27.5.2015 | 15:32
Ási: "Óboðlegt fyrir Eyjamenn með mökum í tíu manna klefa".
Fyrirsögnin er tekin beint upp úr ræðu Ásmundar Friðrikssonar á þingi, sem vitnað er í í tengdri frétt á mbl.is. Kjarni málsins felst í eftirfarandi stöku:
Ási bendir á það hér,
að undir mörgum hitni
ef sofið hjá til Eyja er
með átta manns sem vitni.
Ríkisstjórnin með mökum í sama klefa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ása ástand stöðugt er,
stimplar sig víða inn,
lausnina sannur Sjalli sér -
og selur bara inn!
Þjóólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 17:16
Réttara sagt:
Ása ástand stöðugt er,
stálin mætast stinn,
lausnina sannur Sjalli sér -
og selur bara inn!
ÞíF (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 17:39
„Það gengur ekki að bjóða Eyjamönnum upp á það þegar nýtt skip kemur, sem verður minna og gangminna, þurfi að sigla mánuðum saman til Þorlákshafnar“
„Mánuðum saman“ er mikil sigling
Það málum er blandið
Ætli þeir fari öfugan hring
Umhverfis landið?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 20:10
„Mánuðum saman“ er mikil sigling
Sem mun út í höttinn.
Ætli þeir fari öfugan hring
Umhverfis hnöttinn?
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 27.5.2015 kl. 20:13
Flottur ertu Ómar.
Sigurður Haraldsson, 27.5.2015 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.