29.5.2015 | 23:14
Hálendið er líka norðan Vatnajökuls.
Það er rétt að óvenju mikill snjór er á suðurhálendi Íslands. Þetta er meira áberandi en ella af því að undanfarna vetur hefur snjórinn verið í minna lagi.
Þannig er enn snjór á nýju gígunum á Fimmvörðuhálsi, sem er alveg nýtt á þessum tíma árs.
En það má ekki gleymast að helmningur hálendisins er norðan jökla og á stórum svæðum þar er snjór mun minni en hefur verið undanfarna vetur.
Þannig er lítill snjór á svæðinu norðan Dyngjujökuls, sem á eftir að verða fjölfarið í sumar eftir gosið í holuhrauni.
Aldrei jafnmikill snjór á hálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.