16.5.2015 | 17:40
Einn af mörgum eftirminnilegum bekkjarbræðrum Í Lindó.
Seinna í þessum mánuði mun fólk sem útskrifaðist úr Gagnfræðaskólanum við Lindargötu 1955 hittast í Reykjavík og minnast þess að 60 ár eru síðan það varð gagnfræðingar.
Sum af þessum bekkjarsystkinum mínum hef ég ekki hitt í áratugi, og Haukur Dór Sturluson er í þeim hópi.
A-bekkurinn á þessum tíma var aðeins saman í skólanum í tvo vetur en samt er hann enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og maður hefur þekkt alla í bekknum með nafni síðan, því að hann var skipaður alveg óvenjulega litríkum unglingum.
Strax á þeim tíma var ljóst að mörg af bekkjarsystkinunum myndu setja svip á samtíma sinn og þetta kom strax fram hjá Hauki Dóri, sem fór inn á braut listagyðjunnar eins og Jens Kristleifsson, sem líka var í bekknum.
Sumir eru horfnir yfir móðuna miklu eins og Róska, Jóhanna Þráinsdóttir þýðandi og Gunnar Eyþórsson fréttamaður, sem var æskuvinur minn frá fimm ára aldri.
Þrír verðandi fréttamenn hjá RUV síðar meir í lífinu voru í þessum bekk, Gunnar, Margrét Jónsdóttir og ég og að sjálfsögðu hófst blaðamennskan með útgáfu blaðs sem hét "Halastjarnan."
Minningin lifir um einstaklega gefandi ár í litla skólanum okkar á einhverjum skemmtilegasta tímanum í lífi flestra.
Því er það tilhlökkunarefni að hitta þá sem sjá sér fært að koma í vinafagnað til að svífa á vængjum minninganna.
Vágestur sem snertir alla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.