23.5.2015 | 14:08
Að stórum hluta mont án innistæðu.
Íslendingar hafa allt frá aldamótum að minnstakosti verið með mest mengandi einkabílaflota í Evrópu utan gömlu kommúnistaríkjanna.
Við höfum barið okkur á brjóst og sagt réttilega að varðandi hitaveitur til húshitunar höfum við verið í forystu í heiminum allt frá því er Winston Churchill sá hitaveituna á Reykjum í Íslandsheimsókn sinni 1941.
Víst er það satt og rétt og ástæða til að dást að þeirri hugkvæmni og áræðni þeirra sem að þessu hafa staðið og dást að afrekum vísindamanna okkar á þessu sviði.
En stærstu áföngunum á þessu sviði var ekki náð vegna þess að hugsjónir um loftmengun væru aðalatriðið heldur var þetta einfaldlega vegna þess hve olían og þar áður kolin voru dýr og kostuðu mikinn og dýrmætan gjaldeyri.
En nú er að heyra á umhverfisráðherrum að það eigi að fara taka síg á og er það vel.
Minni losun dregur ekki úr ábyrgð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.