Völd spilla, - langvarandi völd gerspilla.

Það getur vel verið að Bretar og Bandaríkjamenn séu súrir yfir því að hafa ekki fengið HM í sinn hlut 2018 og 2022. En sú vörn Sepp Blatters að hneykslismál FIFA séu spunnin upp af þessum þjóðum er aumleg og ber vitni um firringu þess, sem hefur lengi notið mikilla valda. 

Völd spilla, og langvarandi og mikil völd gerspilla. 

Nú þegar liggja fyrir gögn um misferli undirmanna Blatters og í þroskuðum lýðræðisríkjum segir viðkomandi yfirmaður af sér þegar undirmenn hans lenda í jafn alvarlegum málum og hér er um að ræða, jafnvel þótt yfirmaðurinn eða ráðherrann sé ekki sekur. 

En Blatter virðist vera á svipuðu róli og íslenski innanríkisráðherrann sem þvertók fyrir að stíga til hliðar vegna alvarlegs máls í ráðuneyti hans, heldur talaði um að málið væri spunnið upp sem "ljótur pólitískur leikur." 


mbl.is Súrir því þeir fengu ekki HM 2018 og 2022
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

held að hann sé reyndar ekki að tala um og hvað þá verja misferlið sjálft heldur er hann að tala um tímasetninguna á handtökunum...

VAT (IP-tala skráð) 29.5.2015 kl. 18:13

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hann setur fram þá samsæriskenningu að tíminn til að ráðast til atlögu við skúrkana hafi verið sérstaklega valinn til þess að klekkja á honum, alsaklausum. 

Ómar Ragnarsson, 30.5.2015 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband