Besti dagurinn það sem af er árinu.

Í dag var besti dagurinn það sem af er árinu fyrir austan fjall. Sólin skein á fannhvíta tinda og jökla og það er búin að vera drjúg umferð ferðamanna og meiri en undanfarin vor.

En geysimmikill snjór er til fjalla og gæti seinkað því að Fjallabaksleiðirnar opnist.Reiðhjól, Hvolsvelli

Þegar hægt er að hjóla á skyrtu og jakka eins og hægt var í dag er það merki þess að það sé sumar, þótt yfir landið streymi svalt loft frá "kuldapollunum" hans Trausta, sem senda hverja svalagusuna á fætur annarri til okkar og ergir þá sem eiga heima á norðanverðu landinu.Svifvængur Selfossi 2

Og hafgolan var svo róleg og kvöldblíðan slík á Selfossflugvelli að betri skilyrði var varla að vinna fyrir flug á "flugvæng", ( vélknúin fallhlíf ) sem hefur lengi verið draumur minn að stunda, standa bara með hreyfilinn á bakinu og hlaupa síðan í loftið! Vængflug

Á myndunum er engu líkara en flugmaðurinn sitji á þeirri neðri á loftnetslínu flugturnsins, (myndin er fyrir mistök í tveimur eintökum), - á efstu svifvængsmyndinni er eins og vængurinn, sem er bara lint segl, hangi á loftnetslínunni!Flugvængur 2

Myndin af reiðskjóta dagsins, sem ber nafnið "Blakkur" er tekin af áningarstað okkar á Hvolsvelli nú síðdegis þar sem verið var að koma sér fyrir túni Jóns Loga í Vestri-Garðsauka þar sem getur orðið bækistöð einstaka daga fyrir verkefni sumarsins.   

 

P. S. Myndirnar eru óskýrar, en til þess að sjá þær skýrar, verður að smella á þær þar til þær birtast í réttri skerpu. 


mbl.is Vottur af sumarveðri á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband