19.5.2015 | 21:52
Finnska lagið var bara ekki nógu gott?
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er söngvakeppni eins og nafnið bendir til. Spurningin er; Hvað er lagið gott? Og þá er textinn hluti af laginu að sjálfsögðu.
Í fyrra fannst mér hollenska lagið best. Það lifir líka eftir keppnina.
En austurríski sigurvegarinn vakti mesta athygli og boðskapur hans var athyglisverður.
Nú var boðskapur finnsku pönkaranna afar mikilvægur og snart mig, ekkert síður en Reynir Pétur gerði það fyrir réttum 30 árum áður en landsmenn höfðu hugmynd um tilvist hans.
En mér fannst lagið, sem Finnarnir fluttu, einfaldlega ekki nógu gott og finnst að þeir hefðu átt skilið að fá að flytja betra lag.
Efst á listanum hjá mér að svo komnu eru því lög Ítala, Ástrala og Rússa. Og vonandi kemst María áfram á fimmtudaginn.
Hvorug Norðurlandaþjóðin áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar!
Ætli hitt sé ekki sönnu nær að
menn hafi sammælst um að það væri meira en nóg
fyrir Finnana að hafa þó fengið að taka þátt í þessu
svona til að fullnægja einhverju lágmarks réttlæti
en á endanum skyldu þeir að sjálfsögðu út svo skáeygðir
trufluðu þeir nú ekki elítuna þegar keppnin sjálf fer fram
og þykjustunni er lokið.
Húsari. (IP-tala skráð) 19.5.2015 kl. 23:29
Þessi keppni er orðin vettvangur fyrir lélega, falska og kakafóníska tónlist, helst austurevrópska nauðgunarþjóðernissöngva,sem þeim þykir svo vænt um sem sluppu undan kommúnismanum sem þeir úrkynjuðu áður en þeir hoppuðu beint yfir í hóruhúsakapítalismann með skellidiskói og glimmeri. Tónlistin er því miður fórnarlamb hinna pólitísku hamfara Evrópu.
Klappliðið eru svo nýr frelsaður minnihluti: Hinir vel girtu karlmenn, sem koma tveir og tveir - á leðurbuxum (ég er að reyna að vera pólitískt kórréttur) með fána og augnskugga. Þeir sem heima sitja, eða eru ekki komnir út úr skápnum, hamast svo á símanum og kjósa með hormónunum og þjóðernisrembingi - en greinilega ekki um tónlistina. Arfbótastefna þessa klappliðs útrýmdi svo finnska framlaginu í gasi sjálfselsku sinnar. Þetta lið er svo umburðarlynt að það tekur engu tali. Gleðigöngusjálfselskan á útopnu.
Íslenska lagið er nú líka svo lélegt, að það hlýtur að komast í gegnum nálarauga smekkleysu þeirrar sem Eurovision hefur lengst af verið. Áfram Ísland! Syngið falskt, styttið kjólinn og sýnið brjóstin. Þeir elska það í Úkraínu.
FORNLEIFUR, 20.5.2015 kl. 05:54
Enda ertu "Forn..leifur"
Már Elíson, 20.5.2015 kl. 14:12
Sæll Ómar.
Sé að moldunin hefur mistekist hjá þér
því hér skrifar Fornleifur athyglisverðar
hugleiðingar sínar.
Held þó ásamt skörpum athugasemdum Fornleifs
hafi atfylgi dómnefnda að greiða framlagi Finnlands
ekkert atkvæði þurft að koma til.
Lof sé dómnefndum fyrir að hunza vilja almennings
um Evrópu alla og að taka af okkur þann kross að
þurfa að líta þessa mongólsku idjóta jafnvel
á verðlaunapalli.
Lagið er ágætt og gefur ekkert eftir því besta hjá
Kuklinu á sínum tíma.
Húsari. (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.