Hvernig væri að skoða "norræna módelið" betur?

Umfjöllun Spegilsins á RUV um daginn um "norræna módelið" í kjarasamningum var afar athyglisverð, en í nágrannalöndum okkar er þeim málum skipað á þann veg, að ringuleiðin, sem hér ríkir, er löngu liðin tíð, já fyrir áratugum.

Fyrst er samið í samfloti á almenna markaðnum og á eftir á opinbera markaðnum. 

Það væri þarft verkefni og raunar mjög brýnt að skoða þetta mál betur, til dæmis hlutfall á milli launanna á almenna markaðnum og þeim opinbera á Norðurlöndum, sem er afrakstur hins norræna fyrirkomulags, og bera það saman við hlutföllin hér.

Því að þessi lönd eru samkeppnislönd um vinnuaflið og því er nauðsynlegt að vita meira um þau kjör sem þar bjóðast í mismunandi starfssviðum svo að hægt sé að meta stöðuna hér. 

 


mbl.is Kjarabaráttan á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Margir hafa tekið eftir að Bjarna Benediktssyni hefir verið tíðrætt um norræna módelið...

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.6.2015 kl. 07:55

2 identicon

Og svo leysum við húsnæðisvandann með Afríku módelinu í húsbyggingum, moldarkofa með stráþaki.

Fólk sem hefur það bara nokkuð gott getur sætt sig við norræna módelið, fólk sem er að berjast fyrir að eiga fyrir mat sveltur áfram í norræna módelinu. Það næst aldrei sátt um norræna módelið í láglaunalandi.

Vagn (IP-tala skráð) 5.6.2015 kl. 09:06

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eru menn þá að meina "danska módelið" þar sem verkalýðsbossarnir sögðu legni vel (og segja reyndar enn) að laun þeirra væru svona gerræðislega há eins og hjá forstjórum stærstu fyrirtækja landsins —sem eru á launum hjá hluthöfum— vegna þess að annars gætu þeir ekki setið á móti fulltrúum þeirra við samningaborðið? Verkalýðsfjármagnað veldi bossanna á móti vonda fólkinu.

Eða er átt við það módel þegar danska þjóðin ældi er hún heyrði um laun verkalýðsbossa hinna lægst launuðu sem hafa fjármagnað 7-10 prósent atvinnuleysi í Danmörku í 35 ár. Öreigar verkalýðsbossanna.

Það gefur náttúrlega augaleið að verkalýðsforstjórarnir geta ekki misst sín pólitísku völd nema að fá í staðinn verulegar launahækkanir.

Eða er átt við það danska ESB módel að ekkert sé hægt að gera fyrir verkalýðinn vegna þess að það stofni fastgengi dönsku krónunnar í hættu og irriteri Brussel. Að ekki megi gera neitt.

Af hverju ekki bara taka upp "þýska ESB módelið". Þjóðverjar hafa ekki fengið launahækkun í 18 ár (Þýskaland sparar sig og evruþrælabúðir sínar í hel)

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2015 kl. 14:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 14:55

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Purchasing Power Parity (PPP) [jafnvirðisgildi] is measured by finding the values (in USD) of a basket of consumer goods that are present in each country (such as orange juice, pencils, etc.).

If that basket costs $100 in the US and $200 in England, than purchasing power parity exchange rate is 1:2."

"For example, suppose that Japan has a higher GDP per capita, ($18) than the US ($16).

That means that Japanese on average make $2 more than normal Americans. However, they are not necessarily richer.

Suppose that one gallon of orange juice costs $6 in Japan and only $2 in the US. The Japanese can only buy 3 gallons while the Americans can buy 8 gallons.

Therefore, in terms of orange juice, the Americans are richer.

The US has a GDP (PPP) of $14 while Japan has a GDP (PPP) of $12. The GDP exchange rate is 14:12 or 7:6."

"Now apply this to daily life. The orange juice represents the previously mentioned "basket of goods" which represents the cost of living in a country.

Therefore, even if a country has a higher GDP per capita (individual income), that country's people may still live poorer if the cost of living is more expensive."

Purchasing Power Parity (PPP)

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 14:56

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi var meira atvinnuleysi, 5,5%, í apríl síðastliðnum en í Þýskalandi, 4,7%, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, þar sem íbúar eru um 81 milljón.

Hins vegar búa einungis um 329 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 15:11

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.4.2013:

"Reglu­leg laun full­vinn­andi launa­manna á ís­lensk­um vinnu­markaði voru 402 þúsund krón­ur að meðaltali árið 2012.

Al­geng­ast
var að reglu­leg laun væru á bilinu 300-350 þúsund krón­ur og voru 18% launa­manna með laun á því bili.

Þá voru um 65% launa­manna með reglu­leg laun und­ir 400 þúsund krón­um á mánuði.

Reglu­leg laun full­vinn­andi karla voru 436 þúsund krón­ur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krón­ur."

Meðallaun hér á Íslandi 402 þúsund krónur á mánuði árið 2012

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 15:13

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af 400 þúsund króna mánaðarlaunum eru útborguð laun einhleypings nú 290 þúsund krónur:

Reiknivél staðgreiðslu - Ríkisskattstjóri

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 15:16

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þar að auki er virðisaukaskattur hér á Íslandi með þeim hæstu í heiminum.

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 15:18

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Denmark has the lowest level of income inequality in the world, according to the World Bank Gini (%), and the highest minimum wage in the world, according to the IMF."

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 15:22

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 15:24

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lán til kaupa á íbúðarhúsnæði í Svíþjóð:

Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 15:27

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.4.2012:

"Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað.

Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi.

Húsnæðiskostnaður var rúmlega 18% ráðstöfunartekna hjá Íslendingum árið 2011.

Leigjendur húsnæðis greiddu hærra hlutfall ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað en eigendur.


Hlutfall fólks sem glímdi við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað árið 2010 var lægra í 18 Evrópuríkjum en á Íslandi."

Ráðstöfunartekjur
og húsnæðiskostnaður árið 2011 - Hagstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 15:29

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 5.6.2015 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband