Nýjar ógnir með nýrri tækni.

"Enginn stöðvar tímans þunga nið..." er sungið í laginu "Sjá dagar koma." Og enginn virðist heldur getað minnkað hraða tækniframfaranna á öllum sviðum, einkum hvað snertir sífelldrar útþenslsu á notkun tölva og tölvukerfa. 

Af sjálfu leiðir, að eftir því sem möguleikarnir á sjálfvirkni og notkun tölva stóraukast fjölgar líka möguleikunum á bilunum og því að þrjótar og glæpamenn komist inn í kerfin til að gera mikinn óskunda. 

Einnig valda togstreita, gróðafíkn og átakastjórnmál því að sótt er inn í tölvukerfin út og suður og raunar virðist slíkt frekar fara vaxandi heldur en hitt. 

Og lítið virðist við þessu að gera, - enginn stöðvar víst tímans þunga nið og verður því að taka þennan slag eins og svo margan annan. 


mbl.is Tölvuþrjótur breytti flugleið vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband