Líkindareikningur um tölu látinna?

Þannig vill til að mér áskotnaðist vitneskja um það fyrir tíu dögum að eftir ellefu daga verkfall væri kominn 2000 manna biðlisti í ómskoðanir hjá LSH. 

Hugsanlega er talan eftir tvöfalt lengra verkfall komin í 3-4000 þúsund og fyrir liggur að taka mun marga mánuði að eyða biðlistanum stóra og vonda. 

Í tilfelli sem ég þekki til er um að ræða nauðsynlega skoðun á 3-4 mánaða fresti til að fá fullvissu um hvort bólga á mjög óaðgengilegum stað í nýra geti verið illkynja.

Viðkomandi sjúklingur er í áhættuhópi þeirra sem áratugum saman unnu í reykjarkófi og á á hættu að fá krabbamein af þeim völdum. Fiá slíkur maður krabbamein í nýru, eru taldar eru 80% líkur á því að það sé af völdum reykinganna.

Umræddur sjúklingur hefur misst nokkra af bestu vinum sínum um aldur fram af þessum sökum og hefur þess vegna heyrt um þessa tölu.

Sem sagt: Það er ekki að ástæðulausu sem við svona ómskoðanir eru gerðar kröfur um lágmarkstíma á milli skoðana. Þetta er skilgreint sem "semi-akút" tilfelli, eða bráðatilfelli að hluta til.  

Nú ættu þegar að vera fyrirliggjandi tölur um áhættuna sem tekin er með því að virða lágmarksfrestinn á skoðunum að vettugi og þá erum við komin í skuggalegan líkindareikning, vegna þess hve sjúklingatalan er há og vegna þess að í sumum tilfellum getur tíminn milli skoðana þrefaldast eða jafnvell meira.

Telja má það rökstuddan grun vegna fjöldans og tímalengdarinnar að um sé að ræða líkindareikning um tölu látinna.

Og hver er hún þá? Einn, tveir, þrír, fjórir eða jafnvel fleiri?

Einn er einum of mikið. Ef talan er núll ætti ekki að vera ástæða til að hafa frestinn á milli skoðana í þeirri lengd sem hann er.

Deiluaðilar í málinu eru tveir: Launagreiðandi og launþegi. Launagreiðandi er þjóðin. Málið varðar því almannahagsmuni og líkindareikninginn þarf að framkvæma og upplýsa um niðurstöðuna. Öll gögn ættu að vera til. 

Hefur enginn áhuga á því? Er öllum andskotans sama um það hvort verið sé að spila rússneska rúllettu um líf og heilsu fjölda fólks?

Eða hugsa allir á biðlistunum það sama, líka sá, sem hugsanlega tapar á endanum í rúllettunni? Eitthvað á þessa leið: Líkindin á að ég tapi í þessari rúllettu eru svo lítil út af fyrir sig að ég nenni ekki að vera að spekúlera í þessu. Þetta kemur fyrir einhvern annan en mig.

   


mbl.is Erum að koma á þolmörkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grátkór andstæðinga verkfalla, verkafólks, stækkar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2015 kl. 11:52

2 identicon

Sæll Ómar.

Fóru læknar ekki í verkfall. Hvar var líkindareikningurinn þá?

Eða höfum við annars vegar eitthvert sjálftökuliði er kemur
að launamálum og hins vegar afgangsstærðirnar.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.4.2015 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband