Sérkennilegt atvik.

Svo vill til að ég átti leið austur og upp Ártúnsbrekku í þéttri umferð á vinstri akrein klukkan rúmlega ellefu, þegar bílarnir fyrir framan mig hægðu svo snögglega á sér, að það mátti hafa sig allan við að lenda ekki aftan á þeim. 

Þeir sveigðu síðan skarpt til hægri inn á mið-akreinina þar sem þessi skyndilega röskun varð líka truflandi fyrir umferðina sem þar var á fullri ferð. 

Bílarnir voru að sveigja þetta vegna þess að úti við vegriðið í miðju vegar lá pallbíll á hvolfi undir kerru sem var föst við hann. 

Ekki var neinn að sjá mann á inni í bílnum eða nálægt honum og enginn aðvörunarþríhyrningur hafði verið settur upp til þess að vara ökumenn við. 

Enginn hafði hringt í fréttastofu RUV og lögregla virtist ekki hafa komið á staðinn. 

Óneitanlega sérkennilegt atvik. 


mbl.is Pallbíll á hvolfi í Ártúnsbrekku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki kominn tími til að tengja?....

Í ranghalana víða rötum,
reginhneyksli, allt í hnút,
Robbi og Ragga fækka fötum,
og finna tengslin allsber út!

http://www.visir.is/ber-ad-skoda-hagsmunatengsl-milli-sigmundar-davids-og-bjorns-inga/article/2015150609180

embarassed

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 6.6.2015 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband