Viðkvæmir strengir snertir í Eurovision.

Eftir því sem þátttökuþjóðum í Eurovision hefur fjölgað hafa líkurnar á því að í einstökum lögum séu snertir viðkvæmir strengir. 

Um gengi þeirra og mat á þeim gildir að oft hafa tímasetningin og aðstæður í álfunni mikil áhrif á það. 

Þannig er nokkuð víst að rússneska lagið núna, með sínu friðaryfirbragði, hefði fallið í góðan jarðveg fyrir nokkrum árum. 

Og auðvitað er æskilegast að fólk skilji á milli keppninnar og stjórnmálaástands í álfunni og meti hvert lag eftir eigin verðleikum. 

En tvísýnt er um slíkt varðandi rússneska lagið nú. Átökin í Úkraínu gætu haft neikvæð áhrif á gildi þess í hugum innhringjenda og dómnefnda og væri það miður, en lítið við því að gera. 

Dæmi um lag sem varð á sínum tíma jafn vinsælt beggja vegna víglínu í stórstríði var lagið Lili Marlene sem heillaði alla, hvar sem þeir voru staddir í djöfulskap og manndrápum þess stríðs.

En texti lagsins gaf ekki tilefni til þess að efast um einlægni hans eða leiða hugann beint að manndrápum og ófriði.

35 árum eftir lok stríðsins stóð þýska lagið "Ein bishen frieden" uppi sem sigurvegari.

Ef Eurovisionkeppni hefði verið á dagskrá vorið 1946 hefði slíkt augljóslega verið útilokað vegna þeirra óskaplegu og fjölbreytilegu tilfinninga sem það hefði vakið.

Sigurlagið í fyrra leiddi athygli að málefnum hinsegin fólks í Evrópu.

Og lag Pollapönks fjallaði um nauðsyn þess að víkja burt fordómum.  

Enn eru í minni hinar hroðalegu myndir, sem bárust út um heimsbyggðina af skelfilegri meðferð á munaðarlausum börnum í Rúmeníu fyrir aldarfjórðungi eftir fall harðstjórans Cheauseskus.

Á það minnir framlag Rúmeníu nú og framlag Finna leiðir fram hugleiðingar um verðleika þroskaheftra.   

 


mbl.is Börnin sem urðu eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nicolae Ceausescu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 12:34

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er búinn að ákveða hvernig úrslitin verða í júróvision cool
1. Ástralía, 2. Ítalía. 3. Noregur, 4. Rússland, 5. Svíþjóð, 6. Ísland

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.5.2015 kl. 13:34

3 identicon

Það eru allir verðugir.

Og fordómar eru að mínu mati versta böl mannkynsins.

Hvort heldur sem er á milli tveggja persóna og tveggja þjóða.

Og allt þar á milli.

Svo þegar við finnum annað líf en er hér á Jörðinni.

Þá verða helv..... fordómarnir örugglega þrándur í götu.

kv. Bjössi

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 17:06

4 identicon

En færslan þín snérist náttúruleg fyrst og fremst um Eurovision.

Sem er frábær skemmtun.

Áfram Ísland, allavega upp í úrslitin.

Fullt af fínum lögum í ár

 :)

Björn Jóhann Guðjohnsen (IP-tala skráð) 17.5.2015 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband