Athyglisverð spurning: Hvað heitir þú?

Atvikið við Þórsgötu er um margt athyglisvert. Lögreglumaðurinn er á almannafæri og almenningi er heimilt að taka myndir á slíkum vettvangi.

Þegar Halldór Bragason heldur fram rétti sínum gerir lögreglumaðurinn sig líklegan til að gera myndavél hans upptæka á staðnum en Halldór verst þeirri aðför og löggan hikar.

Þá á hún eitt tromp á hendi, að spyrja Halldór nafns. Þetta kemur hjá honum eins og róbót sé að störfum.

Þarna á hann nefnilega möguleika á að handtaka Halldór fyrir að segja ekki til nafns og færa til fangelsis.

Ha?

Jú. 

Því ef Halldór neitar hefur lögreglan hingað til talið sér heimilt í slíkum tilfellum að handtaka viðkomandi, setja hann í fangelsi og halda honum þar, jafnvel svo dögum skiptir.

Það gegnir furðu í ljósi þess að í skjól nafnleyndar neyta ýmsir færis á að fara með svívirðingum meiðyrðum og lygum um aðra í netheimum. 

Þetta leiðir hugann að atviki varðandi skylduna um að segja til nafns, sem ég hef áður sagt frá hér á síðunni en tek upp aftur í tengslum við þetta mál: 

Fyrir allmörgum árum gerðist það að öll skilríki eins vinar míns brunnu í eldsvoða. Þegar hann ætlaði að endurnýja þau kom í ljós að hann hafði verið skráður þannig úr heimilisfestu í heimabyggð sinni nokkru áður, að það jafngilti því að hann væri ekki lengur á þjóðskrá og því sama sem dauður.

Var hann ósáttur við það þegar svo virtist sem engin leið væri fyrir hann að fá sér að nýju ökuskírteini og önnur nauðsynleg skilríki hvers Íslendings.

Íslendingum hafði fækkað um einn í bókhaldinu, sem samt var nú þessi dauði enn sprelllifandi og það á Íslandi.  

Þegar lögreglumaður í Reykjavík spurði hann síðan að nafni vegna meints umferðalagabrots, sem vinur minn harðneitaði að hafa framið, neitaði vinur minn að svara og gerði það í mótmælaskyni við það að geta ekki verið lengur á þjóðskrá og þar með með gilt ökuskírteini og önnur skilrík handbær.

Var hann þá settur í fangelsi og sat þar í viku, því að hann stóð fast á sínu og sagði ekki til nafns.

Svona langt getur nú þetta ákvæði leitt um skyldu til að segja til nafns.   


mbl.is Lögreglan biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband