16.5.2015 | 11:58
Nýjustu tölur úr Laugardalshöll: 14:1 !
Hér eru nýjustu tölur úr Laugardalshöll: 14:1 !
Talan 14 kom fram í máli Helgu Árnadóttur, sem hún flutti fyrir hönd ferðaþjónustunnar nú rétt í þessu á málþingi Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands um hálendið í ráðstefnusal Laugardalshallar.
Hún upplýsir að nú starfi 14 prósent vinnuafls beint við ferðaþjónustuna hér á landi og að ferðaþjónustan hafi nær ein og óstudd staðið undir fjölgun starfa og minnkandi atvinnuleysi undanfarin ár.
Til samanburðar má nefna að aðeins tæpt eitt prósent vinnuafls landsmanna starfar í álverunum.
Sem sagt: Staðan er ekki 14:2 eins og hér um árið í Idrætsparken, heldur 14:1 !
Og jafnvel þótt öllum náttúruverðmætum Íslands verði fórnað fyrir álver verður tala þeirra sem vinna í þeim aldrei hærri en 2%.
Talsmönnum stóriðjunnar er tamt að tína til svonefnd "afleidd" eða "tengd" störf og tosa með því tölunni úr 1% upp í 4% og þar með framtíðardraumatölunni 2% upp í 8%.
En með sama hætti getur ferðaþjónustan margfaldað sína tölu úr 14% upp í 56% !
Veitti verðlaun á Bessastöðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ferðaþjónustan er framtíðin, en ekki verksmiðju vinna við framleiðslu á kísilmálmi, ekki einu sinni á sólar-kísilmálmi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 16.5.2015 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.