Vonandi að mestu í rétta átt.

Samningarnir, sem verið var að undirrita, eru fagnaðarefni, ekki síst vegna þess að nú er einmitt sá árstími sem ferðaþjónustan má ekki við því að verða fyrir áföllum í byrjun hábjargræðistímans, sem er jú grunnurinn undir því að hafa verðmæti til skiptanna. 

Glannalegum yfirlýsingum úr stjórnarherbúðunum um að þetta væri einkamál aðila vinnumarkaðarins var sem betur fer ekki fylgt eftir, enda sýndi reynsla síðustu hálfrar aldar að það gerði einungis illt verra að gefa þeirri reynslu langt nef.

Teflt er á tæpt vað varðandi hættu á þenslu og verðbólgu en vonandi fer þetta ekki á versta veg og ríkisstjórnin hefur vonandi lært það, að traust fæst ekki á milli hennar og aðila vinnumarkaðarins nema hún standi við sitt en svíki það ekki eins og eftir síðustu samninga.    


mbl.is Lækka tekjuskatt einstaklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum nú ekki fagna of snemma...félagsmenn stéttarfélagana eiga eftir að segja sitt um þessa samninga og ég sem félagsmaður í VR mun segja NEI við þessum sultarsamningum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2015 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband