9.6.2015 | 10:55
Vinsælasti bíllinn á Indlandi, Suzuki Alto.
Suzuki Alto hefur verið einfaldasti og ódýrasti bíllinn á markaðnum á Íslandi og reynst afar vel. Hann er framleiddur á Indlandi og kemur þaðan til okkar.
´Arum saman var Peroudua vinsæll bíll í Bretlandi, ódýr og einfaldur og framleiddur í Malasíu.
Hinn vinsæli Dacia-jepplingur, sem hér hefur rutt sér til rúms, allmörgum árum eftir að Daciabílar höfðu öðlast sess víða um Evrópu, er framleiddur í Rúmeníu.
Listinn yfir bíla, sem framleiddir eru í allt öðrum löndum en ætla má af því, hvar höfuðstöðvar verksmiðjanna eru, er svo langur að það væri að æra óstöðugan að telja þá alla upp.
Þetta gildir ekki aðeins um bíla heldur hvers kyns varning. Þannig á ég rafknúið ítalskt reiðhjól en síðan kemur í ljós við athugun að það er kínverskt, og raunar hafa Kínverjar, Taiwanbúar og Suður-Kóreumenn hertekið stærstan hluta hjólamarkaðs heimsins.
Heimurinn er eitt markaðssvæði og stórfyrirtækin fara um víðan völl með starfsemi sína, allt eftir því hvernig vindurinn blæs.
Afrískir bílar sem koma á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.