Tíminn vann og vinnur mest með okkur í þessum málum.

Hrunið og eftirmál þess voru svo stórhrikalegar efnahagslegar hamfarir, að eftirskjálftarnir hafa staðið samfleytt til þessa dags og mun standa áfram. 

Öll þau ár, sem þetta ferli mun taka, er tíminn mikilvægasti þátturinn í að leiða mál til lykta. 

Allt hefur haft sinn tíma og þurft sinn aðdraganda og í því ljósi á að skoða allt það sem gert hefur verið. 

Neyðarlögin lögðu grunninn að öllum, sem síðan hefur verið gert, og þótt tæpt stæði þá, svo að jafnvel munaði nokkrum klukkustundum að allt gengi upp, tókst afar vel til með setningu þeirra og eftirfylgni. 

Fyrstu misserin eftir Hrunið var staða Íslands gagnvart öðrum þjóðum hræðileg og það eina, sem gat bjargað okkur, var að láta tímann vinna með okkur, því að í fyrstu voru okkur settir afarkostir og leitun var að þeim, sem vildu taka málstað okkar erlendis. 

Engin leið var að komast hjá því að þæfa samningaleiðina og reyna jafnframt að kynna málstað okkar erlendis, þótt það þýddi það, að við yrðum að þreyja þorrann á meðan það blés ekki byrlega.

Aukalega vannst tími þegar forseti Íslands notaði málskotsréttinn, til að vinna okkur tíma og nýtti aðstöðu sína til að tala máli okkar erlendis, sem æ fleiri erlendir áhrifamenn tóku undir.

12. mars 2012 var síðan sett löggjöf sem var forsenda þeirrar lagasetningar sem nú er í meðförum Alþingis. En ljóst var þá að við yrðum að láta tímann vinna með okkur hægt og bítandi til þess að skapa okkur sterkari stöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum, svo að þeim yrði smám saman ljóst, að þeir yrðu að slá af kröfum sínum. 

Dómur EFTA-dómsstólsins 2013 var einnig mikilvægur áfangi á leið okkar. 

Það kann að taka tíma að ganga frá þessum málum endanlega, til dæmis ef þau fara fyrir dómstóla, en aðalatriðið er að fara ekki á taugum heldur nýta það aðalatriði, að láta tíman halda áfram að vinna með okkur. 

 


mbl.is Töluðu um „svipur og gulrætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það voru einhver mestu efnahagsmistök sem gerð hafa verið, að setja ekki t.d. 2.5% þak á vísitöluna strags eftir Hrun, eða taka hana algjörlega úr sambandi t.d. í eitt ár.Búið er að bera þúsundir fjölskyldna út úr húsum sínum. Nú boðar Seðlabankinn röð vaxtahækana, sem fyrirtækin verða að koma út í verðlagið, með tilheyrandi verðbólgu, Seðlabankinn virðist ekkert hafa lært af Hruninu, því þessar vaxtahækanir auka  möguleg  vaxtamunaviðskipti, en 300 miljarða snjóhengjan varð einmitt til við vaxtamunaviðskipti, meðan aðrir Seðlabankar nota bindiskyldu við þessar aðstæður, t.d. hafa stýrivextir Breska Seðlabankans verð c.a. 0.5% í ca. 10 ár. Því er hægt að halda því fram með nokkurri vissu að Seðlabankinn sé mesti verðbólguvaldurinn, og nú verðða verkalýðsfélögin að fara að semja upp á nýtt í hvert skipti sem stýrivextir eru hækðir,síðan verða stjórnvöld að koma með nýja penigastefnu strax.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 17:10

2 identicon

Er það ekki á sinn hátt gróteskt að Bjarni Ben og Sigmundur Davíð, skilgetin afkvæmi hinnar þjófóttu yfirstéttar sem ber alla ábyrgð á hruninu og skelfilegum afleiðingum þess fyrir fólkið í landinu, skuli nú þykjast vera sigurvegarar í því að losa þjóðina úr viðjum fjármagnshafta, enda þótt ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hafi lagt drög að því hvernig leysa skyldi vandann.

Sem sagt brennuvargarnir stæra sig af því að hafa slökt eldinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.6.2015 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband