16.5.2015 | 11:14
Jarðhitaskólinn og nattura.is líka tilnefnd, er það ekki?
Stundum þarf að lesa hvert einasta orð frétta til enda til þess að hægt sé að segja að atriði hennar liggi fyrir.
Oftast les fólk fyrirsögnina og ekkert meira, og í tengdri frétt er eins og að hún snúist eingöngu um það að Orkuveita Reykjavíkur sé af Íslendinga hálfu tilnefnd til verðlaunanna.
Það er að sjálfsögðu mat frétta- og blaðamanna hvert sé fréttagildi einstakra mála eins og tilnefninga til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.
Eini Íslendingurinn sem hefur fengið þessi verðlaun er Ólafur Arnalds en aldrei er á það minnst. Getur ástæða þess verið sú, að Ólafur stundaði brautryðjendarannsóknir á gróðurfari landsins, sem leiddi í ljós hve skelfileg meðferð okkar á því er?
Til þess að komast hjá því að þetta yrði þekkt á alþjóðavísu laug Umhverfisráðuneytið því til fyrir um 15 árum í útttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu þjóða í umhverismálum, að engar upplýsingar væru handbærar um ástand jarðvegs og gróðurs á Íslandi!
Ólafur og stórmerkilegt starf hans er greinilega illa séð hér á landi og kannski ekki síður núna, þegar hann hefur kveðið upp úr með það endurnýjaða beit á Almenningum fyrir norðan Þórsmörk, að með því sé stigið skref 40 ár afturábak í meðferð okkar á landinu.
Orkuveitan tilnefnd til umhverfisverðlauna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.