1.6.2015 | 19:27
Kosið um borgríkið Reykjavík en ekki flugvöllinn? "Djók"? Nei.
Ef nefna má stórmál, sem hentaði vel fyrir íbúakosningu í Reykjavík en þó öllu heldur fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, er það flugvallarmálið.
En slíkt er ekki í náðinni hjá ráðamönnum, heldur dúkkar nú upp mál, sem einn af nefndarmönnum í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkur ber fram í formi tillögu um að gefa Reykvíkingum færi á að krefjast þess að verða sjálfstætt borgríki og segja sig úr lögum við Ísland.
Aldrei hefði mann órað fyrir að svona mál gæti komið upp. Ég er reyndar nýbúinn að skrifa pistil um hópa fólks sem eru öndverðir pólar varðandi byggðamál, og er annar þeirra fólk í fæðingarborg minni, sem er komið óralangt frá þeirri hugsun um Ísland og íslenska þjóð sem var grundvöllurinn að sjálfstæðisbaráttu okkar, fullveldinu 1918 og lýðveldinu 1944.
Að vísu dettur manni fyrst í hug að þetta flokkist undir skilgreiningu Jóns Gnarr um fyrirbærið "djók" en því er víst ekki að heilsa.
Einu sinni skaut upp hugmynd um að Vestfirðir segðu sig úr lögum við Ísland, enda gæti sá landshluti auðveldleg lifað á auðæfum þess hluta landhelginnar sem félli í skaut Vestfjarða og gæfi svo mikið af sér, að hver íbúi þar fengi margfalt meiri árstekjur en þeir sem byggðu afganginn af landinu.
Einnig var bent á það hve miklar þjóðartekjur yrðu á mann í Vestmannaeyjum ef þær lýstu yfir sjálfstæði.
Þetta heyrðist örsjaldan og auðvitað aldrei í neinni alvöru.
Þegar einstök atriði hugmyndarinnar um borgríkið Ísland eru athuguð, blasir við að það hlýtur að vera firrt hugsun að baki henni.
Hvaðan fengi borgríkið Reykjavík rafmagn? Jú, úr Elliðaánum, heil þrjú megavött, innan við eitt prósent af orkuþörfinni.
Hvaðan fengi borgríkið Reykjavík hita? Svar: Hvergi úr borgarlandinu.
Hvaðan fengi borgríkið Reykjavík mat? Svar: Bæjarfélagið Seltjarnarnes liggur að hugsanlegri landhelgi á litlum hluta Faxaflóa sem byggðin í Reykjavík fengi í sinn hlut.
Hvernig gæti afganginum af Íslandi reitt af án Reykjavíkur?
Öll orka Reykjavíkur nema minna en 1% liggur utan Reykjavíkur.
Nánast öll landhelgi landsins tilheyrir ekki Reykjavík.
Eini bitastæði alþjóðaflugvöllur landsins er utan borgarmarkanna.
Nær allar auðlindir Íslands liggja utan borgarmarka Reykjavíkur og engin leið væri fyrir Reykjavík að njóta sín nema að fara bónarveg að öðrum landsmönnum varðandi þau efni og reyna að semja um þau.
Nema hugsunin að baki hinni fáránlegu hugmynd um sjálfstæða borgríkið Reykjavík felist í því að nota staðsetningu Landhelgisgæslunnar til þess að fara með hervaldi á hendur öðrum landsmönnum, þeirra á meðal öllum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur, Kópavogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Mosfellsbæ.
Ég var alinn upp við það að vera stoltur af því að vera borgari í borg, þar sem íbúarnar væru stoltir af því af því mikilsverða, verðmæta og gefandi hlutverki sem þeir inntu af hendi í þjónustu við land og þjóð í anda ljóðlínunnar: "Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein."
Hvað er eiginlega í gangi?
Ég segi bara eins og Bubbi segir stundum: Ég á ekki orð.
Viltu að Reykjavík verði borgríki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ósköp er ég smmála þér Ómar
en svon er Borgin bara rekin í dag
Dagur fer í leðurbuxurnar til að deila út peningum
en lætur ekki sjá sig ef einhver "vandamál" líta dagsins ljós
og já hann lærði þetta af Jóni Gnarr sem mun fara í forsetaframboð jók - not
Grímur (IP-tala skráð) 1.6.2015 kl. 21:29
Langur pistill hjá manni sem á ekki orð.
Davíð12 (IP-tala skráð) 1.6.2015 kl. 21:31
Eru undirskriftirnar ekki tæplega 70.000 sem Samfylkingin stakk undir stól?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.6.2015 kl. 21:49
Þvælan og dellan sem vellur frá þessu liði er fyrir löngu hætt að vera neitt "djók". Þú ert örugglega ekki einn um að eiga ekki orð yfir þetta, svo mikið er víst.
Halldór Egill Guðnason, 1.6.2015 kl. 21:51
Ég held að lang lang flestir á landsbygðinni líti á Reykjavík sem sína höfuðborg og séu bara nokkuð stoltir af henni.
Ég er aftur á móti aðeins hræddur um að furðu margir á höfuðborgarsvæðinu sjái ekki samhengi hlutanna og telji landsbygðina einhvern óþarfa dragbít.
Flugvallarmálið kristallar þetta nokkuð!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 00:08
Píratar lýðræðisriddararnir setja þetta mál ekki á oddinn. Eru líklega fastir í einhverjum leðurbrókum :)
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 08:20
Landsbyggðin sem óþarfa dragbítur eða byrði á höfuðborgarsvæðinu er eitthvað sem kristallar þetta all vel.
Annars var ég nokk viss um að ríkið myndi fyrir rest taka íhlutun þarna. Þarna eru ríki og borg í glímu. Fái borgin sitt fram og rýri flugvöllinn er það eignaskerðing á ríkiseign og aukakostnaður fyrir ríkið.
Haldi ríkið flugvellinum í lagi er það vonarbrestur fyrir suma á höfuðborgarsvæðinu. SUMA.
Jón Logi (IP-tala skráð) 2.6.2015 kl. 10:20
Ég held þú þurfir ekkert að vera svo hissa. Sumir úr þessu sama liði hafa fyrirverðar sig yfir því að við skulum halda upp á þjóðhátíðardag þann 17. Júní og borgarstjóri ræddi það að leggja hann niður og sameina hann kvennréttindadeginum 19 júní. Þeir vilja losna undan Lýðveldinu Ísland. Borgríkið myndi örugglega ganga beint í ESB þá gætu þeir flaggað ESB fánanum á öllum stjórnarbyggingum.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 06:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.