Aðstæður eru misjafnar.

Eitt af því sem flækir kjaramálin er hve aðstæður fyrirtækja og launþega eru misjafnar. 

Lengi vel hefur það verið talin þumalfingursregla að launakostnaður fyrirtækja sé um 70% af veltu þeirra. En þetta er afar misjafnt. 

Misjöfn staða fyrirtækja getur líka truflað skattheimtu af þeim, samanber veiðigjöldin, en það var notað sem helsta röksemd fyrir lækkun þeirra að lítil sjávarútvegsfyrirtæki þyldu þau ekki jafn vel og stærstu fyrirtækin sem eru rekin með stórgróða, bæði vegna stórlækkunar á eldsneytisverði og lágs gengis krónunnar, sem kemur þeim til góða sem þurfa að selja vöru eða þjónustu útlendingum.

Það flækir málin líka að fyrirtækin eru ýmist einkafyrirtæki eða opinber fyrirtæki.

Reynslan sýnir, að forsvarsmenn opinberra fyrirtækja eru gjarnir á að velta launahækkunum út í verðlagið með því að hækka þjónustugjöldin, en það bitnar oftast verst á þeim sem lélegust hafa launin. Þessi varð raunin eftir hið mikla verkfall BSRB 1984. 

Núna er uppgangur á svæði Framsýnar og verið að vinna í nýjum stórframkvæmdum.

Það skapar oft mikla bjartsýni sem verður til þess að launagreiðendur vilja komast hjá því mikla bakslagi sem verkföll valda.

Sú bjartsýni getur hins vegar komið mönnum í koll, eins og kom vel í ljós við Kárahnjúkavirkjun þar sem flest helstu verktakafyrirtækin urðu gjaldþrota og sum þeirra augljóslega vegna gríðarlegra væntinga, sem ekki rættust. 


mbl.is Þrír kjarasamningar undirritaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé nú launakostnaður fyrirtækja sjötíu prósent af veltu; fyrir hvaða peninga á að kaupa vörur þegar húsnæðiskostnaður og orka hafa verið greidd?

Er þetta ekki eitthvað skrítið?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 29.4.2015 kl. 09:37

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

    • Það er fjöldi fólks sem virðist halda að miðstýringar áráttan  í atvinnulífinu sé eðlileg, en svo er ekki.
      *

    • Hún er alvarleg meinsemd sem þarf að eyða.

    Vissulega eru aðstæður fyrirtækja mismunandi og það er eðlilegt

    En það er óeðlilegt að það eitt og sér flæki kjaramálin í landinu.

    Það er eðlilegt að þau fyrirtækin sem geta, greiði hærri laun en þau sem ekki geta það. Fyrirtæki sem ekki hafa getu til að greiða eðlileg laun verða að falla út af vinnumarkaði. Það er þjóðarnauðsyn. Þau eru ekki samkeppnishæf og með því þau detti út koma önnur ný í staðin.

    Undanfarna áratugi hafa samtök atvinnurekenda reynt að láta sem þessi staðreynd sé ekki fyrir hendi og krefjast þess að gerðir verði launasamningar sem taka mið af getu lélegustufyrirtækjanna í landinu og greinum sem eiga sér ekki lífsmöguleika. Ábyrgðin er tekin frá fyrirtækjunum.

    Það kann að vera að launakostnaður í opinberum rekstri séu 70%, en hann á að vera vel fyrir neðan 20% mörkin bæði í verslun og í framleiðsluiðnaði.

    Þegar Ísland fór í EFTA  1. janúar 1970  var vinnulaunakostnaður í húsgagnaðaiðnaði milli 25 og 30% sem þótti gríðarlega hár vinnu-launakostnaður.  En hann var miklu hærri  t.d. í byggingariðnaði sem þá naut verndar og nýtur enn verndar samfélagsins.

    Á nokkrum árum komst vinnulaunakostnaður vel niður fyrir 25% í húsgagnaiðnaði.  Í sambærilegum fyrirtækjum á Norðurlöndunum var hann gjarnan um 18% og mátti ekki meiri vera.

    Í verslun er eðlilegt að vinnulaunakostnaður sé  á því bili 18 -20%. Ef launakostnaður fer upp fyrir það og aðrir rekstrarliðir eðlilegir er eitthvað að. En í sérsmíðum eða módelsmíðum var hann eðlilega hærri.

    Það er eðlilegt að það ríki samkeppni milli fyrirtækja í framleiðslu og líka um starfsfólkið. Á Reykjavíkusvæðinu hafa verðið í gangi mark-aðslaunasamningar allar götur frá 1975 sem ég veit um. En það er að sama skapi nauðsynlegt að lágmarkslaun í dagvinnu séu það há, að hægt er að framfleyta a.m.k. tveim manneskjum á slíkum launum.

    Vinnustaðasamningar Framsýnar eru örugglega við fyrirtæki í ferða-þjónustu, en byggingarmenn og menn í mannvirkjagerð eru þegar á rausnarlegum vinnustaðasamningum.

    Fyrirtæki á austurlandi urðu gjarnan gjaldþrota vegna ótímabærra íbúðabygginga sem engir höfðu áhuga á.  Það var algjörlega fyrirséð að það ástand skapaðist. Um það má kenna óábyrgum stjórnmála-mönnum  og áróðri þeirra er þeim tókst að selja fólki þá hugmynd að mjög mikil fólks fjölgun yrði á austurlandi.

    Margir af eldra fólkinu höfðu vit á því að selja gömlu húsin sín á uppsprengdu verði en unga fólkið sat eftir í allt of dýru húsnæði.

    Það er algjörlega nauðsynlegt að koma launamálum úr þeim miðstýringafasa sem þau hafa verið í áratugum saman. Bara til þess að framþróun geti haldið áfram í íslensku atvinnulífi. Það sama á við um þessar miðstýringar á launum.

    Er kalla á ýmiskonar baksamninga sem bitna á á landsbyggðarfólki vegna þess að samtök atvinnurekenda taka þátt í þeirri samningsgerð.  Það er eðlilegra að allir samningar  séu uppi á borðum og að allir viti hvernig kaupin gerast á eyrinni í kaupgjaldsmálum. 

    Uppmælingar í byggingariðnaði heldur uppi verði á íbúðum og kemur í veg fyrir eðlilegar framfarir með auknum gæðum og auknum afköstum.

     

    Kristbjörn Árnason, 29.4.2015 kl. 10:20

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband