Líkt og Jón frá Ljárskógum og Lennon.

Jón frá Ljárskógum var yfirburðamaður á sínu sviði á blómaárum MA-kvartettsins í kringum 1940.

Á tónlistarsviðinu þá var hann var sem ljóðasmiður og tónlistaramaður í samanburði við aðra á á við Bubba, Pál Óskar og Mugison til samans. 

Það var nefnilega enginn annar slíkur þá á ferli hér á landi. 

Fögur og silkimjúk bassarödd Jóns "klæddi" og umvafði söng MA-kvartettsins og skapaði hljóm sem enginn annar kvartett hafði né hefur haft síðan.

Hugmyndaauðgi hans og sköpunarkraftur voru grunnurinn að viðfangsefnum kvartettsins, sem markaði alger tímamót í íslenskri tónlistarsögu, - var eitthvað alveg nýtt. 

Jón fékk berkla og lést kornungur úr þeim, langt um aldur fram og sárt tregaður af þjóðinni. MA-kvartettinn dó með honum og það leið áratugur frá síðasta nýju efnisskrá kvartettsins þar til nýir kvartettar náðu vinsældum meðal þjóðainnar.

Óhugsandi var að MA-kvartettinn gæti haldið áfram án Jóns. Ekki frekar en að Bítlarnir hefðu getað hafið nýtt blómaskeið saman, álíka öflugt og hið upphaflega, án John Lennons.

Er Paul McCartney þó enginn veifiskati á tónlistarsviðinum.

Félagar Jeremy Clarksons átta sig á mikilvægi hans í þríeyki í Top Gear, sem var óviðjafnalegt.

Munurinn á Jóni frá Ljárskógum og Lennon annars vegar og Clarksons hins vegar er sá að Clarkson er enn sprelllifandi og hefur vonandi lært af reynslunni.  


mbl.is Top Gear-tríóið til Netflix?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

afsakaðu en ég fann ekki tölvupóstfang hjá þér svo ég set þetta hér. Þú gerðir fyrir mörgum árum heimildarmynd um afa minn Guðmund Halldórsson sem ég man mjög óljóst eftir (myndinni þ.e.a.s.). Hún var til á video spólu heima hjá mér einhvern tíman en ég veit ekkert hvað varð um hana. Áttu þessa mynd nokkuð á stafrænu formi eða veistu hvernig ég get nálgast hana?

kv. Ragna Ó. Guðmundsdóttir

Ragna Ólöf Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband