Rétt hjá Birni. Sveigjanleikinn nauðsynlegur.

Engir tveir einstaklingar hafa sömu hæfileika, sama þroskahraða og sömu þarfir. Á pappírnum kann það að virðast ódýrast, einfaldast og best að útskrifa alla á sem stystum niðurnjörvuðum tíma og líta eingöngu á frammistöðuna í gögnum um nám og próf.

En þetta er afar þröngt sjónarmið og raunar frekar í sovéskum anda en þeim anda sem búast hefði mátt við hjá ráðherra Sjálfstæðisflokksins. 

Ég er viss um að þátttaka í atvinnulífinu og lífinu til sjávar og sveita utan skólans, sem jók víðsýni og reynslu ungs fólks, skilaði miklu til þeirra sem áttu þessa kost fyrr á árum og gerðu þá hæfari til þess að gera þjóðfélaginu gagn.

Því er rétt að taka undir gagnrýni Björns Bjarnasonar fyrrum menntamálaráðherra á einstrengingslega niðurnjörvun skólakerfisins.  


mbl.is Gagnrýnir vinnubrögð eftirmannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband