27.5.2015 | 14:43
"Krónan tók á sig höggið". Jahá? Ekki almenningur?
"Krónan tók á sig höggið.." "Krónan lagði grunn að nýjum stöðugleika." Svona orða þeir hlutina sem telja að við eigum að falla fram og tilbiðja þau öfl í þjóðfélaginu sem nú er hamast við að fría sig allri ábyrgð á því, af hverju "krónan tók á sig höggið."
Það er talað um verðgildi krónunnar eins og eitthvað sem komi almenningi ekki við.
En það er nú öðru nær. Stórfelldasta gengishrun í rúm 40 ár bitnaði samstundis á almenningi og var hrein kjaraskerðing af áður óþekktri stærð. Það var almenningur sem tók á sig höggið ef einhver skyldi hafa gleymt því eða vilja leyna því.
Síðan segja sömu ritarar nýrrar sögu af Hruninu, að verðbólguna, sem fylgdi, megi skrifa á reikning þeirra sem tóku við strandaðri þjóðarskútu, komu henni af skerinu út úr skerjagarðinum og gerðu við hana svo að hún gæti siglt á ný.
Öflin, sem sigldu okkur í strand, eru sýknuð af allri ábyrgð, mærð að nýju og þeim þakkað "lengsta stöðugleikaskeiðið."
Þegar litið er á línuritin sést að þetta stöðugleikaskeið hófst reyndar áður en gömlu Hrunöflin tóku við stjórninni. Og auðvitað er þagað um það, að meginorsök þess að verðbólga hefur haldist lág er sú, að við fengum að gjöf erlendis frá stærstu og varanlegustu verðlækkun á olíu á síðustu árum.
Lengsta stöðugleikaskeiðið lengist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll Vilhjálmsson er greinilega á góðum launum hjá Heimssýn, þ.e.a.s. hjá LÍÚ. Líklega í fyrsta skiptið sem kallinn á vel fyrir salti í grautinn.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 14:57
Þú þakkar semsagt hagsæld nú verðlækkun erlendisfrá.
Má Hannes Hólmsteinn þá ekki kenna Hrunið öflum erlendis frá?
Hvort er réttara hvort er vitlausara?
Af því þú ert nú orðinn jafnaðarmaður þá hlýturðu að gleðjast yfir jöfnunaráhrifum krónunnar í Hruninu.
Hefðu þeir sem tóku við þjóðarskútunni fengið að ráða þá hefði hér verið tekin upp evra og þá á sama háa genginu og m.a. á Írlandi með tilheyrandi atvinnuleysi sumra, auk þess sem allar bólukrónurnar (snjóhengjan) hefðu þá um leið verið keyptar út með risa risa láni sem þjóðin hefði orðið að skrifa undir.(Þó ekki sér raunar búið að bíta úr nálinni með það en þá er a.m.k. enn von)
Björgunarliðið hefði semsagt ríkisvætt skuldir óreiðumannanna.
Ekki ólíkt og það ætlaði sér í ICESAVE málum til að fá að komast í ESB klúbbinn.
Trúlegast hefðu helstu virkjannaverkefni rammaáætlunar farið þar fyrir lítið sem og aðrar eignir þessarar Guðs blessuðu þjóðar.Svo maður tali nú ekki um fiskimiðin. Sægreifarnir tala þó sæmilega íslensku og borga skatta sína inn í samfélagið.
Evrópsk braskfyrirtæki væru líklegast komin með öll okkar ráð í hendi sér.
Sér var nú hvert björgunarliðið!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 15:58
Tengill við greinina: http://www.visir.is/article/20150527/VIDSKIPTI06/150529206
Jóakim frændi með tindrandi tár,
og tregaskjálfta í klónum,
treystir að verðbólgumagnarinn Már,
margfaldi pissið í skónum!
Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.