Svo má böl bæta að benda á annað verra?

Já, víst hittir Marco Evaristti naglann á höfuðið þegar hann sakar Íslendinga um hræsni í náttúruverndarmálum. Bara fréttir undanfarinnar vitna um það og af yfirið nógu að taka.

Nú á til dæmis að mati Ólafs Arnalds, fremsta sérfræðings Norðurlanda í ástandi gróðurs og jarðvegs, sem er með Umhverfisverlaun Norðurlanda upp á það, að fara afturábak í 40 ár í meðferð á jarðvegi og gróðri landsins með því að rjúfa friðun Almenninga. þjó

Nú stefnir í að sú þjóðarskömm eigi að líðast áfram að láta viðkvæmar náttúruperlur stórskemmast vegna þess að þverpólitísk samstaða virðist um að læra ekkert af öðrum þjóðum í þeim efnum og samþykkja engin úrræði, sem duga. 

Að ekki sé talað um stærstu mögulegu umhverfisspjöll og neikvæð óafturkræf umhverfisáhrif, sem möguleg eru hér á landi, sem framkvæmd voru í Kárahnjúkavirkjun, og þann einbeitta brotavilja í hernaðinum gegn landinu að tvöfalda núverandi rafmagnsframleiðslu, sem þó skapar þegar fimm sinnum meir raforku en við þurfum sjálf til eigin nota heimila og íslenskra fyrirtækja. 

Fyrir liggja áform um net virkjanamannvirkja allt frá Reykjanestá um Suðurland og Suðurhálendið og norður um hálendið gervallt allt til Leirhnjúks-Gjástykkissvæðisins. 

Afsakanir erlendra listamanna á framferði sínu gagnvart íslenskri náttúru eru samt sem áður aumkunarverðar og að engu hafandi. 

 


mbl.is Sakar Íslendinga um hræsni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

malar gull áfram til nýrra kaupenda. Alveg á sama máta erum við komnir með líflegan (en samt nokkuö frumstæðan enþá) ferðamanna iðnað.Framundan eru tölverðar framkvæmdir við að undirbyggja ferðamannastaðitil þess að þeir þoli álagið af fjöldanum og einnig til þess að fjölga þeim stöðum sem nýta má. Ef til vill þarf sumstaðar að gera göngustíga og jafnvel vegi í gegnum hraun.llt er þetta samt til þess að bæta okkar eigin hag ,fólksins í landinu. Í fyrra fundust umerki þar sem "listamaður" hafði skrifað orð á landsslagið og einn landi okkar fór á listsyningu erlendis og þar voru á veggjum myndir af þessum gjörningi.Og nú síðast var lit hellt í goskver sem er eitt af mestu "actraktsjónum" ferðamanna.Þér finnst þetta vera í besta lagi vegna þess að við sjálfir höfum gert hitt og þetta miður gott.Til dæmis hafðir þú sjálfur eins listrænn og þú ert gert margar tilraunir við að spóla upp gíga í viðkvæmum mosa. Ja hvað má ekki fyrir listina. Þú skrifar stundum um aðdáum þína á þjóðgörðum í Bandaríkjunum og virðist þekkja vel til. Gætir þú ekki athugað hver viðurlög væru ef einhver listamaður helti matarlit eða einhverju öðru í Old faithfull?

Snorri Hansson, 30.4.2015 kl. 03:31

2 Smámynd: Snorri Hansson

Fyrirgefðu Ómar svona átti þetta að vera hjá mér:

Þessi þjóð eins og allar aðrar nýtir auðlindir landssins. Þú att eftir vill erfitt með að skilja að það gerum við til þess að afla gjaldeyris frá öðrum þjóðum. Það er svo skrítið að jafnvel þótt við værum með sama gjaldeyri og viðskiptaþjóðin þá er nauðsinlegt að fá gjaldeyrir frá þeim. Við seljum þeim fisk,rafmagn,vinnuafl,tæknivörur,tónlist,kvikmyndir Erlendir sem innlendir framleiðendur sem nýta okkar rafmagn og aðra aðstöðu greiða fyrir það og önnur gjöld í  erlendum gjaldeyri. Sem síðan er notaður til þess að fjármagna allar okkar þarfir. Sniðugt ekki satt Ómar! Eitt það skinsamasta sem við höfum gert er að framleiða rafmagn með fallandi vatni á völdum stöðum. Það frábæra við fallorkuna er að eftir að orkuverið er komið í gang þá getur það gengið jafnvel í árhundruð með litlu viðhaldi. Þannig að jafnvel þótt markaður fyrir til dæmis ál detti uppfyrir. Þá er orkuverið í fullu gyldi og malar gull áfram til nýrra kaupenda. Alveg á sama máta erum við komnir með líflegan (en samt nokku ö frumstæðan en þá) ferðamanna iðnað. Framundan eru tölverðar framkvæmdir við að undirbyggja ferðamannastaði til þess að þeir þoli álagið af fjöldanum og einnig til þess að fjölga þeim stöðum sem nýta má. Ef til vill þarf sumstaðar að gera göngustíga og jafnvel vegi í gegnum hraun. Allt er þetta samt til þess að bæta okkar eigin hag ,fólksins í landinu. Í fyrra fundust ummerki þar sem "listamaður" hafði skrifað orð á landsslagið og einn landi okkar fór á listsýningu erlendis og þar voru á veggjum myndir af þessum gjörningi. Og nú síðast var lit hellt í goskver sem er eitt af mestu "aðdráttarafl" ferðamana. Þér finnst þetta vera í besta lagi vegna þess að við sjálfir höfum gert hitt og þetta miður gott. Til dæmis hafðir þú sjálfur eins listrænn og þú ert gert margar tilraunir við að spóla upp gíga í viðkvæmum mosa. Ja hvað má ekki fyrir listina. Þú skrifar stundum um aðdáum þína á þjóðgörðum í Bandaríkjunum og virðist þekkja vel til. Gætir þú ekki athugað hver viðurlög væru ef einhver listamaður helti matarlit eða einhverju öðru í Old faithful?

Snorri Hansson, 30.4.2015 kl. 03:35

3 identicon

Mér finnst nú að maðurinn hefði getað nálgast þetta á annan hátt, - það er ekkert sem segir absolút að hann hefði ekki fengið leyfi fyrir þessu.
Gjörningurinn var skaðlaus, en ekki vildi ég hafa 1000 svona "listamenn" á vappi um náttúruna....

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.4.2015 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband