27.4.2015 | 11:50
Ljótur blettur á sögu okkar.
Spánarvígin svonefndu fyrir 400 árum eru einn ljótasti blettur á sögu okkar Íslendinga. Grimmdin sem sýnd var þegar Baskarnir voru hundeltir víða um Vestfirði og drepnir gaf lítið eftir grimmd vígamanna Íslamska ríkisins sem fordæmd er á okkar dögum.
Hugsunarhátturinn að baki svona verknuðum, að leyfa ótakmörkuð dráp "ef brýn nauðsyn ber til" á sér hliðstæður nú á dögum, jafnvel ótrúlega nálægt okkur sjálfum.
Vísa ég þar til bloggpistils í fyrradags um heræfingu NATO í júlí 1999 með samþykki eða jafnvel að frumkvæði íslenskra ráðamanna sem fólst í því að æfa það að F-15 þotur réðust á náttúruverndarfólk á hálendi Íslands og sölluðu það niður.
Vegna flugbanns á æfingasvæðinu lét ég hrekjast út fyrir það á meðan bannið var í gildi og upplifði því það að óttast þá lífsreynslu að horfa yfir dýrð viðerna Íslands framan í nakið ofurvald.
Baskar ekki réttdræpir á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við eigum góða að í Baskahéröðunum, en þeir kaupa mikið af saltfiski af okkur. Við verðum að halda góðum tengslum við þá.
Johann (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.