Birgitta maður að meiri.

Stjórnmálamenn taka oft sterkt til orða eins og rakið er í næsta pistli á undan þessum. 

Skammarheitið mafía er stundum notað um hópa fólks eða fyrirtækja sem hafa innbyrðis leynileg tengsl í umdeilanlegum fjárhagslegum eða hagsmunalegum málum og hefur þungi orðsins minnkað miðað við ítölsku mafíuna þar sem manndrápum var beitt af engri miskunn. 

Ýmislegt misjafnt og umdeilanlegt hefur gerst í fjármálalífi í Reykjavík sem myndi ekki vera vel tekið af öllum Reykvíkingum að yrði hermt upp á Reykjavík og Reykvíkinga alla með því að segja að Reykjavík sé Sikiley Íslands, rétt eins og Skagfirðingum er ekki sama um það að sagt sé að Skagafjörður sé Sikiley Íslands. 

Nú hefur Birgitta Jónsdóttir viðurkennt að hafa tekið óheppilega til orða og beðið Skagfirðinga afsökunar á því.

Er hún maður að meiri fyrir það.

Því að það eru ekki allir sem fást til þess. Að minnsta kosti fékkst formaður Framsóknarflokksins ekki til þess hér um árið. 

 


mbl.is Skagafjörður: Fyrirgefðu!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Nei hún hefur ekki beðist afsökunar. Hún biður hins vegar um fyrirgefningu, sem er allt annað en að biðjast afsökunar.

En lítil ástæða er til, eins og hér sést, að ætla að hún þekki muninn á afsökunarbeiðni og beiðni um fyrirgefningu, svo fátæklega innréttaður sem þessi alþingismaður Pírata og Co virðist vera.

Það eina sem dugir er að hún bergðist hér við á sama hátt og þegar hún misnotaði gildis-aðstöðu sína sem fulltrúi þjóðarinnar á æðstu stofnun Íslendinga, til að ausa skít yfir Skagafjörð og fólkið sem þar býr; að hún standi upp á Alþingi og biðjist þar afsökunar.

Síðan ætti hún að íhuga alvarlega stöðu sína og ef til vill, ef samviska hennar segir svo, að biðjast lausnar frá frekari setu í æðstu stofnun íslenska lýðveldisins. Það finnst mér að hún ætti að gera.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.5.2015 kl. 04:53

2 identicon

Ekki vantar hræsnina í sjalladúddana.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 07:47

3 identicon

Gunnar! Hver er munurinn á fyrirgefningarbón og afsökunarbón? Hvað þýðir „fyrirgefa“ og hvað þýðir „afsaka“?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 09:32

4 identicon

3. Þetta er góð og gild spurning.

Ég las athugasemd Gunnars þannig að hann teldi að þegar Birgitta baðst fyrirgefningar þá þýddi það: "Mér þykir miður að hafa sært ykkur en stend við það sem ég sagði"   Ef hún hefði beðist afsökunnar þá hefði meiningin verið "Þetta var allt tóm vitleysa hjá mér". 

En auðvitað hafa orð ekki aðra merkingu en þá sem er lögð í þau.

Síðan er það oft heldur ógreinilegt samkomulagsatriði hver merkingin á að vera.

Persónulega er mér þó nákvæmlega sama hvor eða hvaða merking lá í orðum þingmannsins. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 09:45

5 Smámynd: Ólafur Als

Gunnar hefur hárrétt fyrir sér - en e.t.v. er það ekki stóra málið. Mig grunar að Birgitta fari að nokkru með háð; þ.e. lítil sem engin alvara búi að baki.

Ólafur Als, 31.5.2015 kl. 10:59

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef að sjálfsyfirlýstir hreingerningarmenn á Alþingi —eins og þessi Birgitta— hafa ekki það í sér að vita hver munurinn er á samviskuhugtökunum afsökun og fyrirgefningu, þá held ég að þeir vendir séu einungis froða og uppblástur. Og það sést.

Auðmjúk afsökun er það sem þú sem persóna getur sjálf gert. Það sem þú sjálf sem persóna getur gert til að bæta úr málum sem þú hefur klúðrað.

Fyrirgefning er það sem AÐRIR geta gefið þér, ef þeim sýnist svo. En forsenda fyrirgefningar er að hafa beðist afsökunar.

Fyrirgefningin er ekki neitt sem hægt er að skammta sér sjálfur. Hún er undir öðrum komin. Það er afsökunin ekki. Hún er á þínu valdi og þú skammtar hana sjálfur. Gefur hana til annarra.

Þetta veit þingmaðurinn ofurvel. En hún er svo forhert að hún getur ekki sýnt þá auðmýkt að koma rétt fram og játa afglöp sín. Mórallinn er bilaður. Hún sér ekki eftir neinu. Það sem hún í raun er að segja er barnalegt "sorry" og meinar ekkert með því. Þetta hefur því bara minnkað þessa Birgittu alþingismann Pírata enn frekar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.5.2015 kl. 12:06

7 identicon

Ekki vantar málsvara fyrir krimmana á skerinu. Furðulegt samfélag!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 13:16

8 identicon

Sæll Ómar jafnan - sem og aðrir gestir þínir !

Haukur fornvinur Kristinsson !

Algjörlega í sjónhending: eins og íslenzkt samfélag kemur mér fyrir sjónir, líka sem þér.

Eins og staða mála blasir við hér innanlands: hefi ég MARGSANNAÐ þá kenningu mína, að þorri Íslendinga er ALVARLEGA mengaður, af hinu ómerka blóði hinna þræls- og þýlindu Kelta skratta, fornvinur góður.

Íra hyskið / sem og það Skoska, sýnir það hvað bezt, þessi misserin, knékrjúpandi fyrir húsbændunum í Brussel og Berlín (ESB) dags daglega, og Skota ræksnin EINNA BEZT: þá þeir höfnuðu sjálfstæðinu frá Lundúna yfirstjórninni Engil- Saxnesku, í fyrrahaust - OG SLEIKTU SVO ÚT UM, í taumlausri lotningunni, fyrir:: annarrs þróttmeiri frændum okkar, Englendingum - eins og menn muna.

Þeir Skotar: sem einhver ærlegheit kunna að finnast í, eru þá með snefil Pikta blóðdropa (frumbyggjanna, þar syðra) í sínum æðum / annarrs: að megin uppistöðu sömu Helvítis gufurnar, og frændur þeirra, Írar / sem og allt of margt Íslendinga, Haukur minn.

Persónulega: þakka ég pent fyrir, þann örlitla Mongólska blóðdropa, sem um mínar ört þverrandi og þröngu æðar rennur - sé mið tekið af Andskotans dauðyflishætti þorra samlanda okkar, gagnvart úrkynjaðri og ROTINNI óstjórnarklíkunni, suður í Reykjavíkur skíri, Haukur minn.

Hérlendis: hefðu átt að eiga sér stað HREINSANIR miklar, í Austur- Asískum stíl, eftir þann viðbjóð, sem gekk yfir land og mið og fólk og fénað, Haustið 2008 - og síðan, væri allt hér með felldu, Haukur Kristinsson !

Með beztu kveðjum sem endranær: - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 15:32

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslendingar hefðu misst af forsætisráðherratíð Ólafs Jóhannessonar 1978-79 og utanríkisráðherratíð hans þar á eftir ef hann hefði sagt af sér þingmennsku eftir að hafa beðist afsökunar eins og mér sýnist að krafist sé hér að ofan af Birgittu. 

Ómar Ragnarsson, 31.5.2015 kl. 15:35

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hefði landið ekki verið betra sett ef Ólafur Jóhannesson hefði sagt af sér? Ég er einn af þeim sem að tel að svo hefði verið.

Við getum deilt um þetta til eilífðar og ég er viss um að það eru ekki allir sammála um ágæti Ólafs Jóhannessonar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.5.2015 kl. 18:42

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þar sem "einungis" var um fordæmingu á okkar eigin fólki að ræða Ómar —þ.e. íslenskum skattgreiðendum— þá er ólíklegt að þingmaðurinn segi af sér eða að DDRÚV hefji skattagreidda pólitíska einkaherferð gegn þingmanninum.

Að benda á að hún verði að gera þetta upp við sjálfa sig, er ekki að krefjast afsagnar. Svo mikið er víst.

Hefði hún sagt þetta um einhverja aðra en kjarna Íslendinga, þá hefði hún ekki þurft að hugsa um frekari þingstörf. Þá væri hún nú þegar komin út.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 31.5.2015 kl. 21:21

12 identicon

Afsökun þýðir að koma af e-m sök. Þeas. sá sem afsakar sig segist ekki hafa gert neitt aðfinnsluvert. Sá sem biðst afsökunar biður aðra að taka af sér sökina. Sá sem biðst fyrirgefningar biður aðra að gleyma sökinni. Hann viðurkennir að sér hafi orðið á og vonar að yfirsjónin verði ekki til að spilla frekari samskiptum. Sá sem biðst fyrirgefningar veit að hann þarf að stíga varlega til jarðar í framtíðinni. Sá sem afsökunar biðst ætlast til að sakir hans hverfi. Þar með getur hann gengið um eins og naut í flagi þar til einhverjum blöskrar aftur.

Mér finnst fyrirgefningarbón heiðarlegri og einlægari.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 31.5.2015 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband