Í átt til norræna módelsins?

Í stórgóðri fréttaskýringu Spegilsins hjá Ríkisútvarpinu þar sem rætt var við norrænt kunnáttufólk um kjarasamninga kom glögglega fram mikill munur á því fyrirkomulagi, sem þar er, og því sem komið var upp hér í vetur og vor. 

Á hinum Norðurlöndunum er fyrst samið um heildarlausn fyrir almenna vinnumarkaðinn, sem tryggi hóflega kaupmáttaraukningu án þenslu og verðbólgu. 

Síðan er samið á opinbera markaðnum. 

Nú er svo að sjá að þau "tímamót í kjarasamningum" sem Sigurður Bessason kallar samningana hér nú, felist einmitt í því að ástandið hér sé að þróast í átt til "norræna módelsins". 

Upphrópanir um að kjaradeilurnar nú væru lymskuleg og óheiðarleg pólitísk aðför Samfylkingarinnar að ríkisstjórninni hljóma hins vegar hlálega þessa dagana.

Sagt var að í pólitískum tilgangi þrýsti Samfylkingin fram óbilgjörnum kröfum verkalýðshreyfingarinnar sem væru augsjáanlega bara til þess gerðar að hleypa öllu í uppnám til að fella stjórnina.

Nú hefur það gerst að samningar hafa náðst um þessar "óbilgjörnu pólitísku kröfur" og þá snúa þeir, sem héldu samsæriskenningunni fram, við blaðinu og segja að niðurstaðan sé "mikill sigur fyrir ríkisstjórnina"! 

Þótt áhætta sé tekin með samningum, þar sem brugðið getur til beggja vona, var hinn kosturinn þó sýnu verri; -  mikið þjóðfélagslegt tjón af stórfelldum verkföllum.

Á augnablikim þegar verður að hrökkva eða stökkva og bægja hættunni á slíku frá, er út af fyrir sig sigur fyrir alla sem að því standa að það tókst að forðast verri kostinn. 


mbl.is Tímamót í kjarasamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það sem þú kallar norræna mótelið hefur löngum verið vitað á Íslandi, þó vitlaus séum við. 

En hverjir eru búnir að vera lengst í verkfalli og af hverju eru sumir enn í verkfalli?   

Hrólfur Þ Hraundal, 30.5.2015 kl. 11:31

2 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Var ég að miskilja eitthvað eða var það ekki verkalýðshreyfingin sem var að semja við atvinnurekendur?

Hvar kemur Samfylkingin inn í þetta mál?

Ólafur Jóhannsson, 30.5.2015 kl. 12:26

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er augljóst og hefur alltaf verið augljóst að tengsl verkalýðshreyfinga við vinstri stjórnmálaflokka á Ísland hafa verið sterk. S.l. ár hafa þó margir vinstrimenn, t.d. Jón Baldvin, lýst yfir áhyggjum sínum að þessi tengsl færu minnkandi.

Á Norðurlöndunum hafa þessi tengsl aldrei verið jafn sterk og hér. Stjórnvöld í Skandinavíu skipta sér ekki af kjarasamningum. Við ættum að taka það upp að þeirra fyrirmynd.

Þegar Gvendur Jaki var ráðherra í ríkisstjórn í kringum 1980, sat Dagsbrún þæg og hljóð á meðan. Allt annað var uppi á tengingnum fyrir og eftir hans ráðherratíma.

Svoleiðis vitleysa er ekki boðleg.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2015 kl. 14:23

4 Smámynd: Már Elíson

Guðmundur J.Guðmundsson var alþingismaður (aldrei ráðherra).

http://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=190

Merkur maður Guðmundur og vantar tilfinnanlega mann / menn eins og hann í stjórnmálin og á þing. Vantar fullorðið fólk sem hugsar og talar íslensku, eins og t.d. hann.

Már Elíson, 30.5.2015 kl. 14:43

5 identicon

Allur samanburður við Norðurlöndin er út í hött Gunnar. Hægri flokkarnir á skerinu eru hagsmunasamtök spillingarafla og plebba. 70% þjóðarinnat hafa áttað sig a þessu, enda augljóst.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.5.2015 kl. 15:06

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig Dagsbrún hagaði sér þegar Alþýðubandalgið var í stjórn, var bæði verkalýðshreyfingunni og Gvendi Jaka til skammar.

Merkilegt að þessi 70% skuli ekki átta sig á því að lífskjör á Íslandi eru með þeim allra bestu í veröldinni, á öllum mælikvörðum.

Hvernig ætli standi á því?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2015 kl. 17:36

7 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Já Norræna módelið er nefnilega ekki eins og sá "typpaslagur" sem er í gangi á Íslandi. Auðvitað er samið fyrst við atvinnulífið og síðan eru þeir samningar heimfærðir á hið opinbera. Hver borgar laun hins opinbera starfsmanns? Hann sjálfur? Aurar hafa ekki vaxið á trjánum hingað til.

Norrænamódelið er aftur á móti þannig að ríkið borgar lífeyrisréttindi allra stétta. Það er ekki hér og það taka opinberir starfsmenn aldrei með sér inn í samningaviðræður.

Norrænamódelið borgar ekki yfirvinnu. Það borgar hana sem frí, á þeim tíma sem atvinnurekanda hentar (innan ákveðins tímabils að sjálfsögðu). Á meðan viðkomandi starfsmaður er í fríi, fær hann laun eins og hann sé í hefðbundinni vinnu.

Þetta er hluti af því sem viðrað var í upphafi samningaviðræðna, en að sjálfsögðu vildi enginn verkalýðsforinginn svo mikið sem gjóa augunum á það sem stóð á pappírnum.

Norrænamódelið þarfnast algerrar hugarfarsbreytingar ef það á að virka á íslenskum vinnumarkaði.

Hugarfarsbreytingin er stórmál, ég sé engan verkalýðsforingja á Íslandi sem myndi leggja í þann pakka. Til þess eru þeir of miklir kóngar.

Þetta þýðir einnig algeran viðsnúning á vinnuvenjum og uppsetningu vinnudagsins fyrir atvinnurekendur. Búðir opnar allan sólarhringinn, ekki séns, nema vöruverð sé verulega hærra. 10 klst. vinnudagur, hefð, neibb...

Það þarf hugsanabreytingu og hún þarf að vera alger og ná yfir allt þjóðfélagið.

Sindri Karl Sigurðsson, 30.5.2015 kl. 21:11

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ólafur Jóhannsson, texti Ómars er svo heiðskýr varðandi Samfylkinguna, að það þarf óvenjulegt hugmyndaflug til þess að misskilja hann. Nema þá kannski að misskilja viljandi. 

Jónas Ómar Snorrason, 31.5.2015 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband