Ein af mörgum breytingum þessarar aldar.

21. öldin verður kannski öld enn meiri breytinga en 20. öldin eða nokkur öld á undan henni.

Bann í Frakkalandi við því að henda matvælum kann að koma flatt upp á marga, en verða sjálfsagður hluti af nýrri hugsun og venjum þegar fram líða stundir.   

Á þessari öld verða óhjákvæmilega meiri breytingar á högum mannskyns en nokkru sinni fyrr, af hinni einföldu ástæðu að yfirþyrmandi veldi olíunnar mun renna sitt skeið og nýting margra hráefna og auðlinda ganga á þær með slæmum afleiðingum. 

Já, sólarlag skammvinnrar "olíualdar" verður aðeins einn hluti af þeim nauðsynlegu breytingum sem verða óumflýjanlegar á mörgum fleiri sviðum sóunar og rányrkju, sem olíuöldinni fylgdi. 

21. öldin mun leiða naumhyggjuna til vegs, ekki til þess að allir "fari á ný inní torfkofana" heldur til þess að nýta og njóta auðlinda jarðarinnar sem best og til framtíðar í stað þess að að eyðileggja þær og ræna þeim frá komandi kynslóðum. 

Í stað þess að hræðast þær áskoranir og viðureignir við það sem sýnast vera illleysanleg vandamál, gæti breytt hugarfar þvert á móti skapað meiri gleði og hamingju mannkyns, sem öðlast sjálfsvirðingu við að hrinda í framkvæmd umbótum og hugsjónum, sem skila svo miklu meira en andlaus fíkn í skammgróða. 


mbl.is Matvöruverslunum bannað að henda mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband