkvæðatölur í þau tvö skipti sem þær hafa tengst mér þá var atkvæðatala Íslandshreyfingarinnar í kosningunum 3,3% en ekki 1,5% eða um 6000 manns, svo að rétt sé farið með.
Í stjórnlagaþingkosningunum 2010 settu 24 þúsund mitt vesæla nafn á kjörseðil og Hæstiréttur bar aldrei brigður á atkvæðatölurnar í þeim kosningum, heldur á framkvæmdaatriði, sem hvergi erlendis hafa verið talin næg ástæða til að ógilda kosningar.
Ómar Ragnarsson, 26.4.2015 kl. 22:51
Hvað afstöðu mína til græðgisbólunnar 2002-2008 er af nægu að taka. Í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" þegar árið 2004 líkti ég þessum hugsunarhætti og framkvæmd hans við fylleríspartí sem gæti ekki endað með öðru en að allt í þjóðfélaginu yrði brotið og bramlað.
Þeir sem reyndu að andæfa svallinu væru nefndir úrtölumenn og leiðindapúkar.
Í þeirr bók kom fram hörð og fjölbreytt gagnrýni á efnahagsstefnuna og skammgróðafíknina sem þá fór með himinskautum.
Með áttblöðungnum "Íslands þúsund ár" sem ég gaf út 24. september 2006 gagnrýndi ég áfram siðlausri rányrkju auðlindanna gagnvart komandi kynslóðum sem fælist í stóriðju- og virkjanastefnunni, sem hryggjarstykkis í rangri efnahagslegri hegðun þjóðarinnar.
Fyrsti pistillinn á blogginu í ársbyrjun 2007 fjallaði um rányrkjuna, sem fælist í gufuaflsvirkjununum, og þessi gagnrýni mín hélt síðan áfram og gerir enn, um 9 þúsund pistlum síðar, á ýmis svið stjórnarstefnunnar, meðal annars aðvörunarorð gagnvart blindri trú á mátt uppblásinnar krónu og vaxtastigs sem væri að skapa fyrirbærið "snjóhengjuna."
Ómar Ragnarsson, 26.4.2015 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.