27.4.2015 | 20:47
"Þú átt að ganga, - ekki of hratt, og alls ekki í ....."
Já, nú segir Gunnar Bragi að málið sé skýrt og orðar það í einni setningu: Að Ísland sé ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki og muni smám saman hverfa af listum um umsóknarríki.
Þessi skýri skilningur utanríkisráðherrans vekur samt margar spurningar.
Hvernig er hægt að segja að Ísland sé ekki umsóknarríki þegar í sömu setningu er sagt, að það eigi eftir að taka Ísland "smám saman" af listum yfir umsóknarríki?
Ef ESB getur ráðið hraðanum varðandi það að taka okkur "smám saman" af listunum, hve hratt er þetta "smám saman"? Nokkrir dagar? Nokkur ár?
Og ef ESB getur bara sisvona tekið okkur "smám saman" af listunum, gæti ESB þá á sama hátt sett okkur "smám saman" inn á listana? Og hvers hratt gæti það gerst?
Þetta minnir mig á það þegar ég fór í ristilspeglun og fékk í hendur skriflega lýsingu á því að taka inn laxerolíu og ganga síðan á eftir.
Mér fannst þetta ekki nógu nákvæm lýsing. Hve lengi átti ég að ganga og hve hratt? Og hvað svo?
Ég lagði því til við lækninn að þetta væri orðað nákvæmara, og gerði þessa vísu að tillögu minni ap lýsingu læknisins á því hvernig ætti að laxera svo að allt væri sagt skýrt og skilmerkilega sem segja þyrfti:
Laxeringin gengur glatt
ef gætir þú að orðum mínum:
Þú átt að ganga, ekki of hratt,
og alls ekki í hægðum þínum.
En rétt eins og hjá utanríkisráðherranum vakna fleiri spurningar en svör. Hvaða hægðir er verið að tala um? Hversu hratt er "ekki of hratt"? Svona rétt eins og spurt er: Hversu hratt er "smám saman"?
Málinu lokið af hálfu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Formaður Heimssýnar, samtaka hálfvita, hann Jón Bjarnason gengur þegar það lengi í hægðum sínum að hann er löngu hættur að taka eftir því.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 21:25
Sæll, Ómar.
Þú ert að verða einn af þeim síðustu hér á landi sem virðast ekki vita af því að við erum ekki á leið í ESB. Hún Jóhanna þín þorði ekki að spyrja þjóðina þessarar spurningar. Hún fékk líka 9,8% fylgi í síðustu kosningum. Þér fer betru ýmislegt annað, Ómar, en að vera í þessu stjórnmálastússi. Settu svo hér inn þitt ágæta lag um flugvélar, frábært eins og óður þinn til Íslands, það eiga nefnilega ekki allir þennan disk þinn.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 21:46
Mér finnst það merkilegasta við framgöngu Utanríkisráðherra í ESB málinu vera það, hve hlægilega hann ber sig að á allan hátt. Ja, maður vonar allavega að hann tali ekki svona á mikilvægum diplómatískum fundum erlendis.
Án gríns, eitthvað furðulega viteysislegt tal Utanríkisráðherra.
Maður spyr sig sko, hvort Ísland sé ekki bara að verða búið að vera sem sjálfstætt ríki. Vantar alla festu og stefnu til þess að hægt sé að taka mark á íslandi sem slíku.
Það er í raun stjórnleysi. Í þeim skilningi, að landinu er beisiklí stjórnað af sérhagsmunaklíkum og það er búið að veikja svo ríkisvaldið að sérhagsmunaklíkurnar niðurlægja það hvað eftir annað sem sést best á mannvalinu sem klíkurnar settu í núverandi stjórn. Alveg skelfilegt mannval. Hver öðrum vitlausari.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2015 kl. 22:08
Seinagangur verður víst að skrifast á kafkískt regluverk þýsku Brusselmafíunnar.
Vilji Íslands er klár, en til þess að móðga ekki þýsku ESB maskínuna, þarf að senda mild bréf, jafnvel þó það séu uppsagnarbréf.
Sumsé, Ísland er búið að segja upp ESB, og ESB þarf smá tíma til að fatta, að íslenska þjóðin ætlaði aldrei að taka þátt í vegferð sem farin var af nokkrum hálfvitum á Íslandi, sem eru hrifnir af útlensku regluverki, og vildu byrja á föstu með þýskri breddu í leðurfatnaði með svipu í hönd.
Annað, hvað er annars að frétta af daglegum mótmælum þessara vitleysinga, sem ætluðu að standa á Austurvelli alveg þangað til minnihlutavilji þeirra yrði lýðræðinu sterkari?
Hvar er byltingin sem þessir bjánar boðuðu á uppáhaldsriti krata, Vísi hins Samfylkingargóðhjartaða Jóns Ásgeirs?
Hvar er nýji ESB flokkurinn?
Dó hann kannski í fæðingu?
Af hverju í andskotanum takið þið kratar svona óheyrilegan tíma til að framkvæma hótanirnar?
Eru þið kannski smituð af þessari kafkísku Brussel-pest?
Talandi um hægðir......
Hilmar (IP-tala skráð) 27.4.2015 kl. 22:26
Og forsætisráðherrann, að hann er svona líkt og öfugmælavísa.
Slíkur er fáránleikinn í kringum þessa stjórn.
Eg segi fyri minn hatt, að eg bjóst eigi við miklu, - en að það yrði svona hroðalegt óraði mig ekki fyrir.
Málið er sko, að ríkisstjórnin er svo hroðaleg. Hún gengur fram af öllum. Skiptir ekki máli hvað menn kusu síðast.
Í hverju málinu á færur öðru. Slag í slag ríður sjallaskandall og framsóknarhneiksli yfir landið og miðin. Stundum mörg á dag.
Hefur að sjálfsöðgu afleiðingar.
Þetta hefur þeim mun meiri afleiðingar fyrir stjórnarflokkanna, að þeir töluðu mikið um þjóð og þjóðarvilja fyrir bara örstuttu síðan. Þjóðin þetta og þjóðin hitt.
Svo kemur í ljós, það sem alltaf kemur í ljós með sjalla og framsókn, að þeir eru bara að vinna fyrir efsta lag samfélags.
Kemur sem sagt í ljós að aðeins efsta lag samfélags er þjóðin.
Það er mjög vandmeðfarið að ýta undir þjóðreming í pólitík. Eg segi fyrir mig, að eg var hissa á hve sjallar voru að taka mikið undir hjá framsókn.
Framsókn er orðinn ruglflokkur sem hefur engan hugmyndagrundvöll og varð lýðskrumara að bráð, - en maður hélt að sjallaflokkur hefði miklu miklu sterkari grunnstoðir og yrði ekki svo ginkeytur með að beita þjóðrembingsvopninu.
Vegna þess að það er vel vitað að þetta vopn er eiginlega eins og búmmerang. Það kemur til baka. það er vel þekkt og maður hélt að flokkur með grunnstoðir myndi alveg vita það.
Þessvegna er staða ríkisstjórnarinnar orðin slæm og vandræðaleg. Það má líka alveg greina örvæntingartón á köflum hjá ráðamönnum. Þeir vita barasta ekki neitt, virðist vera. Bulla bara eða skjálfa sem hríslur í vindi. Segja pass. Eru núll og nix. Einhver nóbodý bara.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.4.2015 kl. 23:15
Nú er utanríkisráðherra búinn að túlka þetta bréf sem öllum öðrum gekk svo illa að ná einhverri meiningu útúr. En þá gerast þau undur og stórmerki að listinn yfir umsóknarríki hefur fjölfaldast og dreift sér um allar koppagrundir. Starfsmenn ESB eru víst í óða önn að smala þeim saman til að geta strokað okkur út af þeim. Prósess sem gæti tekið daga, vikur mánuði eða einhverja áratugi. En við megum vera þess fullviss, segir utanríkisráðherra, að við erum ekki umsóknarríki þó við verðum á listum yfir umsóknarríki um ófyrirsjáanlegan aldur. Allt tal um að ríkisstjórnin geri eitthvað í málinu er því opinberlega og endanlega afgreitt og umsóknarstaða okkar ekki lengur til umræðu. Amen.
Davíð12 (IP-tala skráð) 28.4.2015 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.