"Mafía er hún og mafía skal hún heita!" sagði Óli Jó.

Stóra Skagafjarðar-Sikileyjarmálið á sér hliðstæðu í íslenskri sögu. 

Senn eru fjórir áratugir síðan Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, formaður Framsóknarflokksins og síðar forsætisráðherra, lang áhrifamesti stjórnmálamaður þess tíma og goð í augum Framsóknarmanna, sagði að til væri "Visis-mafía" sem stæði fyrir ofsóknum á hendur sér. Átti hann við dagblaðið Vísi og menn sem væru í kringum það. 

Þetta þóttu stór orð og veittu menn Ólafi ákúrur og vildu að hann drægi þessu meiðandi ummæli sín til baka. 

En Ólafur hafnaði því og bætti bara í í ræðustól Alþingis þegar hann fór næst í pontu, endurtók fullyrðinguna um "Vísis-mafíuna" og sagði fleyg orð: "Mafía er hún og mafía skal hún heita."

Það er skondin tilviljun að nú skuli svipað mál vera á ferðinni sem tengist Framsóknarflokknum.

Nema, að í þetta skipti snýr málið öfugt við: Notað er orðið Sikiley um Skagafjörð og þá væntanlega einkum veldi kaupfélagsins og Framsóknarmanna þar og áhrif þess á fjármálastjórnmál síðustu ára.

Nú er spurningin hvort Birgitta Jónsdóttir biðjist opinberlega afsökunar á ummælum sínum eins og krafist er.

Einn dáðasti foringi Framsóknarmanna á síðustu öld harðneitaði að draga ummæli sín um Vísismafíuna" til baka og biðjast opinberlega afsökunar á þeim, en þessi ummæli verða að teljast enn harkalegri en orðið Sikiley. Sikiley er jú út af fyrir sig falleg eyja en Mafía er heiti á glæpasamtökum, sem hefur að vísu fengið nokkuð útþynnt gildi í samlíkingum, sem helst eru notuð um umdeilda fjármálastarfsemi. 

Ef Birgitta biðst ekki afsökunar og dregur ummælin til baka, er hún búin að skipa sér á bekk með einum dáðasta leiðtoga Framsóknarmanna á síðustu öld.

Ef hún biðst afsökunar varpar hún hins vegar skugga á enn svakalegri ummæli Framsóknardýrlingsins.

Það er greinilega vandlifað fyrir alla aðila í þessum máli.  


mbl.is Vilja að Birgitta biðjist afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margur heldur mig sig.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.5.2015 kl. 17:28

2 identicon

Þó að hópur manna á tilteknu svæði með foringja sem svífst einskis, myrði ekki né stundi mansal, hefur hann skaðað fjárhag fjölda fólks, staðið í vegi fyrir bættum lífskjörum landmanna, valið ráðherra sem hlýðir skipunum þeirra og veldur ekki starfi sínu, ásælst auðlindir þjóðar í eigin hagnaðarskyni. Vitið þér enn eða hvað?

Sigrún Sighvatsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband