12.5.2015 | 15:45
Fjöldi stórfossa er á aftökulistanum.
Ýmsum hnykkir við þegar sagt er að virkjanasóknin í hernaðinum gegn landinu í formi tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sé á við það að tilkynnt væri að taka ætti virkjun Gullfoss á dagskrá.
En það er ekki út í hött að taka slíka samlíkingu.
Alveg fram á þennan vetur var á dagskrá hjá Orkustofnun svonefnd Helmingsvirkjun sem er dulnefni fyrir Dettifossvirkjun.
Svo vel vildi til að í stað þeirra marka Vatnajökulsþjóðgarðar sem sýnd eru á korti og hefði sett virkjanamannvirkin utan þjóðgarðsins, þar á meðal sjö kílómetra langa stíflu, voru mörkin á þessum stað íraun sett austar, þannig að mannvirkin hefðu lent inni í þjóðgarðinum.
Orkustofnun féll frá því að skoða frekar þennan virkjanakost, að minnsta kosti í bili, en þrýstingurinn á gerð hennar er hinn sami og áður.
Það er líka til áætlun um virkjun Hvítár í nágrenni Gullfoss og ekki má gleyma stanslausum þrýstingi virkjanasinna á farið verði í Norðlingaölduveitu, sem er dulnefni fyrir Þjórsárfossavirkjun, því að með henni er tekið vatn af þremur stórfossum ofarlega í Þjórsá, og eru tveir þeirra á stærð við Gullfoss, og er annar þeirra, Dynkur, flottari en Gullfoss ef eitthvað er.
Ramminn ekki af dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Engar áhyggjur Ómar. Þessi vesæla (elendige) ríkistjórn verður farin til fjandans áður en tvö ár eru liðin.
Hakur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.5.2015 kl. 17:00
Fyrst verða innlendir að uppgötva perlurnar, eftir á koma ferðamennirnir þegar aðgengi er sómasamlegt. Fossarnir í Þjórsá fyrir ofan Búrfell eru ekki í alfaraleið og talsvert þarf að hafa fyrir því að komast að þeim. Fyrir marga er það galdurinn, eins gott að hann verður ekki aftekinn með malbikaðri braut og útsýnispalli.
Fallegustu fossarnir eru margir í ám sem renna í Þjórsá. Háifoss, Gjáin og Hölknárfoss eða Slæðufoss. Hann er á móti Ófærutanga þar sem fjallamenn Gnúpverja alsælir reistu sér kofa. Umhverfið við Hjálparfoss er ekki jafn dulmagnaður, en áhugavert malbiksfólki sem vill ekki fara langt frá bílunum.
Fossarnir í neðri hluta Þjórsár fara brátt að framleiða straum. Ásættanlegt ef raforkan verður ekki seld á útsölu. Óþolandi er að allt sé stöðvaða og menn taki pokann sinn og fari aftur til Noregs. Menn verða svo leiðir á skóginum þar þegar hann er allstaðar nálægður.
Sigurður Antonsson, 12.5.2015 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.