8.6.2015 | 18:44
Hefur ekki gerst síðan 1986.
Í mars 1986 olli verkfall hjá Ríkisútvarpinu mikilli röskun í starfi og dagskrá í nokkra daga. Þetta er í fersku minni vegna þess að á þessum truflunartíma féll dagskrá niður að miklu leyti, tildæmis einn þáttanna "Á líðandi stundu".
Viku hlé á útsendingu þáttanna var léttir fyrir okkur sem unnum við þá, því að törnin vegna útsendinga þessara þátta hafði verið afar stíf og stanslaus frá áramótum og að það var komin mikil þreyta í mannskapinn.
Þess vegna var niðurfall þessa þáttar afar kærkomin fyrir okkur, sem unnum að gerð hans, og gaf okkur auka orku til að klára þá þætti sem á eftir fóru sem best.
En auðvitað var það almennt slæmt að starfsemin og þjónustan raskaðist þarna í annað sinn á einu og hálfu ári og vonandi gerist þetta ekki aftur nú.
RÚV fékk ekki undanþágur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.