Best hannaði jeppi heims 1953 - 1966 og lifir enn.

Bandaríkjamenn sendu Rússum Willy´s jeppa í stríðinu og eftir stríð framleiddu Rússar eigin jeppa sem var mjög svipaður. Rússajeppi

En þeir voru ekki ánægðir með sumt í hönnuninni. Vélin í þessum bílum er aftan við framöxul og þess vegna fer um helt fet eða 30 sentimetrar til spillis á milli frambretta og farþegarýmis, sem fyrir bragði verður mun minna en ella.Gaz69-2

Landrover 1948 var svipaður en aðeins breiðari og lengri, svo að þrír gátu setið frammi í og fjórir aftur í, tveir og tveir á hliðarbekkjum.Rússajeppi A 5363

Rússarnir fóru hins vegar alla leiðina. Þeir hönnuðu afburða jeppa, GAZ 69, með 20 sentimetrum lengra á milli hjóla og 27 sentimetra lengra hjólahaf, og við þetta var hægt að hækka bílinn um 12 sentimetra án þess að skemma stöðugleikann. Það var 10 sentimetrum hærra undir kviðinn á Rússanum en vestrænu jeppunum. 

Aðalatriðið var þó að þeir létu vélina vera yfir framöxlinum og við hækkun körfunnar og færslu vélarinnar var hægt að færa farþegarýmið 30 sentimetrum framar en á Willys og Landrover.Ford Bronco 1976

Þar með færðist þyngdarpunktinn líka framar, en á jeppum er mikilvægt atriði að hann sé sem fremst þegar fara þarf upp brekkur.UAZ-315195_Hunter

Fjaðrirnar á Rússanum voru mýkstu og bestu blaðfjaðrir sem framleiddar hafa verið í heiminum, alger snilld, og engu líkara en að bíllinn væri á gormum, svo þýður var hann, - og er, það get ég vitnað um eftir reynslu mína af blæju-Rússanum, sem ég á í Mývatnssveit. 

Sá Rússajeppi lék sitt hlutverk með prýði í kvikmyndatökuferð með þýskum sjónvarpsmönnum um Gjástykki sem ég fór fyrir nokkrum árum.

Þjóðverjarnir áttu varla orð til að lýsa hrifningu sinni yfir Rússanum. Hann er með Ford Bronkó vél og á 35 tommmu dekkjum, aðeins 1620 kíló og næstum óstöðvandi í ófærð. 

Dugnaður Rússand í ófærð var rómaður á sinni tíð. Drifkúlurnar voru sams konar og í Ford A 1929 árgerð og skáru örmjóar snjó og hjarn. Fjaðrarnar ofan á öxlunum því engin fjaðrahengsli sem sköguðu niður úr.

37 sentimetrar er veghæðin undir millikassann í stað 27 á Willys og Landrover.

Rússinn dugði vel á Íslandi og rúmgóð hús voru smíðuð yfir hann. En vélin var afleit, bilanagjörn, endingarlítil, kraftlaus og eyðslufrek.

Í marga voru settar Volvo vélar eða sex strokka vélar úr Ford Bronco.

Bandarískt jeppatímarit útnefndi Ford Bronco I, sem fyrst kom fram 1966, besta jeppa allra tíma. Bronkóinn var með svipaða hönnun og af svipaðri stærð og Rússinn og með frábærri V-8 vél var hann draumajeppi og auk þess á gormum að framan.

En þyngdarhlutföllin í Rússanum og samsvörunin á milli fjöðrunar að framan og aftan voru betri en á Bronkó, sem einnig var hrekkjóttur á holóttum malarvegi.

Ef Rússinn hefði verið með jafn góða vél og driflínu og Bronkó, hefði hann átt tignasætið skilið. 

Svo góð var þessi hönnun, að hún hefur verið látin halda sér í UAZ jeppunum rússnesku allt fram á okkar dag, 63 árum eftir að hún kom fyrst fram. 

   


mbl.is Tveggja ára verkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Svo var fjöðrunin í UAZ bílunum jafnvel enn betri. Þar var lausa hengslið í sleða með gúmmífóðringum. BTW - þeir bílaviðgerðamenn sem ég þekki tala um endafestingar blaðfjaðra sem fjaðrahengsli, ekki þar sem fjaðrirnar eru festar við "hásingarnar".

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 15:48

2 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Ég átti því láni að fagna að eignast lengdan rússajeppa, árgerð 1961, með húsi og með Volgu-vél. Ekki í frásögu færandi nema hvað mér tókst, eins míns liðs um tvítugt, að komast á honum í miklu vertrarríki “lokaða“ leið yfir Fjöllin, Möðrudalsöræfin og Jökuldalsheiðina í byrjun aprílmánaðar 1968, fyrstur á bíl það árið.

Þetta var tveggja sólarhringa ferðalag frá Reykjavík um Akureyri, Egilsstaði með leiarenda á Hallormsstað.

Áður en lagt var upp í ferðina höfðu Bæði Vegagerðin og lögreglan tjáð mér að vegurinn væri algerlega lokaður allt frá Jökulsá á Fjöllum til Jökuldals.

Þessar viðvaranir bergmáluðu í höfði mér er ég kom að kveldi fyrri sólarhringsins að Jökulsárbrúnni og við blasti gríðarlegt skarð við enda brúarinnar þar sem áin hafði ruðst framhjá líklega sökum klakastíflu einhverntíma fyrr um veturinn.

En uppá brúnna komst jeppinn en litllu mátti muna að illa færi.

Þaðan var ekið í Möðrudal og náttað hjá rómuðum gestrisnum ábúendum.  Bæði aðaltank og varatank hafði ég fyllt af bensíni á Grímsstöðum á Fjöllum.  Viðvaranir gestgjafanna haði ég að engu og hélt út í óvissuna á Jökuldalsheiðina snemma morguns.

Eftir 11 stunda skakstur frekar en akstur, um 30 km leið yfir heiðina, með snjóreku eina að vopni, og á síðasta bensíndropanum fékk ég viðgjörning og bensín á Skjöldólfsstöðum. Náði ég svo greiðlega á áfangastað um miðnættið heilu og höldnu.

Þessi rússajeppi hefði ekki átt neina möguleika yfir fannfergið og skaflana á Jökuldalsheiðinni með orginalvélinni og líklega heldur ekki ef ég hefði ekki verið búin að setja í jeppann sterkari drif bæði í fram- og afturhásinguna enda voru bæði orginaldrifin brotin er ég keypti bílinn.  

Ég er sammála Ómari að hönnun “Rússajeppans“ var frábær en drifrásin og margt annað entist illa þó sérstaklega vélin eins og Ómar nefnir réttilega.  Hvað varðar íhluti eins og rafal, startara legur o.fl o.fl. var það víðsfjarri að eiga samjöfnuð við Willys-jeppann, svo dæmi sé tekið, enda hefur rússneskur bílaiðnaðnur alltaf verið langt á eftir vestrænum og japönskum iðnaði, a.m.k. hvað endingu varðar.   

Daníel Sigurðsson, 8.6.2015 kl. 17:34

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því má bæta við að öxlarnir á Rússanum voru veikir, en vegna þess hvað upprunalega vélin var afllítil, kom það ekki að sök, og oft kom kraftleysið sér jafnvel vel þegar hætta var á að spóla sig niður með sterkari vél. 

Öxlunum hefur því verið hætt til að brotna ef kraftmiklar vestrænar vélar hafa verið látnar reyna of mikið á þá.  

Ómar Ragnarsson, 8.6.2015 kl. 18:51

4 identicon

Keyrdi mikid einn Russa sem vinur minn han Valdi å Geymslusvædinu i Kapelluhrauni åtti.  Man ekki årgerd, en han var med plasthusi og vel klæddur ad inn og med Bens 190 diesl.  Pabbi hans Valda, han Oskar sagdi okkur ad tessir bilar voru smidadir eftir tyskum teikningum, sem russarnir stålu vid lok stridsing. Kanski einhver kan tessa søgu bedre?

Einar Th. Jonsson (IP-tala skráð) 8.6.2015 kl. 19:25

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Svo smáatriðunum sé haldið til haga þá voru bæði drifhúsin brotinn en ekki öxlarnir í þessum rússajeppa sem mér áskotnaðist. Þá er ég ekki að tala um “drifkúlurnar“, sem kallaðar vora svo, heldur “húsin“ sem halda utanum drifbúnaðinn (mismunadrifin) inn í drifkúlunni.  

Daníel Sigurðsson, 8.6.2015 kl. 21:56

6 identicon

Það sem bilaði í drifunum á þessum bílun var aukalega seem var aftan á pinjonum, ef hún var fjarlægð þá endust drifin mun lengur. Öxlar voru ekkert að brotna frekar í þessum bílum en Willys, en þeir gátur brotnað þar og eins framdrifið sem var spicer 27. Tala nú ekki um landrover þarsem bæði drif og öxlar brotnuðu villivegt . Ég var einu sinni á torfærukeppni á Akureyri fyrir mörgum árum þar sem Gaz 69 keppti og var 350 Chevrolet vél og með orginal ´rússadrifum og fákk þar það óþvegið en ekkert gaf sig. Rafkerfið í rússanum var mjög vandað og voru sumir þeirra með alveg vatnshelt kerfi. Íhlutir voru ekkert verri heldur en í Willys.Enda voru þeir ekki margir á þessum tíma. Þessi blessaða Volguvél var ekkert annað en sú sama og var í seinni týpunum af rússanum með aðein hærri þjöppun og tvöföldum blöndungi gamaldags toppventla vél eins og volvo B18 vélin var.En í volvo vélina var hægt að fá ýmslegt í til að lífga upp á aflið í henni. Gamla vélin í Gaz 69 var flatheddari (hliðarventlavél) eins var samskonar vél í gamla Willys þannig að það gat engin búist við miklu afli út úr því

Már L. Finnbogason (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband