22.5.2015 | 18:13
Hætta störukeppninni! Koma svo!
Munurinn á vinnubrögðunum hér á landi og í nágrannalöndunum í vinnudeilum er sláandi. Þar stunda menn ekki störukeppni mánuðum saman og byrja síðan á deilum milli opinberra starfsmanna og ríkisins áður en tekið er til hendi á almenna vinnumarkaðnum.
Þetta íslenska ástand endar með þeim afleiðingum að flókin staða og ringulreið kemur upp, sem á sér enga hliðstæðu á Norðurlöndum og veldur miklu tjóni.
Nú stefnir í að byrjað verði að slátra stæstu mjólkurkúnni, ferðaþjónustunni, þegar stórum ráðstefnum og fjölda ferða með ferðamenn, sem samið var um fyrir meira en ári er stefnt í hættu.
Með slíku framferði sem leiðir af sér stórfelld svik á samningum við erlenda aðila ef allt fer á versta veg, er svipt burtu mikilvægasta atriðinu í ferðaþjónustunni og samskiptum við aðrar þjóðir, traustinu.
Þetta má einfaldlega ekki gerast, því að til hvers er að gera um síðir kjarasamninga í von um aukningu kaupmáttar ef búið er að ráðast að undirstöðunni og forsendunni fyrir bættum kjörum, en það eru auknar þjóðartekjur.
Svona nú! Hætta störukeppninni! Breyta og bæta vinnubrögðin á vinnumarkaðnum í samræmi við reynslu skyldustu þjóða! Koma svo!
Tillagan skref fram á við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.