Man hvar ég var staddur þegar ég heyrði fyrst þessa rödd.

Það koma fyrir atvik í lífinu þar sem maður man það sem eftir er, hvar maður var staddur, þegar maður heyrði eitthvað í fyrsta sinn. 

Þannig er það um fyrsta skiptið sem ég heyrði Elvis Presley syngja í útvarpinu, þar sem ég var að þvo upp leirtau, heyrði fyrst lagið Peronality með Lloyd Price í útvarpinu í vörubílnum hans pabba, þegar ég var að þvo hann á þvottaplaninu hjá Shell á Suðurlandsbraut, heyrði Bítlana syngja á plötu, sem var spiluð niðri í lúkar í báti í Vestmannaeyjum, lagið Limbó rokk spilað á flugvellinum þar og Tom Jones syngja lagið "What´s new, pussycat?" í útvarpinu í bílnum mínum, þar sem ég var að undirbúa ferð við Sörlaskjól 86.

Hvílík rödd, hvílíkur kraftur! Ekki skemmdi fyrir þegar ég uppgötvaði að þessi velski kolanámumaður var jafnaldri minn eins og Cliff Richard og John Lennon, og síðan hafa þeir Tom og Cliff fylgt manni í gegnum lífið eins og þeir væru nánir vinir manns.

Farið inn á Youtube og hlustið á sir Tom á hátindi getu sinnar syngja "Delilah", "Green, green grass of home" eða bæði sjáið hann og heyrið syngja lagið "Help yourself" og segið mér síðan að þetta sé einhver venjulegur gaulari.   


mbl.is Tom Jones „fáránlega flottur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefur enginn séð myndina "Mars Attacks" sem er verk Tim Burtons?

Þar kemur Tom Jones við sögu og er alveg fáránlega svalur.

Annars tók hann sér nafnið sem listamannsnafn. Byggði það á Tom Jones úr samnefndri bók Henry Fieldings (18. öld) og svo væntanlega hinni frábæru kvikmynd frá 1964. Þar tók leikarinn Albert Finney hlutverk Tom Jones fram yfir langtímatilboð sem....James Bond.

Takist með smá fyrirvara, þar sem þetta er minnisbyggt og ekki "wiki-að"

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband