Hver eru hlutföllin í nágrannalöndunum?

Ísland er hluti af sameiginlegum evrópskum vinnumarkaði. Í fróðlegu viðtali í Spegli Ríkisútvarpsins í gær var rætt við Dana, sem telst vel kunnugur kjaramálum þar í landi, um það hvernig kjaramálum væri háttað í Danmörku. 

Þar hefur allt verið í föstum skorðum og engin stór verkföll í 17 ár. Á vinnumarkaðnum eru fyrst gerðir kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði og síðan fylgja launþegar hjá ríkinu eftir í samræmi við niðurstöðuna á almenna markaðnum.

Hér er hins vegar komin til skjalanna alger upplausn á vinnumarkaðnum og stórhættuleg ringulreið.

Hvernig væri nú að settir væru í það menn sem könnuðu hlutföllin á milli starfsgreina í nágrannalöndunum og fyndu til dæmis út, hvað langskólanám gefur fólki þar umfram þá sem styttra nám hafa að baki?

Og að við reyndum að læra eitthvað af reynslu annarra þjóða?  

 


mbl.is Meðaldagvinnulaun frá 406 - 536 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski ætti að byrja á því að kanna, hvort vinstriflokkar í nágrannalöndum reyndu að fella sitjandi ríkisstjórnir með því að skapa óróa, glundroða og óánægju meðal almennings?

Mér finnst reyndar ólíklegt að menn kæmust að því, að vinstriflokkar í nágrannaríkjunum séu jafn óábyrgir og andstyggilegir og þeir íslensku.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 17:06

2 identicon

 ....með því að skapa óróa, glundroða og óánægju meðal almennings?

Hættu að bulla, Hilmar. Væri jafnvel til með að borga þér fyrir það.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 17:16

3 identicon

Þegar laun á Íslandi eru orðin sambærileg og á hinum Norðurlöndunum verður hægt að hafa sama hátt á og þar. En það gengur auðvitað ekki þegar þeir best settu eru búnir að skammta sér miklu meiri hækkanir en almenningi er boðið.

Almenningur sættir sig heldur ekki við allar tilfærslur fjár ríkisstjórnarinnar frá hinum verr settu til hinna best settu. Allt er þetta sama merkinu brennt hvort sem um er að ræða auðlegðarskatt, hátekjuskatt, annan tekjuskatt eða matarskatt. Jafnvel í hækkun lífeyristekna frá Tryggingarstofnun voru hinir verr settu undanskildir.

Ef hin Norðurlöndin hefðu verið höfð sem fyrirmynd hefði hátekjuskatturinn ekki verið afnuminn heldur þvert á móti hefðu einu eða tveimur skattþrepum verið bætt við. Sama á við um auðlegðarskattinn.

Þegar stjórnvöld á Íslandi hætta að líta á ríkissjóð sem gróðalind fyrir útvalda og fara að stjórna af sanngirni, eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, má fara að búast við friði á vinnumarkaði, varla fyrr.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 17:31

4 identicon

Þetta með peninginn sem þú værir tilbúinn að greiða mér Haukur, væri hann tekinn úr þeim sjóðum hrægammasjóðana, sem ætlað er til þess að fella ríkisstjórnina, svo þægilegri vinstrimenn geti komist aftur að völdum?

Við vitum náttúrulega, að hrægammarnir vilja frekar Árna Pál en Sigmund Davíð, og að þeir eru tilbúnir til að borga fyrir það. Hvaða hrægammur vill ekki hafa Árna Pál innanbúðar í ríkisstjórn, til að setja Árna Páls lög til höfuðs þjóðinni?

Við skulum vona að þessum samstarfsaðilum, Así, Samfylkingu, hrægammasjóðum og Jóni Ásgeiri, takist ekki að fella sitjandi ríkisstjórn. Við skulum vona að þjóðin sé greindari en svo.

Og sem svar Haukur minn, nei, ég hef ekki áhuga á blóðpeningum fyrir sannfæringu.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 19:16

5 identicon

Hilmar,

Hvaða steypa var þetta..foot-in-mouth

Arnar H. (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband