20.5.2015 | 19:28
Skammsýnin og "skómigustefnan" í öndvegi.
Er ekki nöturlegt að svokallaðir "frumstæðir þjóðflokkar" indíána í Ameríku skyldu hafa öldum og jafnvel árþúsundum saman hafa lifað eftir kröfunni um sjálfbæra þróun, löngu áður en þjóðir heims undirrituðu svonefndan Ríó-sáttmála um þetta efni.
Munurinn á indíánunum til forna og þjóðarleiðtogunum 1992 var hins vegar sá að indíánarnir fóru eftir sínum kröfum og farnaðist vel, en þjóðir heims hafa hafa hins vegar í meginatriðum látið rányrkju og skammsýni ráða för á leið til ófarnaðarins, sem blasir við með sama áframhaldi.
Síðan Norðmenn gerðust olíuframleiðsluþjóð hafa margir hrósað þeim fyrir þá framsýni að leggja hluta olíuauðsins í sérstakan sjóð sem gæti gagnast kynslóðum framtíðarinnar þegar olían hefur verið kláruð.
Þrátt fyrir stærð þessa sjóðs hefur þó blasað við frá upphafi að hann er ekki nema brot af þeim fjárhæðum, sem allar framtíðarkynslóðir landsins munu tapa eftir að olíutekjurnar eru horfnar. Sú ætlan að deila ávinningnum af olíuvinnslunni í samræmi við jafnrétti kynslóðanna til auðlinda náði hvað umfang snerti aðeins til allra næstu kynslóðar en ekki þeirra tuga milljóna íbúa Noregs sem eiga eftir að byggja landið á næstu tveimur öldum.
Þetta er "skómigustefnan" í sinni tærustu mynd, þ. e. að það er skammgóður vermir að pissa í skó sinn" eins og máltækið segir.
Olíuleit á norðurheimsskautssvæðinu mun aðeins lengja í hengingarólinni, jafnvel þótt hún heppnist vel, slík er hin óseðjandi orkufíkn þjóða heims.
Í stað hinnar stórfelldu uppdælingar olíunnar hefði þurft að fara margfalt vægar í sakirnar og dreifa ágóðanum til fleiri kynslóða í stað þess að stunda jafn stórfellda rányrkju á kostnað komandi kynslóða og nú má sjá um víða veröld, - líka á jarðvarmasvæðum á Íslandi.
Sakar Norðmenn um græðgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þvílikur munur.
Það er eitthvað svo mikið pláss hérna.
Ekki lengur allt yfirfljótandi í copy/paste selvfölgeligheder.
Orðinn möguleiki á upplýsandi rökræðum, jæja það er nú kannski til full mikils mælst.
Allavega auðveldara að renna í gegnum athugasemdirnar.(þær eru að vísu ekki margar við þetta blogg)
En svo er nú það, nú er ég farinn að misnota aðstöðuna.
Daga mögulega hér uppi eins og nátttröll.
Verð að.....
Steini!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 22:04
ps. "Nátttröll" er nettröll sem er aðalega að á nóttinni!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.