Sérstaða Hæstaréttardómara.

Í vinnu stjórnlaganefndar og stjórnlagaráðs varðandi nýja stjórnarskrá var farið eins rækilega og unnt var í gegnum helstu röksemdir varðandi starfskjör og umhverfi hæstaréttardómara. 

Ráðið ákvað að setja takmarkanir á lengd setu manna í embættum forseta Íslands og ráðherranna á svipuðum forsendum og lagðar eru fyrir hliðstæðum ákvæðum í stjórnarskrám margra erlendra ríkja. 

Hins vegar var niðurstaðan sú varðandi hæstaréttardómara, að takmörkuð seta gæti skapað freistingu dómara til þess við einstaka dóma að vinna sér inn velvild utan réttarins til starfa eftir að starfsferlinum lyki. 

Dómari, sem væri æviráðinn, þyrfti hins vegar ekki eiga það á hættu að áhyggjur af starfsframa sínum, tekjum eða aðstöðu eftir starfslok við dóminn, hefðu áhrif á störf hans hjá Hæstarétti.

Sjálfstæði þeirra einstaklinga, sem gegna embættum dómrara, er grundvallaratriði varðandi sjálfstæði dómsvaldsins gagnvart framkvæmdavaldinu, löggjafarvaldinu og öðrum valdaöflum í þjóðfélaginu.   


mbl.is Varadómarar gegn stjórnarskránni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hárrétt.

En hvað á þá að gera þegar æviráðinn dómari er orðinn forseti Hæstaréttar og búinn að taka dómskerfi landsins í sína gíslingu?

Það er spurning sem ekki er auðvelt að svara.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2015 kl. 20:05

2 identicon

Fyrst og fremst þarf að forðast það að flokksdindlar verði dómarar. Dæmi um slíkt og víti til varnaðar; Jón Steinar Gunnlaugsson.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 9.6.2015 kl. 20:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já vegna þess að hinir dómararnir sem hafa verið ráðnir eru svo duglegir við að gagnrýna dómstólana og veita þeim aðhald?

/sarc

Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2015 kl. 20:56

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rökin gegn æviráðningu dómara eru gild. Þetta er aðeins spurning um val á tveimur kostum sem báðir hafa kosti og galla. 

Matið er það að gallar æviráðningar séu minni en gallarnir, en um það má auðvitað deila. 

Ómar Ragnarsson, 10.6.2015 kl. 09:08

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að í Bandaríkjunum, þar sem forseti má aðeins sitja tvö kjörtímabil, eru dómararnir æviráðnir. Dæmi eru um að dómara, farinn að kröftum með banvænan sjúkdóm, sem tók af skarið í mjög mikilvægu dómsmáli Muhammmads Alis og sneri skoðun réttarins við með gildum rökum.

Þetta var svanasöngur dómarans á ferli hans, en niðurstaðan mjög í óþökk Nixons forseta, sem var í reglulegu símasambandi á þessum árum við Warren dómsforseta. 

Dómararnir mátu meira starfsheiður sinn en nokkuð annað í þessu máli. 

Ómar Ragnarsson, 10.6.2015 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband