Fíkniefni í sérflokki.

Áfengi er fíkniefni sem hefur fyrir hefð fengið algera sérstöðu og undanþágu miðað við önnur algerlega hliðstæð efni varaðandi ávanabindingu og tjón á neytendum þess.

Áfengið veldur meira tjóni í samfélaginu en nokkurt annað fíkniefni en fær algera sérmeðferð varðandi það að vera tekið út úr og sett í sérflokk, jákvæðan sérflokk.

Viðgangur þess byggðist og byggist enn á meðvirkni alls samfélagsins. Allir eru "kóarar." 

Það er selt í sérverslunum sem þurfa helst að vera aðalaðandi með sína söluvænu vöru svo að ríkið græði.

Nú er eina ferðina enn verið að reyna að koma því inn í matvöruverslanir svo að það verði enn aðgengilegra, einkaaðilar geti grætt á því og áfengið fái enn meiri viðurkenningu fyrir það hvað það sé allt annars eðlis og betra en önnur fíkniefni. Sé í jákvæðum sérflokki Sem er algerlega rangt.

Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess sama um áfengi og önnur fíkniefni, að því aðgengilegra sem það er því meira tjón hljótist af neyslu þess.

En áfengið á sér sterka meðmælendur sem ulla á slíkar niðurstöður.

"Látum því vinir vínið andanna hressa" orti stórskáldið sem áfengisbölið drap fyrir aldur fram. "Á meðan þrúgna gullnu tárin glóða / og guðaveigar lífga sálaryl..." orti sami snillingur. 

Því að áfengið fer ekki í manngreinarálit og það fer nákvæmlega ekkert eftir andlegu atgervi hverjir verða bráð þess. 

Það ræðst jafn á marga af helstu afburðamönnum heims sem hinn venjulega meðaljón.

Sigmar Guðmundsson á alla mína samúð og fær hugheilar óskir um árangur í sinni baráttu, þegar hann tekst nú á við þennan bölvald. 

 

 


mbl.is Sigmar í meðferð á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er beinlínis rangt hjá þér Ómar.  ÁTVR stuðlar að auknu aðgengi með útþenslustefnu sinni.  Stofnunin heldur úti 48 útibúum sem standa ekki undir sér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 08:24

2 identicon

Fyrir utan að vera ekki eins vanabindandi og tóbak (sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Substance_dependence#Dependence_potential) er áfengi ólíkt hvað það varðar að það er hægt að njóta þess í hófi að skaðlausu og jafnvel til gagns.

En burtséð frá því treysti ég versluninni fullkomlega til að vera ekki að hugsa um hag neytandans þegar þeir ýta á um að fá að selja áfengi...

ls (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 10:55

3 identicon

Ég krefst þess að sett verði upp barnamjólkurduftsverslun ríkisins.
Þessir svikulu og gráðugu verslunarmenn fá í dag að komast upp með það óheft, að GRÆÐA stórkostlega á varnarlausum foreldrum.
Ojbarasta, GRÆÐA. Þvílíkur vibbi...

Annars er það nú svo, að Íslendingar drekka áfengi, þeir drekka það hvort sem það er selt í sérverslunum ÁTVR eða í sérdeildum matvöruverslana. Þeir myndu jafnvel drekka áfengi, þó svo að það yrði bannað. 
Það skiptir nákvæmlega engu hvað stúkumenn eða aðdáendur ríkisrekstrar segja, fólk heldur áfram að drekka, og drekka, og drekka...

Ef halda skal partý, þá er áfengið keypt með fyrirvara. Slæmt aðgengi landsmanna að áfengi hér áður fyrr, stöðvaði ekki fyllerí. Fólk keyrði landshluta á milli, eða pantaði með góðum fyrirvara í póstkröfu. Og datt svo í það á tilsettum tíma.

Fólk verður ekki að meiri ölkum með "öðruvísi" aðgengi, sumir eru bara fyllibyttur, punktur.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 11:40

4 identicon

Því aðgengilegra og því ódýrara sem áfengi er, því meiri neysla. Þetta er staðreynd sem allar þjóðir viðurkenna.

En hvar er Steini okkar Briem. Ég er farinn að sakna hans.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 11:56

5 identicon

Það er neysla á læknadópi sem hefur aukist gífurlega.  Hvar fær fólk allt þetta dóp?  Á Vogi?  

http://www.ruv.is/frett/gagnrynir-markadssetningu-lyfja

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 12:40

6 Smámynd: Sævar Helgason

Við sem höfum lifað langan aldur hér og fæddir fyrir síðari heimstyrjöldina- höfum lifað tímana marga í þessum fíknimálum.
Fyrstu alvöru kynnin af tóbaki og áfengi var um amerísku kvikmyndinar- aðalfyrirmyndinar voru alltaf með glas og sígarettu í hendi og þótti mjög flott
Þetta varð tískan - unglingar fyrir og um fermingu og komust fljótt á bragðið.
Sígarettur var hægt að kaupa hvar sem var og í stykkjatali- en með brennivínið var meira vesen.
Leigubílar voru uppspretta  sprúttsölu bæði í heilum og hálfum flösku- það bjargaðist um helgar.
Síðan allt opið í ATVR um tvítugtsaldur .
Ekkert vín var selt á skemmtistöðum - heldur var því smyglað inn með allskonar aðferðum og gekk bara vel.
Einnig var mikið um smygl á víni.
Síðan eftir 1960 var farið að selja vín á öllum helstu veitingastöðum-leigubílabrennivínið lagðist af- færiðis inna veitingahúsin
Og ef vín hækkaði í verði og eða kreppa kom - þá hófst landabrugg og eiming í stórum stíl .
Allt jók þetta neysluna mikið.
Og svo kom bjórinn - þá hófst nú daglega þjórið og er enn . 
Og eftir því sem aðgengið var auðveldara og almennara þá jókst neyslan- það var bara þannig.
Og að fara að dreifa þessu um matvöruverslanir- er bara hreint glapræði- nóg er samt.
Og margir samferðarmennirnir og konurnar á þessum langa tíma hafa fallið frá langt um aldur fram bæði vegna tóbaks og brennivíns- það gátu nefnilega ekki allir höndlað þetta - langt frá því .
Kostnaður þjóðarinnar af þessari neyslu er alveg gríðarlegur og böl fólksins og fjölskyldna mikið.
Þó að ég hafi sloppið skaðlítill frá þessu og löngu lagt alla svona neyslu af- þá er alveg ljóst að alltof margir ánetjast þessu og ráða hreinlega ekki för.
Og alltaf þegar einhver stígur fram og tjáir vandræði sín vegna þessa og leitar aðstoðar- þá á viðkomandi alla mína viðringu og stuðning.  
Þetta er böl hið versta. Þjóðarböl.

Sævar Helgason, 21.5.2015 kl. 13:05

7 identicon

 Furðulegt að Bubba hafi aldrei dottið í hug að syngja um löggilta dópsala.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 13:19

8 identicon

Misjafnt aðgengi á milli fylkja í Bandaríkjunum virðist lítil eða engin áhrif hafa á heildarneyslu. 

Ítalir drekka minna en við, samt framleiða þeir ógrynni vína, og selja í matvöruverslunum. 

Hörðustu andstæðingar frjálsræðis eru kommar úr forneskju, eins og Steingrímur J sem spáði hamförum og heimsenda þegar bjórinn var leyfður.
Andstaðan við þetta frelsi er náttúrulega bara daður við alræði og forsjárhyggju.
Steingrímu J hefur krónískt rangt fyrir sér, og dálítið dapurlegt er, að margir skuli ekki fatta það enn, að hann er öfugur áttaviti í öllum málum, og þeir sem fylgja honum, eru dæmdir til að villast.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 13:28

9 identicon

"Alþjóðlegar rannsóknir benda til þess sama um áfengi og önnur fíkniefni, að því aðgengilegra sem það er því meira tjón hljótist af neyslu þess." Sterk fullyrðing sem, því miður stenst ekki skoðun. Auðvelt er að finna fjölda ríkja þar sem frjálsræði er meira í sölu og auglýsingum en drykkja samt minni en hér og hefur minnkað meira undanfarna áratugi. Þar virðist fræðsla og viðhorfsbreytingar hafa haft meiri áhrif en haftastefna okkar.

Forræðishyggja:  Óstjórnleg þörf á að stjórna neyslu og hegðun samborgarana með frelsisskerðingum, höftum og kvöðum. Oftast undir yfirskyni verndar.

Espolin (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 14:16

10 identicon

Espolin: "Auðvelt er að finna fjölda ríkja þar sem frjálsræði er meira í sölu og auglýsingum en drykkja samt minni en hér og hefur minnkað meira undanfarna áratugi."

Viltu gjöra svo vel og nefna einhver af ríkjum þessum? Fyrirfram, takk fyrir.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 14:50

11 identicon

Var rétt í þessu að hlusta á fréttir í þýsku sjónvarpsstöðinni nt-v.

Á síðasta ári voru 74.000 dauðsföll í Þýskalandi vegna neyslu alkóhóls.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 16:13

12 identicon

Hvað dóu margir vegna ofneyslu matar/sykurs í Þýskalandi á síðasta ári?  Á sú tala að réttlæta Matvöruverslun ríkisins á Íslandi?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 18:15

13 identicon

 „Ítalir drekka minna en við, samt framleiða þeir ógrynni vína, og selja í matvöruverslunum. “

Fransmenn drekka miklu meira en við. Framleiða þeir ekki ógrynni vína og selja í matvöruverslunum?

Portúgalir drekka miklu meira en við. Framleiða þeir ekki ógrynni vína og selja í matvöruverslunum?

Spánverjar drekka miklu meira en við. Framleiða þeir ekki ógrynni vína og selja í matvöruverslunum?

Danir drekka miklu meira en við. Framleiða þeir ekki ógrynni bjóra og selja í matvöruverslunum?

Finnar drekka miklu meira en við. Framleiða þeir ekki ógrynni brennivína og selja í matvöruverslunum?

Eistar drekka miklu meira en við. Framleiða þeir ekki ógrynni brennivína og selja í matvöruverslunum?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 18:15

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Langur listi kom hér að ofan undir kjörorðinu: Svo má böl bæta að benda á annað verra. 

Ómar Ragnarsson, 21.5.2015 kl. 21:18

15 identicon

Vissulega er listinn vænn. Hann var hinsvegar settur fram til að mótmæla því að það væri einhlítt að þjóðir sem hefðu gott aðgengi að áfengi drykki lítið. Maðurinn númer 8 benti á að Ítalir framleiddu óhemju víns en drykkju lítið þrátt fyrir góðan aðgang. Þá vilði ég benda á að fyrir hvert slíkt dæmi mætti benda á mörg þar sem aðgengi og framleiðsla væri mikil og neysla sömuleiðis.

En hafi ég ekki sett þetta nógu skýrt fram er mér ljúft og skylt að taka fram: Meiri drykkja fylgir betra aðgengi.Það er tölfræðilega sannað þrátt fyrir meintar undantekningar.

Ég sé svosem ekki að þær bæti áfengisbölið sérstaklega.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 23:21

16 identicon

Ef ein þjóð framleiðir gríðarlega mikið af víni, og almenningur hefur gott aðgengi að því, en drekkur samt minna en Ísland, með litla framleiðslu og verra aðgengi, þá ber að líta til annarra skýringa en aðgengis.

Við getum líka skoðað aðra tölfræði, fyrst einhver minntist á fjölda Þjóðverja sem drepast vvegna drykkju, þá er dánartíðni á Íslandi mun hærri en margra landa með mikla framleiðslu af vínum og góðu aðgengi. Fyrir neðan okkur eru lönd eins og Ítalía, Spánn, Ástralía, Suður Afríka, Portúgal og Grikkland. Ekki er það aðgengið, og ekki er það framleiðslan sem stjórnar þessu.

Og þá er að líta til atriða eins og menningar. Sumar þjóðir drekka bara mjög mikið. Eins og t.d. Finnar, sem er með ríkiseinkasölu. Samt drepast þar fleiri en hér, og fleiri en víðast hvar í heiminum.
Þarf virkilega einhvern sérfræðing til þess að mata það ofan í ykkur, að sá sem drekkur mikið, láti ekki smáatriði eins og dreyfingu og sölu á áfengi hefta sig?
Sýnist ykkur það vera reynslan á fíkniefnabanni og hörðum refsingum við fíkniefnabrotum?

Og þá að hinu, hvað gefur ykkur, með augljóslega takmarkaða getu til að draga ályktanir af hinu augljósa, réttin til að láta þessa takmörkuðu getu ráð því, hvort við hin kaupum vínið í ÁTVR búðum eða matvöruverslun?

Og í guðanna bænum, ekki minnast á börnin ef þið skylduð svara. Það er þreyttasta og ofnotaðasta afsökun rökþrota manna.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 00:14

17 identicon

„þá er dánartíðni á Íslandi mun hærri en margra landa með mikla framleiðslu af vínum og góðu aðgengi. Fyrir neðan okkur eru lönd eins og Ítalía, Spánn, Ástralía, Suður Afríka, Portúgal og Grikkland. Ekki er það aðgengið, og ekki er það framleiðslan sem stjórnar þessu.“

Merkilegt. Í fyrsta lagi: Hvaðan eru þessar tölur?

Í öðru lagi: Hvernig getur dánartíðni Íslendinga verið hærri en annarra þjóða. Nú hefi ég staðið í þeirri meiningu, og haft fyrir mér býsna gamla reynslu því til stuðnings, að allir deyi á endanum, dánartala sé 100%. Veldur áfengisdrykkja sem sagt því að sumir verða eilífir?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 14:02

18 identicon

Af hverju varstu að sleppa út fyrri partinu af setningunni Þorvaldur?
"Við getum líka skoðað aðra tölfræði, fyrst einhver minntist á fjölda Þjóðverja sem drepast vegna drykkju,..."

Nú skal ég ekki segja, kannski ertu heimskur og skyldir ekki þennan partinn, kannski ertu bara lúði, í leit að einhverju sem mögulega gæti rétt þinn hlut í umræðunni. Ef svo er, þá er þér að segja, miklu betra að þú reyndir að hanka mig á réttritun. Ég á það til að vera heldur fljótfær á lyklaborðinu. 

En tölfræðina, sem þú getur sennilega ekki fundið með gúggli, er að finna hér:
http://www.worldlifeexpectancy.com/cause-of-death/alcohol/by-country/

Hilmar (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 17:14

19 identicon

Vegna þess að menn sem velja staðreyndir sem þeim henta til að styðja sinn málstað lenda í því að þeirra ummæli þurfa ekkert endilega að notast í samhengi. Má þar til nefna margþvættar umræður um náttúruverndarmál og hitnandi/kólnandi tíðarfar. Vilji menn ekki láta snúa út úr fyrir sér væri  skynsamlegt að haga svo orðum sínum að möguleikarnir blasi ekki við.

Listann sem þú birtir var ég búinn að finna. Á honum er reyndar ýmislegt merkilegt. Þar kemur t.d. fram að dánarlíkur af völdum áfengis í Danmörku eru 9,9 af einhverri tölu sem ekki blasir við, í Frakklandi 4, á Íslandi 1,2 og í Slóvakíu deyr enginn af völdum áfengisneyslu.  Sú staðreynd finnst mér fremur ólíkleg og satt að segja fer trúverðugleiki listans til fjandans þar með. Hins vegar þótt ég hefði fundið þennan lista þótti mér ekki líklegt heldur að þú notaðir hann vegna þess að mönnum sem snefil hafa af viti á tölfræði kemur hann afar spánskt fyrir sjónir.  Alltént eru tölur þarna afar ólíklegar, sbr. t.d. muninn á Danmörku og Þýskalandi og tölur um Breta hrópa heldur ekki hástöfum af trúverðugleika að ekki sé minnst á lönd á Balkanskaga þar sem áfengisvandamál eru veruleg í raun og veru þótt flestir verði sjálfdauðir án aðstoðar þess skv. vefsíðunni.

En kannski er ég heimskur, kannski er ég lúði, en ég er alltént ekki svo mikill lúði að ég fari að finna að innsláttarvillum hjá mönnum, jafnvel þótt ég sé þeim ekki sammála í áfengispólitík.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 17:51

20 identicon

Já, það er þekkt, sumir velja og hafna tölum eftir því sem hentar þeim.
Mér sýnist þú fullfær um það.

Staðreyndin er þessi, menn með takmarkaða þekkingu henda fram einhverjum fullyrðingum um hitt og þetta. Ágætt dæmi um það eru umræður um áfengissölu.
Einnig er hún þekkt þessi dapurlega tilhneyging að gera gögn sem lögð eru fram tortryggileg. 

Þetta með Slóvakíu. Það er alveg rétt, að talan er 0.0, og hún er 0.0 hjá fleiri löndum. Venjulegt fólk getur ályktað, sem væri rétt ályktun, að engin gögn væru til um Slóvakíu. Ljóst er að þú ert ekki venjulegur.

En það er allt í lagi, þó mátt draga tölur frá WHO í efa, það er fullkomlega þinn réttur að grafa hausinn í sandinn, ef það hentar þér.
Hinsvegar verður árangurinn einungis sá, að fólk kemur til með að líta á þig sem idjót.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 18:16

21 identicon

...sagði Hilmar og lagði aftur hurðina og lokaði sig frá samfélagi siðaðra manna.

Það gefur náttúrlega auga leið að séu gögn ekki til þá væri þess getið í plaggi sem sagt er vera byggt á gögnum frá WHO. Nú skoðaði ég líka plagg sem byggt er á tölum gefnum  út af yfirvöldum í Ástralíu. Það er fróðlegt til samanburðar. http://www.abc.net.au/news/2014-07-31/15-australians-die-each-day-from-alcohol-related-illness-study/5637050

Annars nenni ég þessu ekki framar. Það er margsannað að þeir St. Briem og Hilmar eru af sama sauðahúsi og venjulegt fólk brosir út í annað þegar þeir láta ljós sitt skína.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 19:11

22 identicon

Auðvitað "nennir" þú ekki lengur, Þorvaldur.
Það gerist vanalega þegar fólk hefur ekkert til að styðja fullyrðingarnar.

Enda hefur þetta blaður þitt ekki snúist um að færa rök fyrir þínu máli.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 20:35

23 identicon

Skemmtilegt með hugrenningatengslin.  Setningin "Annars nenni ég þessu ekki framar.  Það er margsannað að þeir St. Briem og Hilmar eru af sama sauðahúsi og venjulegt fólk brosir út í annað þegar þeir láta ljós sitt skína ..." minnir á sumarvinnu í ríkisfyrirtæki þar sem góðlátlega var brosað að þeim sem stimpluðu sig inn og út í samræmi við vinnuframlag.  Þar voru stakir jakkar á stólbakinu allsráðandi dagana langa.  Allir á fullu kaupi.  Niður með ÁTVR!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.5.2015 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband