Gamli Borgarnesbrandarinn lífseigur.

Lífseigur er sá hugsunarháttur að engin störf sé nokkurs virði nema þau skili verðmætum, sem hægt er að vigta. 

Þannig þótti það mjög fyndið hér í eina tíð þegar spurt var: Á hverju lifa Borgnesingar? Og svarið var: Þar lifir hver á öðrum. 

Þótti svarið afar neikvætt fyrir Borgnesinga og aðra sem svipað háttar til um. 

Ef spurt væri: Á hverju lifa Danir?, - myndið svarið verða: Þar lifir hver á öðrum. 

Framleiðsla og útflutningur landbúnaðarvara og tekjur af fiskveiðum og olíu í Norðursjó er lítill hluti af þjóðartekjum Dana. 

Þeir eiga enga málma, enga vatns- eða jarðvarmaorku og aðeins lítinn hluta af Norðursjávarolíunni. Samt lifa þeir góðu lífi, 15 sinnum stærri þjóð en Íslendingar í meira en helmingi minna landi. 

Þær vörur, sem hægt er að vigta og þeir flytja út, eru unnar úr innfluttu hráefni,  

En með hugviti sínu og hugkvæmni tekst Dönum að gera þessar vörur samkeppnishæfar og græða á þeim. Sömu auðlind, mannauðinn og þekkingu hans, hugvit og menningu, nota Danir til að afla sér nægra tekna til þess að njóta einhverrar mestu velmegunar og velferðar, sem fyrirfinnst. 

Enn eimir hér á landi eftir af þeim hugsunarhætti að þeir séu ónytjungar og afætur sem ekki starfa beint við framleiðslu, sem hægt er að vigta. 

Nú er búið að færa Borgarnesbrandarann yfir á opinbera starfsmenn og þá, sem starfa við skapandi starfsgreinar og með því að bæta við skammaryrðinu 101 Reykjavík, er háðið og spottið fullkomnað. 


mbl.is Leið eins og þriðja flokks borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Danir eru ekki alveg auðlindalaus þjóð.  Þeir nýta olíu og gas eins og aðrar þjóðir sem eiga landhelgi að Norðursjónum þó að það sé í miklu minna magni en Norðmenn gera. Danir keppa við Spán um að vera mesta fiskveiðiþjóð ESB með rúmlega 900 þúsund tonna afla.

Það er líka gríðarleg auðlind að allt land sé auðnýtanlegt til landbúnaðar og mannvirkjagerðar og að búa við veðurfar sem er með svona mátulegt hitastig og raka.  Það er nefnilega gríðarlega dýrt fyrir litla þjóð eins og okkur að búa svona dreift og á landi sem oft er erfitt að byggja upp samgöngur og þess háttar.

Pétur (IP-tala skráð) 4.6.2015 kl. 11:49

2 identicon

Draumurinn er náttúrulega að hér búi bara sælir verkamenn, allir á sömu launum í óspilltu landi. Engin þörf sé á háskólaliðinu, ríkisstarfsmönnum og möppudýrum. Eftirlitsiðnaðurinn hverfi og bankar verði reknir sem góðgerðarstofnanir. Og útlendingarnir gleðja okkur og veita lífsfyllingu með hrósi um fagurt land og vel þrifin hótelherbergi.

Vagn (IP-tala skráð) 4.6.2015 kl. 12:02

3 identicon

Furðulegur pistill.  ÁTVR átti að heita lýðheilsumiðstöð rekin af ást og umhyggju fyrir aðstandendum alkóhólista.  Nú þegar við blasir að stofnunin snýst um útþenslu og tap þá er búið að færa fókusinn yfir á starfsmennina.  Ég ætla að fullyrða hér og nú að starfsmenn ÁTVR munu ekki leggjast í þynnku og þunglyndi þó að starfi hjá ÁTVR sleppi.  Það er líf eftir ÁTVR.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.6.2015 kl. 12:13

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Um borgandi nes brandara

Allar tekjur ríkissjóðs Íslands og sveitarfélaga koma frá atvinnustarfsemi. Allar! Engar aðrar tekjulindir eru til.

Danmörk

Í Danmörku hafa þjóðartekjur á mann fallið og fallið á skalanum yfir ríkustu þjóðir heims. Í Dag er Danmörk á leið inn í ESB-fátækt. Þjóðartekjur á mann eru hríðfallandi. Í dag eru þær lægri en árið 2004. Hagvöxtur síðustu 10 árin hefur verið minni en enginn. Og hagvöxtur síðustu 16 árin hefur verið 0,3 prósent á ári.

Í Danmörku búa nú um 5,45 milljón sálir

Danmörk er skattpíndasta OECD-land veraldar. Og ekki af ástæðulausu.

840 þúsund Danir gera ekki neitt. Eru annað hvort atvinnulausir eða komið fyrir í kassageymslum ríkisins eða stimplaðir út fyrir-tímann-öryrkjar (førtidspensionister) sem frá 1985-2002 var þannig komið fyrir í kassageymslum ömurleikans utan atvinnumarkaðs vegna þess króníska mikla atvinnuleysis sem ríkt hefur í landinu á 30 af síðastliðnum 35 árum. Það hefur aldrei öll þessi ár borgað sig fyrir ungu giftu eða einstæðu konuna með tvö börn að hafa fyrir því að vinna á búðarkassa í danska Hagkaupi, eftir fyrst að hafa hjólað með þau í pössun á rándýrum og niðurníddum ríkisreknum barnaheimilum, vegna þess að það eru 180 prósent gjöld á bifreiðum (hver bílkróna FOB frá útlandinu kostar um það bil þrjár krónur út úr bílabúð í DK). Svo hún vinnur ekki lengur og eignast helst engin börn lengur, því það gengur ekki upp. Frjósemi kvenna (fertility) er þó miklu lægri í flestum öðrum löndum Evrópusambandsins á leið þeirra til ESB-heljar. En hver á að kaupa íbúðirnar og húsin af þessu fólki í framtíðinni? Geimverur?

1200 þúsund Danir eru ellilífeyrisþegar eða fólk á eftirlaunum, að mestu leyti á framfærslu skattgreiðenda sem fækkar ört.

700 þúsund manns eru opinberir starfsmenn á fullri framfærslu þeirra peninga sem verðmætasköpun einkageirans skaffar þeim (opinberir starfsmenn búa ekki til verðmæti; þeir eyða þeim). Velmegun er ekki það sama og velferð. Það þarf sem sagt einn opinberan starfsmanna til að hugsa fyrir og um hverja 7,8 Dani, þ.e.a.s ef opinberir starfsmenn geta þá talist hugsandi verur sem hugsa um aðra án þess að hugsa um sjálfa sig samtímis. Því á ég erfitt með að trúa. Ef opinberir starfsmenn eru dregnir frá, þá þarf einn opinberaðan starfsmann til að halda í höndina á hverjum 6,7 Dönum. Svo aumt er ástandið orðið.

900 þúsund Danir eru börn undir 14 ára aldri

300 þúsund eru námsmenn eða álíka

Og atvinnuleysi í Danmörku hefur sem sagt ekki farið niður fyrir íslenkst bankakreppuhlutfall í samfellt 35 ár, að fimm árum undanskildum; þ.e. á fjármálabóluárum sogrörs ECB-aukaseðlabanka Þýskalands í Evrópusambandinu. Það er nú um 8 prósent.

Þrír af hverjum fjórum kjósendum eru á framfærslu hins opinbera, að fullu leyti, að hluta til, eða eru opinberir starfsmenn. Þetta er nokkurs konar dópsala stjórnmálamanna. Hver kýs undan sér þennan kassa? Ekkert lýðræði getur þrifist í svona sovétríki. Allir kjósendur landsins eru með annan fót tilveru sinnar fast depóneraðan í ríkiskassann.

Svo ert þú sjálfsagt að spyrja um verðið á pylsum og vídeóleigum!!!

Hvernig pylsum Ómar minn? Pylsu sem framleidd er úr úrgangs beinamjöli af grís sem óx upp í Danmörku? og sem síðan er keyrt niður fyrir landamærin til að slátrast þar, því þar eru launin aðeins helmingur á við dönsk laun í sláturhúsum landsins sem flest eru horfin úr landi til ESB-landa sem borga lægri og lægri og lægri laun í handjárnuðu gengisfyrirkomulagi þeirra við hvort annað. Eða viltu pylsu úr grís frá Austur-Evrópu frá landflótta dönskum bónda sem einhvernvegin tekst enn að kalla pylsur sínar "danskar"? Allar pylsur í Danmörku eru algerlega óætar. Alveg 100 prósent rusl. Og ekki skaltu heldur spyrja mig um ísinn, því hann er ennþá verri. Síðasti ísinn sem ég át í Danmörku, honum henti ég. Ís þar á ekkert skylt við ís lengur. Danir eru heimsmeistarar í matvæla-smínki. Þeir neyðast til að vera það. Að dulbúa drasl sem mat. Svona er að missa gengið! Svona er að missa hin peningapólitísku völd!; þá er það blóðug samkeppni niður á kostnaðarbotninn í Evrópusovétsambandinu sem gildir. Þá þarf maður að keppa með því að smínka drasl; Matur í sjálfu landbúnaðarlandinu Danmörku er sá dýrasti í öllu Evrópusambandinu. Hvernig gat þetta gerst? En, þannig er það að vera bóla á rassinum á Þýskalandi; svartholi Evrópu. Við Íslendingar erum heppin að þurfa ekki að deila túnfæti okkar með neinum. Því það er virkilega erfitt að vera bara Danmörk í Evrópusambandi Þjóðverja og herra DeGaulle, sem sagði: "Frakkland og Þýskaland er Evrópa. Restin er grænmeti."

Svona færi með sjávarútveg Íslands ef elsku elsku Lýðveldið okkar myndi nokkru sinni leggjast svo lágt að láta troða sér í Evrópusovétsambandið. Þá þyrftum við að flytja inn fisk okkur til matar. Til fjandans með sósíalista og Marx–Lenínista í NiðurÍslands leshring þeirra umhverfis ítroðsluumsókn sömu sósíalista og kommúnista inn í sovétríki Evrópusambandsins.

Ef þú vilt fjárfesta þig í bremsuklossum Ómar, þá er bara að ganga í helvítis Evrópusambandið eða verða dauður? Og fá sér í kistunni eina pylsu úr beinamjölsúrgangi sem kostar einhvern andskotann.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.6.2015 kl. 12:38

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ómar

Eitt dæmi

Hver heldur þú að hafi skaffað þær tekjur erlendis sem keyptu inn græjur Ríkisútvarpsins svo það gæti upphaflega tekið til starfa? Græjur, sendikerfi og innheimtukerfi og vélar til að reikna út laun þeirra sem starfa hjá DDRÚV og lifa á þjóðinni.

Þær koma allar frá útlöndum og þurftu að greiðast til útlanda. Komu frá Íslenskum vörum sem fluttar hafa verið út og skaffað þá peninga sem fjármagnað gátu innflutninginn.

Hver heldur þú að hafi skaffað þær tekjur erlendis sem keyptu inn græjurnar til að byggja sementsverksmiðju, steypujárn, krana, steypubíla og timbur til að byggja yfir DDRÚV?

Hver heldur þú að hafi skaffað þær tekjur erlendis sem fjármögnuðu þau skip og flugvélar sem fluttu þetta til landsins? Hafnir og eldsneyti til vöruflutninga.

Hver heldur þú að hafi að hafi skaffað þær tekjur erlendis sem keyptu inn þá erlendu menntun sem þurfti til?

Gaman væri að fá svar?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.6.2015 kl. 13:11

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og hver var það sem kom í veg fyrir að þessum dýrmætu tekjum þyrfti að eyða í erlendan innfluttan mat, svo að þjóðin léti ekki lífið úr hungri. Hver gerði það kleyft að hægt var að eyða verðmætum til að stofna Ríkisútvarp? Hver skuldi þetta nú vera til dæmis þarna í Borgarnesi og uppsveitum? 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.6.2015 kl. 13:19

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.

Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."

En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.

Þjónusta
- Vörur

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:10

11 identicon

Velkominn Steini. Oft er þörf en nú var nauðsyn eftir ruglið í þessum Gunnari Rögnavaldssyni.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.6.2015 kl. 15:14

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa, flestir háskólamenntaðir.

Um eitt hundrað hótel og gistiheimili eru nú þegar vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.

CCP
á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2010 áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 15 evrur á mánuði og þá voru erlendir áskrifendur um 300 þúsund.

Gjaldeyristekjur CCP af EVE Online voru samkvæmt því um níu milljarðar króna árið 2010 en erlendir áskrifendur að EVE Online voru um 70% fleiri, eða rúmlega hálf milljón, árið 2013.

Og gjaldeyristekjur vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru nú þegar samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári, eða 30 milljarðar króna á 20 árum, en allur byggingarkostnaður vegna Hörpu frá upphafi er 28 milljarðar króna, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára.

15.10.2010:


Um 300 manns starfa í höfuðstöðvum CCP í 101 Reykjavík


Hjá Norðuráli á Grundartanga starfa hins vegar um 500 manns og þar af eru um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:16

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 185.700 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaðnum hér á Íslandi, samkvæmt Hagstofu Íslands.

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.

Og álverin hér á Íslandi eru ekki að fara úr landi, enda orkuverðið lágt til stóriðju.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:19

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:20

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:23

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:28

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2013 varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:30

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:32

22 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Auðvitað þarf að þjónusta undirstöðuatvinnuvegina Steini. Þar á meðal Borgarnesbráð Ómars. Og auðvitað byggjast hagkerfi upp á því að byggja ofan á undirstöðuatvinnuvegina. Það er nú einmitt tilgangurinn með þessu öllu. En án undirstöðunnar er ekkert til að byggja á - og til að byggja neitt upp með. Og undirstöðurnar borga. Það verða menn að skilja.

Þú verður að skilja talnabandið þitt. Það er ekki nóg að kunna bara copy/paste með talnarímur.

Smærri lönd þola ekki að undirstöðuatvinnuvegir þeirra bogni því þá deyr velmegun í landinu. Og það er ekki hægt að undirstrika það nógu sterklega að velmegun er ekki það sama og velferð.

Að taka Bandaríkin sem dæmi á ekkert erindi inn í þessa mynd. Stór hagkerfi eru minna háð utanríkisviðskiptum og lúta öðrum lögmálum í þessum efnum. 

Öll opinber þjónusta er fjármögnuð með þeim tekjum sem undirstöðuatvinnuvegir lands okkar skaffa til að byggja upp restina af einkageiranum með.

Danir lifa ekki hvor á örðum. Það er mikill misskilningur. Útflutningur er meira en helmingur af allri landsframleiðslunni og landið verður sífellt meira háð útflutningi því það lifir sífellt minna og verr á því sem innlend eftirspurn getur lagt af mörkum til hagkerfisins, því það er orðið að DDR.

Og Danmörk er ekki lengur nettóútflytjandi af olíu og flytur inn kol til næstum allrar rafmagnsframleiðslu sem stendur undir sér.

Danskur landbúnaður er 24 prósent af útflutningi landsins og við hann og þjónustuna við hann vinna um 200 þúsund manns og hann stendur fyrr 60 prósent af viðskiptahagnaði landsins við útlönd.

Smá jarðsamband væri af hinu góða. 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.6.2015 kl. 15:38

23 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það átti að standa:

Auðvitað þarf að þjónusta undirstöðuatvinnuvegina Steini. Þar á meðal ER Borgarnesbráð Ómars.

Borgarnes þjónustar meðal annars landbúnað sem skaffar þér mat á borðið svo hægt sé að eyða útflutningstekjum sjávarútvegsins og álframleiðslu í til dæmis innfluttu tölvuna handa þér.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.6.2015 kl. 15:48

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi var meira atvinnuleysi, 5,5%, í apríl síðastliðnum en í Þýskalandi, 4,7%, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, þar sem íbúar eru um 81 milljón.

Hins vegar búa einungis um 329 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 15:55

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og virðisaukaskatt, sem er með þeim hæstu í heiminum, af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 16:05

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 16:09

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónustan hefur vaxið mikið hér á Íslandi undanfarin ár meðal annars vegna þess að gengi íslensku krónunnar var alltof hátt og ekki innistæða fyrir þessu háa gengi.

23.3.2015:

"Árið 2001 spáði Vil­hjálm­ur Bjarna­son þingmaður og þáver­andi sér­fræðing­ur hjá Þjóðhags­stofn­un því að hingað til lands myndi koma um ein millj­ón ferðamanna árið 2016 ... en tal­an fékkst meðal annars með því að fram­reikna þá fjölg­un sem varð á ferðamönn­um milli ár­anna 1990 og 2000."

Spá­in reynd­ist nærri lagi

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 16:13

28 identicon

Þessi pistill Ómars er eiginlega frekar minningargrein um Danmörku sem var.

Arne Jacobsen er dauður, og dönsk framleiðsla hefur verið að deyja smátt og smátt í kjölfarið. Nú er Kína og austur Evrópa málið, og Danir eiga ekki séns í samkeppni um framleiðslukostnað.

Ísland á engan Arne, engin framleiðslufyrirtæki, engin þekkt vörumerki og ekkert lággjalda flutningsfyrirtæki. Ergó, við eigum engan séns í að verða Danmörk 1975.

Hitt er svo verra, að Breim spamvírusinn er sprelllifandi. Það eru vondar fréttir.

Hilmar (IP-tala skráð) 4.6.2015 kl. 16:19

29 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Íslendingar búsettir erlendis búa flestir á Norðurlöndunum. Norðurlandasamvinnan frá styrjaldarlokum er gjafmild við þessi 5 lönd eins og venjulega. Sérstakleg þó við Ísland. Nema það að flestir sem flytja af landi okkar brott nú um daga vilja helst ekki búsetja sig á neinu af þeim Norðurlöndum sem eru í ESB. Sem sagt; allt nema frjáls Noregur að lokast á landann því Íslendingar eru svo góðu vanir og kröfuharkan mikil. Þeir vilja ekki ESB-stálfátækt.

En flestir flytja þeir þó heim aftur. Engin önnur þjóð skilar sér eins vel aftur heim til fósturjarðarinnar. Þetta er meðal annars vegna þess að Ísland er eitt opnasta og ríkasta hagkerfi veraldar.

Já, eftir 35 ár sem hinn sjúki maður Evrópu með massíst og krónískt atvinnuleysi er atvinnuástandið að batna í Þýskalandi því að fólk á vinnualdri er hreinlega að deyja út, eða flýja land. Þjóðverjar eru í óða önn að útrýma sjálfum sér eftir að hafa verið svona lengi í ESB. Fólk í landi án framtíðar vill helst ekki eignast börn.

Rúmlega helmingur kjósenda í Þýskalandi er er 60 ára og eldri. Þar kjósa þeir um hjólastólana.

Sem neyðaraðgerð vegna krónísks (öldrunar) skorts á innlendri eftirspurn á elliheimilinu Þýskalandi, þá tókst ECB einkasogrörs-seðlabanka Þýskalands í ESB að stinga röri Þýskalands ofan í önnur lönd evrusvæðis í handjárnuðu gengisfyrirkomulagi þeirra við Þýskaland. Það sog er helsta einstaka orsök þess að kviknað í Evrópu á ný. Þeir peningar sem vantar í Suður-Evrópu liggja á kistubotninum í Berlín, til að mæta endalokum Þjóðverja á elliheimili sínu.

Verið er að loka heilum bæjum í Þýskalandi. Slökkva ljósin, síðasti maðurinn látinn eða farinn. Þrjár milljónir tómra íbúða voru rifnar niður frá aldamótum. Enginn þjóð í Evrópu hefur eins lítil efni á til dæmis raforku til heimilisnota og fátæktin sverfur að í Þýskalandi. Milljónir heimila með bæði hjón útivinnandi þurfa bæjarhjálp til að geta dregið fram lífið, launin eru svo lág. Þjóðverjar hafa ekki fengið raunlaunahækkun í bráðum 20 ár. Landið er framskriðnasta öldrunarhagkerfi veraldar.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.6.2015 kl. 16:40

30 identicon

til hamingju, Steini vírus mættur aftur. Varstu í fríi? Ef svo var hvar varstu? Eða tókstu sveinspróf í copy paste fræðini? Saknaði breimsins hér á blogginu. Þá get ég byrjað aftur loksins. Varstu kannski svona lengi að þrífa búrið þitt?

í dvala drengurinn Steini Briem

í rúmi mínu ég kúri,

Á Spáni þar sem sólin skýn, 

eða lokaður í búri.

S. Breik (IP-tala skráð) 6.6.2015 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband