Af hverju að útrýma orðinu "áfangi"?

Orðið áfangi hélt ég að væri fallegt íslenskt orð sem hefur verið notað öldum saman. "Áfangar", fleirtala orðsins, hélt ég líka að væri fallegt og að engum myndi detta í hug að skipta um heiti á frægasta ljóði Jóns Helgasonar og kalla það "Leggir". 

En nú bregður svo við að í hverri fréttinni af fætur annari hér á mbl.is er búið að leggja þetta íslenska orð af og notað enska orðið "leg" í staðinn. 

Nú ætla menn að fljúga frá Reykjavík til Skotlands og til baka aftur í fjórum leggjum. 

Ekki fjórum áföngum. Nei, fjórum leggjum.

Allir leggirnir fallegir, jafnvel fallegri en leggir Marlene Dietrich sem þótti vera fótafegurst kona heims hér um árið.  

Orðið áfangi heldur enn velli í hugtakinu áfanga í skólanámi. Nú hlýtur það heiti á fyrirbærinu að mega að fara vara sig. 

Svona gamaldags íslenskt orð er líklega orðið svo hallærislegt ásamt svo mörgum íslenskum heitum að næsta skrefið verður að finna flott enskt orð yfir áfanga í skólanámi.

Eða að finna eitthvað tvöfalt lengra íslenskt orð, samanber það að búið er að drekkja orðinu skipverji. Áhafnarmeðlimur skal það vera. 


mbl.is Landsýn nánast alla leiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha, ha, ha...............

Enginn fær stöðvað tímans þunga nið og íslenskan á örugglega eftir að taka beytingum. En ég er alveg sammála þér að við verðum að sporna við til að varðveita það ástkæla ylhýra.

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 01:04

2 identicon

Furðumikill fyrirvari á flughæð og skyggni, „...ef að sé...", vantar bara ef til vill og kannski.

Aðalsteinn Geirsson (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband